Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen segist hafa heimildir fyrir því að Janne Andersson, þjálfari IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni, verði næsti þjálfari sænska landsliðsins.
Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari, greindi frá því í byrjun febrúar að hann mun láta af störfum eftir Evrópumótið þegar samningur hans rennur út.
Hamrén kom Svíum á fimmta Evrópumótið í röð með því að leggja Dani í umspili um laust sæti á EM en þeir ásamt Íslendingum verða stolt Norðurlandanna í Frakklandi.
„Við fundum í febrúar og ræðum þá hver á að taka við. Það er listi klár en ég get ekki sagt meira en það,“ sagði Lars-Christer Olson, varaforseti sænska knattspyrnusambandsins, þegar greint var frá að Hamrén myndi hætta.
Janne Andersson er 53 ára gamall og hefur þjálfað IFK Norrköping frá 2011. Með liðinu spilar íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason en Andersson gerði liðið nokkuð óvænt að Svíþjóðarmeisturum á síðustu leiktíð. Andersson hefur áður þjálfað Örgryte, Halmstad, Laholm og Alets.
Sænska knattspyrnusambandið vildi ekki staðfesta fréttina, að því fram kemur að Fotbollskanalen, en tilkynnt verður um ráðningu hans bráðlega.
Þjálfari Arnórs Ingva tekur við Svíum eftir EM
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti





Bayern varð sófameistari
Fótbolti