Við lofum að ljúga ekki að áhorfendum Magnús Guðmundsson skrifar 6. apríl 2016 11:00 Kapparnir í Of Miles and Men eru klárir í skemmtilegheitin í Hörpu í kvöld. Á tónleikum Múlans í Björtuloftum í Hörpu í kvöld kemur fram hljómsveitin Of Miles and Men. Hljómsveitin mun leika nokkur af uppáhaldslögum sínum af löngum og glæstum ferli trompetleikarans Miles Davis. Trompet- og flügelhornleikararnir Ari Bragi Kárason og Snorri Sigurðarson fara fyrir fríðum flokki en ásamt þeim skipa hljómsveitina Kjartan Valdemarsson á Fender Rhodes, Róbert Þórhallsson á holbola-lággígju og Einar Scheving á trommur. „Ég veit ekki hvort það er til nokkur djassleikari sem er undanskilinn því að vera Miles Davis aðdáandi,“ segir Einar Scheving og bætir við að hann hafi að minnsta kosti ekki hitt hann enn sem komið er og eigi ekki von á því að það gerist. „Ég fékk bara þessa hugmynd að hóa þessum mannskap saman og katalógurinn sem liggur eftir Miles Davis er svo gríðarlegur að það var aldrei neitt markmið annað en að hafa gaman og að leika okkur eitthvað með þetta allt saman. Við ákváðum samt að fara þá leið að vera með ákveðið konsept, þó að Miles hafi alltaf spilað á trompet þá ákváðum við að trompetleikararnir okkar myndu báðir spila á flügelhorn og skilja trompetinn eftir heima. Málið er að þetta eru fyrst og fremst menn að leika sér og sýna Miles virðingu fremur en að vera eitthvað að fara í spor þessa mikla meistara. Við erum ekkert að fara að spila Kind of Blue eins og Miles spilaði. En það má kannski líka segja að það sé í eðli djasstónlistarmannsins að leika sér og það er ekki síst viðeigandi í þessum virðingarvotti við Miles Davis vegna þess að hann nennti aldrei að staldra við.Miles Davis var einstakur áhrifavaldur í djasstónlistinni á löngum ferli.Þetta er maður sem var þungavigtarmaður í framþróun djassins og skapaði nokkra stíla. Hann var brautryðjandi, Kind of Blue var tímamótaplata sem dæmi í svokölluðum modal djassi þar sem menn fóru að fækka hljómunum og líka í cool djassinum þar áður og svo fusion þar sem hann var orðinn alveg elektrónískur. Undir lokin á ferlinum var hann svo meira að segja farinn að spila popplög eins og Human Nature, Michael Jackson og Time After Time með Cindy Lauper. Þannig að við erum að fara alveg frá einhverjum gömlum djasshundum yfir í popplög. Þetta er maður sem spilaði bebop með Charlie Parker um 1944 til 1945 og var að þróa sína tónlist allan sinn feril en hann lést 1991.“ Það mætti halda að það hafi verið erfitt fyrir tónlistarmennina að ákveða hvernig þeir ætluðu að meðhöndla þetta mikla höfundarverk en Einar segir að þeir hafi nú verið ósköp rólegir yfir því. „Við hittumst yfir kaffibolla, töluðum um hvaða lög við fíluðum og skiptum á milli okkar að útsetja, æfðum sáralítið og svo bara vonum við það besta. En núna þegar pólitíkin alveg tröllríður samfélaginu þá getum við að minnsta kosti lofað því að við munum ekki ljúga að áhorfendum.“ Tónleikarnir hefjast kl. 21 í Björtuloftum Hörpu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á tónleikum Múlans í Björtuloftum í Hörpu í kvöld kemur fram hljómsveitin Of Miles and Men. Hljómsveitin mun leika nokkur af uppáhaldslögum sínum af löngum og glæstum ferli trompetleikarans Miles Davis. Trompet- og flügelhornleikararnir Ari Bragi Kárason og Snorri Sigurðarson fara fyrir fríðum flokki en ásamt þeim skipa hljómsveitina Kjartan Valdemarsson á Fender Rhodes, Róbert Þórhallsson á holbola-lággígju og Einar Scheving á trommur. „Ég veit ekki hvort það er til nokkur djassleikari sem er undanskilinn því að vera Miles Davis aðdáandi,“ segir Einar Scheving og bætir við að hann hafi að minnsta kosti ekki hitt hann enn sem komið er og eigi ekki von á því að það gerist. „Ég fékk bara þessa hugmynd að hóa þessum mannskap saman og katalógurinn sem liggur eftir Miles Davis er svo gríðarlegur að það var aldrei neitt markmið annað en að hafa gaman og að leika okkur eitthvað með þetta allt saman. Við ákváðum samt að fara þá leið að vera með ákveðið konsept, þó að Miles hafi alltaf spilað á trompet þá ákváðum við að trompetleikararnir okkar myndu báðir spila á flügelhorn og skilja trompetinn eftir heima. Málið er að þetta eru fyrst og fremst menn að leika sér og sýna Miles virðingu fremur en að vera eitthvað að fara í spor þessa mikla meistara. Við erum ekkert að fara að spila Kind of Blue eins og Miles spilaði. En það má kannski líka segja að það sé í eðli djasstónlistarmannsins að leika sér og það er ekki síst viðeigandi í þessum virðingarvotti við Miles Davis vegna þess að hann nennti aldrei að staldra við.Miles Davis var einstakur áhrifavaldur í djasstónlistinni á löngum ferli.Þetta er maður sem var þungavigtarmaður í framþróun djassins og skapaði nokkra stíla. Hann var brautryðjandi, Kind of Blue var tímamótaplata sem dæmi í svokölluðum modal djassi þar sem menn fóru að fækka hljómunum og líka í cool djassinum þar áður og svo fusion þar sem hann var orðinn alveg elektrónískur. Undir lokin á ferlinum var hann svo meira að segja farinn að spila popplög eins og Human Nature, Michael Jackson og Time After Time með Cindy Lauper. Þannig að við erum að fara alveg frá einhverjum gömlum djasshundum yfir í popplög. Þetta er maður sem spilaði bebop með Charlie Parker um 1944 til 1945 og var að þróa sína tónlist allan sinn feril en hann lést 1991.“ Það mætti halda að það hafi verið erfitt fyrir tónlistarmennina að ákveða hvernig þeir ætluðu að meðhöndla þetta mikla höfundarverk en Einar segir að þeir hafi nú verið ósköp rólegir yfir því. „Við hittumst yfir kaffibolla, töluðum um hvaða lög við fíluðum og skiptum á milli okkar að útsetja, æfðum sáralítið og svo bara vonum við það besta. En núna þegar pólitíkin alveg tröllríður samfélaginu þá getum við að minnsta kosti lofað því að við munum ekki ljúga að áhorfendum.“ Tónleikarnir hefjast kl. 21 í Björtuloftum Hörpu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira