Kínverskur ofurrafmagnsbíll Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 15:50 BAIC ofurrafmagnsbíllinn. Það er ekki bara Porsche, króatíski rafmagnsbílaframleiðandinn Rimac, Faraday Future og Koenigsegg sem vinna nú að ofuröflugum rafmagnsbílum. Fréttir herma að kínverski bílaframleiðandinn BAIC muni kynna einn slíkan í Peking seinna í þessum mánuði og mynd af honum sést hér að ofan. Þessi bíll er minna en 3 sekúndur í hundraðið og er með hámarkshraðann 257 km/klst. Drægni bílsins er 300 km, svo þar slær hann ef til vill við fáum öðrum nýjum rafmagnsbílum. BAIC hefur sagt að hér sé ekki á ferðinni einhver tilraunabíll heldur bíll sem fjöldaframleiddur verður. BAIC er einn af stærstu bílaframleiðendum í Kína og á meðal annars í samstarfi við Mercedes Benz og Hyundai, þó svo hvorugt fyrirtækjanna eigi neinn þátt í þróun þessa ofurrafmagnsbíls. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent
Það er ekki bara Porsche, króatíski rafmagnsbílaframleiðandinn Rimac, Faraday Future og Koenigsegg sem vinna nú að ofuröflugum rafmagnsbílum. Fréttir herma að kínverski bílaframleiðandinn BAIC muni kynna einn slíkan í Peking seinna í þessum mánuði og mynd af honum sést hér að ofan. Þessi bíll er minna en 3 sekúndur í hundraðið og er með hámarkshraðann 257 km/klst. Drægni bílsins er 300 km, svo þar slær hann ef til vill við fáum öðrum nýjum rafmagnsbílum. BAIC hefur sagt að hér sé ekki á ferðinni einhver tilraunabíll heldur bíll sem fjöldaframleiddur verður. BAIC er einn af stærstu bílaframleiðendum í Kína og á meðal annars í samstarfi við Mercedes Benz og Hyundai, þó svo hvorugt fyrirtækjanna eigi neinn þátt í þróun þessa ofurrafmagnsbíls.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent