Ömurlegt aprílgabb: Messi til Real Madrid á 500 milljónir evra Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 08:15 Lionel Messi verður áfram hjá Barca. Engar áhyggjur. vísir/getty Sprellidagur ársins er runninn upp, fyrsti dagur apríl mánaðar. Í dag verður reynt að gabba hálfa heimsbyggðina með allskonar sprelli og eru íþróttirnar engin undantekning. Hinn risastóri knattspyrnuvefur Goal.com, sem milljónir heimsækja á hverjum degi, ákváð t.a.m. að bjóða upp á eitt ömurlegasta aprílgabb sögunnar. Í frétt miðilsins, sem birtist rétt eftir miðnætti, segir að Real Madrid sé búið að ganga frá kaupum á Lionel Messi. Real Madrid borgar Barcelona riftunarverð Messi sem eru 250 milljónir evra og annað eins í umboðslaun og bónusa. Heildarupphæðin er 500 milljónir evra eða 70 milljarðar íslenskra króna. „Barclona gat ekki borgað mér það sem ég vildi út af „Financial Fair Play“. Ég mældi með að félagið myndi fjármagna samninginn minn með því að selja Nývang en félagið vildi frekar selja mig. Þegar ég frétti það var ég niðurbrotinn og þar með var sambandinu lokið,“ er haft eftir Messi. „Maður eins og ég á að eiga 2000 metra snekkju sem er alltaf í gangi með fullt af starfsfólki eins og Roman Abramovich. Kostnaðurinn við að halda svoleiðis snekkju gangandi er svo mikill að ég verð að fá 50 milljónir evra eftir skatt í laun á ári. Er það til of mikils ætlast,“ segir Messi. Eða þannig. Farið er svo í enn meira sprell þar sem kemur fram að Gerard Pique hafi alltaf unnið Messi í tölvuleiknum FIFA sem honum fannst ekkert sniðugt. Búið er að fótósjoppa mynd af Messi í treyju Real Madrid fyrir gabbið sem má sjá í heild sinni hér. Aprílgabb Spænski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Sprellidagur ársins er runninn upp, fyrsti dagur apríl mánaðar. Í dag verður reynt að gabba hálfa heimsbyggðina með allskonar sprelli og eru íþróttirnar engin undantekning. Hinn risastóri knattspyrnuvefur Goal.com, sem milljónir heimsækja á hverjum degi, ákváð t.a.m. að bjóða upp á eitt ömurlegasta aprílgabb sögunnar. Í frétt miðilsins, sem birtist rétt eftir miðnætti, segir að Real Madrid sé búið að ganga frá kaupum á Lionel Messi. Real Madrid borgar Barcelona riftunarverð Messi sem eru 250 milljónir evra og annað eins í umboðslaun og bónusa. Heildarupphæðin er 500 milljónir evra eða 70 milljarðar íslenskra króna. „Barclona gat ekki borgað mér það sem ég vildi út af „Financial Fair Play“. Ég mældi með að félagið myndi fjármagna samninginn minn með því að selja Nývang en félagið vildi frekar selja mig. Þegar ég frétti það var ég niðurbrotinn og þar með var sambandinu lokið,“ er haft eftir Messi. „Maður eins og ég á að eiga 2000 metra snekkju sem er alltaf í gangi með fullt af starfsfólki eins og Roman Abramovich. Kostnaðurinn við að halda svoleiðis snekkju gangandi er svo mikill að ég verð að fá 50 milljónir evra eftir skatt í laun á ári. Er það til of mikils ætlast,“ segir Messi. Eða þannig. Farið er svo í enn meira sprell þar sem kemur fram að Gerard Pique hafi alltaf unnið Messi í tölvuleiknum FIFA sem honum fannst ekkert sniðugt. Búið er að fótósjoppa mynd af Messi í treyju Real Madrid fyrir gabbið sem má sjá í heild sinni hér.
Aprílgabb Spænski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira