Af flugvellinum fóru þau á 101 hótel en í eftirmiðdaginn héldu þau út á land. Dagurinn í gær var viðburðaríkur og héldu hjónin á Friðheima, skammt frá Selfossi, áður en þau fóru að skoða Gullfoss og Geysi.
Kourtney Kardashian, systir Kim, á afmæli í dag og var haldið upp á það á Grillmarkaðnum og 101 Hótel í gærkvöldi. Hún er 37 ára í dag.
Eftir að hópurinn hafði borðað saman og sungið afmælissönginn fyrir Kourtney Kardashian var förinni haldið á barinn á 101 og þar var djammað vel fram á nótt. Kourtney skellti sér bakvið barborðið og hellti í drykki fyrir liðið og virtist standa sig vel.
Fjölmargar myndir hafa komið fram af kvöldinu á samfélagsmiðlunum og má sjá myndband af afmælisfjöri Kourtney í gærkvöldi.