„Ég spurði dómaranna einnar spurningar og það eru myndbandsupptökur sem staðfesta það. Síðan verður aganefndin og dómararnir að svara fyrir restina,“ sagði Einar við Vísi fyrr í dag en hver var þessi spurning?
„Ég spurði dómarana af því af hverju þeir hefðu sett höndina upp eftir fimm sekúndur í lokasókn okkar. Ég fékk svar. Var ekki ánægður með svarið en lét gott heita og labbaði burt. Það voru mín einu samskipti við dómarana.“
Nú má sjá myndbandið sem Einar Andri er að tala um, en vefsíðan Fimmeinn.is birtir það. Hér að neðan má sjá myndbandið og er spurning hvort þetta sé nóg til að fara í leikbann.
Sjón er sögu ríkari.