Og píanóið hló og hló Jónas Sen skrifar 16. apríl 2016 09:30 Peter Ablinger á sviðinu í Hörpu. Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Peter Ablinger í flutningi hans sjálfs auk Tinnu Þorsteinsdóttur og Berglindar Maríu Tómasdóttur. Norðurljós í Hörpu Miðvikudaginn 15. apríl Ég held að ég hafi fyrst heyrt talandi píanó þegar Sarah Palin kom fram á sjónarsviðið. Einhver náungi hafði skráð niður alla tónana sem mynduðust þegar hún talaði og spilaði þá á píanó. Þetta mátti heyra á YouTube. Það var mjög fyndið. Svipað var uppi á teningnum á tónleikum á Tectonics hátíðinni í Norðurljósum á fimmtudagskvöldið. Þar var flutt verkið Voices and Piano eftir Peter Ablinger. Í hátölurum mátti heyra í nafntoguðum einstaklingum á borð við Móður Teresu. Á meðan lék Tinna Þorsteinsdóttir á píanó og líkti eftir talinu. Hún gerði það sérlega vel. Meira að segja þegar Móðir Teresa hló! Það eru ótrúlega margir tónar sem talandi rödd framkallar, og mikill hraði á þeim. Leikur Tinnu var lipur og þægilega mjúkur, hann féll prýðilega að því sem heyrðist úr hátölurunum hverju sinni. Ef einhver skyldi halda að Ablinger hafi skrifað allt saman niður á blað eins og tónskáld gerðu í gamla daga, þá er það örugglega ekki þannig. Í forritum eins og Ableton Live má auðveldlega umbreyta hljóðupptöku í svokallaða midi-skrá. Svo er hægt að opna midi-skrána í nótnaskriftarforritinu Sibelius, sem breytir henni í hefðbundnar nótur á svipstundu. Sköpun tónlistarinnar var því ekkert kraftaverk; galdurinn fólst fyrst og fremst í flutningnum, sem Tinna hafði fullkomlega á valdi sínu. Það var hann sem gerði músíkina að því sem hún var. Öll tónlistin á tónleikunum var eftir Ablinger, sem var nokkuð áberandi á Tectonics í ár. Eftir að Tinna hafði spilað gekk Berglind María Tómasdóttir flautuleikari upp á svið. Hún blés í flautuna og bjó til suð í leiðinni, væntanlega með hjálp míkrófóns. Þetta var stuttur gerningur, aðeins nokkrir langir tónar sem voru áferðarfallegir en skildu ekki mikið eftir sig. Mun áhugaverðara var síðasta verkið, en þar kom tónskáldið sjálft fram og settist við hljómborð. Hann líkti eftir bresku ríkisútvarpsklukkunni, sem segir manni hvað klukkan er, rétt eins og þegar hringt er í 155 hér á landi. Í bresku útgáfunni er sagt „við þriðja tón verður klukkan 18.50 og 30 sekúndur.“ Svo heyrast þrír tónar. Þannig heldur það áfram. Ablinger fór með þennan texta og lék stutta hljóma undir eigin tali. Hann sagði fólki hvað klukkan var á tíu sekúndna fresti – í næstum hálftíma! Nú mætti kalla gerninginn öllum illum nöfnum, segja að hann hefði verið tilgangslaus, langdreginn og kjánalegur. En svo undarlega sem það hljómar þá var hann það ekki. Einhver sérstæð fegurð var í þessum einföldu tónahendingum sem Ablinger lék á hljómborðið. Sífelld endurtekningin skapaði andrúmsloft tímaleysis, þetta var eilífðin holdi klædd – ef svo má að orði komast. Hún var alls ekki svæfandi, þvert á móti var maður furðulega mikið vakandi eftir tónleikana. Það var eins og að taka þátt í gjörhyglisæfingu, og fá beint í æð það sem mystíkerinn Sigvaldi Hjálmarsson kallaði „hið eldhvassa, hárskarpa NÚ“. Óneitanlega er hægt að gera margt vitlausara.Niðurstaða: Fíngerður, fimur píanóleikur var skemmtilegur og sífelld endurtekning var notalega tímalaus.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Peter Ablinger í flutningi hans sjálfs auk Tinnu Þorsteinsdóttur og Berglindar Maríu Tómasdóttur. Norðurljós í Hörpu Miðvikudaginn 15. apríl Ég held að ég hafi fyrst heyrt talandi píanó þegar Sarah Palin kom fram á sjónarsviðið. Einhver náungi hafði skráð niður alla tónana sem mynduðust þegar hún talaði og spilaði þá á píanó. Þetta mátti heyra á YouTube. Það var mjög fyndið. Svipað var uppi á teningnum á tónleikum á Tectonics hátíðinni í Norðurljósum á fimmtudagskvöldið. Þar var flutt verkið Voices and Piano eftir Peter Ablinger. Í hátölurum mátti heyra í nafntoguðum einstaklingum á borð við Móður Teresu. Á meðan lék Tinna Þorsteinsdóttir á píanó og líkti eftir talinu. Hún gerði það sérlega vel. Meira að segja þegar Móðir Teresa hló! Það eru ótrúlega margir tónar sem talandi rödd framkallar, og mikill hraði á þeim. Leikur Tinnu var lipur og þægilega mjúkur, hann féll prýðilega að því sem heyrðist úr hátölurunum hverju sinni. Ef einhver skyldi halda að Ablinger hafi skrifað allt saman niður á blað eins og tónskáld gerðu í gamla daga, þá er það örugglega ekki þannig. Í forritum eins og Ableton Live má auðveldlega umbreyta hljóðupptöku í svokallaða midi-skrá. Svo er hægt að opna midi-skrána í nótnaskriftarforritinu Sibelius, sem breytir henni í hefðbundnar nótur á svipstundu. Sköpun tónlistarinnar var því ekkert kraftaverk; galdurinn fólst fyrst og fremst í flutningnum, sem Tinna hafði fullkomlega á valdi sínu. Það var hann sem gerði músíkina að því sem hún var. Öll tónlistin á tónleikunum var eftir Ablinger, sem var nokkuð áberandi á Tectonics í ár. Eftir að Tinna hafði spilað gekk Berglind María Tómasdóttir flautuleikari upp á svið. Hún blés í flautuna og bjó til suð í leiðinni, væntanlega með hjálp míkrófóns. Þetta var stuttur gerningur, aðeins nokkrir langir tónar sem voru áferðarfallegir en skildu ekki mikið eftir sig. Mun áhugaverðara var síðasta verkið, en þar kom tónskáldið sjálft fram og settist við hljómborð. Hann líkti eftir bresku ríkisútvarpsklukkunni, sem segir manni hvað klukkan er, rétt eins og þegar hringt er í 155 hér á landi. Í bresku útgáfunni er sagt „við þriðja tón verður klukkan 18.50 og 30 sekúndur.“ Svo heyrast þrír tónar. Þannig heldur það áfram. Ablinger fór með þennan texta og lék stutta hljóma undir eigin tali. Hann sagði fólki hvað klukkan var á tíu sekúndna fresti – í næstum hálftíma! Nú mætti kalla gerninginn öllum illum nöfnum, segja að hann hefði verið tilgangslaus, langdreginn og kjánalegur. En svo undarlega sem það hljómar þá var hann það ekki. Einhver sérstæð fegurð var í þessum einföldu tónahendingum sem Ablinger lék á hljómborðið. Sífelld endurtekningin skapaði andrúmsloft tímaleysis, þetta var eilífðin holdi klædd – ef svo má að orði komast. Hún var alls ekki svæfandi, þvert á móti var maður furðulega mikið vakandi eftir tónleikana. Það var eins og að taka þátt í gjörhyglisæfingu, og fá beint í æð það sem mystíkerinn Sigvaldi Hjálmarsson kallaði „hið eldhvassa, hárskarpa NÚ“. Óneitanlega er hægt að gera margt vitlausara.Niðurstaða: Fíngerður, fimur píanóleikur var skemmtilegur og sífelld endurtekning var notalega tímalaus.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög