Talið upp í ellefu Stefán Pálsson skrifar 17. apríl 2016 11:00 Í eftirminnilegasta atriði Spinal Tap (og þar með kvikmyndasögunnar) útskýrir einn rokkhundurinn fyrir furðulostnum viðmælanda að magnarinn hans sé ekki bara með stillingar frá núlli og upp í tíu, heldur alla leið upp í ellefu. Það sé augljóslega miklu betra. Margar kynslóðir hafa hlegið af flónsku tónlistarmannsins, en í orðum hans fólst þó sannleikskjarni. Það er stundum betra að komast upp í ellefu en tíu. Það sannaðist fyrir Alþingiskosningarnar 1991. Um þessar mundir fjargviðrast fólk yfir mögulegu offramboði forsetaefna og ekki er langt síðan stjórnlagaráð var valið á grunni mörghundruð manna kosninga. Fyrir árið 1991 höfðu kjósendur hins vegar vanist því að framboðslistar í Alþingis- og sveitarstjórnarkosningum væru sex að hámarki: fjórir til fimm hefðbundnir stjórnmálaflokkar og svo kannski eitt vonlítið smáframboð til viðbótar. En þetta vorið kom í ljós að ýmsir gengu með þingmanninn í maganum, hvergi þó fleiri en í Reykjaneskjördæminu gamla þar sem ellefu framboðslistar komu fram. Þetta var þeim mun ergilegra í ljósi þess að nýbúið var að kaupa fokdýrt tölvukerfi til að halda utan um úrslitin og kerfið taldi bara upp í tíu! Vegna þessa aukakostnaðar sem af flokkafarganinu hlaust, var óvenju mikill pirringur í garð „litlu“ framboðanna og fulltrúar þeirra máttu jafnvel sæta því í viðtölum að svara fyrir það hversu dýr þau yrðu þjóðarbúinu. Mestar skammir hlutu þó fulltrúar eina framboðsins sem fjölmiðlar skilgreindu sem grínframboð. Meira um það síðar.Allir í bátanaÞað var ekki bara ergelsi vegna tölvukerfa sem ekki drifu upp í ellefu sem lá að baki neikvæðu umræðunni um smáframboðin. Fjölmiðlamenn börmuðu sér yfir að þurfa að sinna allri þessari flokkaflóru og sagt var að sjónvarpskappræður yrðu hreinn skrípaleikur með heilt fótboltalið sitjandi fyrir svörum. Davíð Oddsson oddviti Sjálfstæðismanna vakti þannig mikla reiði litlu flokkanna þegar hann talaði um skrumskælingu lýðræðisins og mótmælti því að flokkur á borð við Sjálfstæðisflokkinn ætti að fá jafnlangan tíma til kynningar í Ríkissjónvarpinu og Flokkur mannsins. Þá reifaði hann hugmyndir um að framboðum yrði gert að standa skil á tryggingarfé upp í kostnað ef þau næðu ekki lágmarksfjölda atkvæða. En hver voru öll þessi framboð og hvernig stóð á því að þau voru langflest í Reykjaneskjördæmi en ekki til dæmis í stærsta kjördæminu, Reykjavík? Jú, í hópnum voru vitaskuld flokkarnir fimm sem enduðu á að skipa Alþingi kjörtímabilið 1991-95. Sjálfstæðismenn unnu mikinn sigur og fengu fimm af ellefu þingmönnum kjördæmisins. Alþýðuflokkurinn átti nokkur sterk vígi á svæðinu og náði þremur, en þau Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Anna Ólafsdóttir Björnsson tóku hvert sitt sætið fyrir Framsókn, Alþýðubandalag og Kvennalista. Kvennalistinn var minnstur stóru flokkanna með 7% fylgi. Það var þó tvöfalt meira en hin framboðið sex hlutu samanlagt. Þar voru þó engir aukvisar innanborðs. Til dæmis var sitjandi ráðherra í oddvitasæti F-lista Frjálslyndra, umhverfisráðherrann Júlíus Sólnes. Frjálslyndir voru að stofni til skipaðir félögum úr Borgaraflokknum sem unnið hafði stórsigur í kosningunum fjórum árum fyrr undir forystu Alberts Guðmundssonar. Albert hvarf þó fljótlega á braut, flokkurinn gekk til liðs við vinstristjórn Steingríms Hermannsonar og klofnaði í kjölfarið.Skattar, kvótar og fóstureyðingarEftir að hafa varla komist á blað í fylgiskönnunum allt kjörtímabilið var framboð gömlu Borgaraflokksmannanna nokkur fífldirfska, þótt undir nýju nafni væri og árangurinn eftir því eða 0,6% á landsvísu. Slagorð framboðsins voru „athafnafrelsi, mildi og mannúð“. Stefnumálin voru margvísleg og fjölluðu mikið um skattleysismörk og prósentu á matarskatti, sem hvort tveggja var mikið til umræðu um þær mundir. Þá lögðu einhverjir frambjóðendur áherslu á að endurskoða þyrfti fóstureyðingalöggjöfinni, með þeim rökum að meirihluti kvenna sem færi í fóstureyðingu gerðu það í raun ekki sjálfviljugar! Þótt Frjálslyndir væru ekki stór flokkur, má segja að þeim hafi samt tekist að klofna. Heimastjórnarsamtökin voru skipuð einstaklingum sem stefnt höfðu að sameiginlegu framboði með Frjálslyndum en samningar tókust ekki. Var fyrir vikið grunnt á því góða milli framboðanna tveggja og áttu fulltrúar þeirra til að senda hver öðrum tóninn í kappræðum. Eins og nafnið gefur til kynna, höfðu Heimastjórnarmenn þyngstar áhyggjur af því að fullveldi landsins stæði ógn af Evrópubandalaginu. Andstaðan við fyrirhugaðan samning um evrópska efnahagssvæðið var kjarninn í stefnunni, en einnig lagði hreyfingin mikla áherslu á byggðakvóta bæði í landbúnaði og sjávarútvegi á þann hátt að kvótum væri úthlutað til einstakra héraða. Heimastjórnarsamtökunum mistókst að ná fram lista í Vestfjarðakjördæmi, sem reyndist dýrkeypt. Ríkisútvarpið setti þá reglu að einungis hreyfingar með lista í öllum kjördæmum fengju fulltrúa í leiðtogakappræðunum. Freistuðu Heimastjórnarmenn þess að fá kosningarnar ógildar og endurteknar á þessum grunni, en höfðu ekki erindi sem erfiði enda með innan við þúsund atkvæði á landsvísu.Enga herskylduKosningabandalag Þjóðarflokksins og Flokks mannsins náði hins vegar listum í öllum kjördæmum og fékk því sæti í sjónvarpssal. Í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi voru húmanistar úr Flokki mannsins fyrirferðarmestir í framboðinu en annars staðar var Þjóðarflokksfólk í forystu. Stefna Þjóðarflokksins gekk einkum út á að rétta hlut landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborginni. Langbestum árangri náði framboðið í Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem Árni Steinar Jóhannsson, síðar þingmaður VG, hlaut 6,7% atkvæða. Í Reykjaneskjördæmi náði fylgið hins vegar ekki einu prósenti. Z-listi Græns framboðs var aðeins í boði í Reykjavík og Reykjanesi. Aðstandendur þess voru yfirleitt kornungt fólk sem fylgst hafði með uppgangi græningjaflokka í Evrópu. Græningjar voru harðir á móti álveri á Keilisnesi sem mikið var í umræðunni, en bentu þess í stað ferðamannaiðnað og vatnsútflutning sem lausnir í atvinnumálum. Framboðið gagnrýndi þá afturför sem fælist í að óendurnýtanlegar umbúðir, svo sem fyrir gosdrykki, hefðu verið leyfðar. Þá voru friðaráherslur áberandi í stefnuskránni. Þannig vildi hreyfingin að Íslendingar tækju einarða afstöðu gegn Persaflóastríðinu sem þá stóð yfir og benti á þá brotalöm í stjórnarskránni að hún gerði ráð fyrir að taka mætti upp herskyldu á ófriðartímum. Ekki gáfu þessi góðu stefnumál þó nema 112 atkvæði í kjördæminu, eða allnokkru færri en fjöldi meðmælenda.Aðeins of seintTíundi var Verkamannaflokkur Íslands, sem bauð fram nálega fyrir slysni. Eða öllu heldur – listanum í Reykjaneskjördæmi hafði einkum verið ætlað að styðja við framboðið í Reykjavík sem aldrei varð að veruleika. Verkamannaflokkurinn var að mestu skipaður mönnum sem reynt höfðu að fá Jóhannes Guðnason (kunnasta fóðurbílstjóra landsins) kjörinn formann verkamannafélagsins Dagsbrúnar nokkru fyrr. Hópurinn hafði mikil tengsl við Alþýðuflokkinn og tók þátt í smölum fyrir Össur Skarphéðinsson í prófkjöri fyrr um veturinn, að því er virtist í von um að fá að stofna verkalýðsráð innan flokksins með launuðum starfsmanni. Þegar það gekk ekki eftir var ákveðið að stofna flokk, helst með Jóhannes sem oddvita. Jóhannes kærði sig ekki um að yfirgefa Alþýðuflokkinn, en þá var of seint að hætta við. Framboðslista var púslað saman og skilað til kjörstjórnar í Reykjavík… sjö mínútum of seint. Fréttastofur beggja sjónvarpsstöðva smjöttuðu á ógæfu umboðsmanns framboðsins, sem hefði með klaufaskap kostað listann sinn framboðsréttinn. Kjörstjórn ákvað að líta í gegnum fingur sér, en í ljós kom að meðmælendur voru hvort sem er ekki nógu margir. Ellefta og síðasta framboðið í Reykjaneskjördæmi var það sem mest var skammað fyrir framhleypnina. Engu að síður fékk T-listi Öfgasinnaðra jafnaðarmanna mest fylgi allra smáframboðanna, 459 atkvæði eða 1,2%. Öfgasinnarnir féllu rækilega á Bechtel-prófinu, en á lista þeirra var ekki að finna eina einustu konu. Frambjóðendurnir voru flestir á svipuðum aldri, búsettir í Keflavík eða nágrenni og margir grunaðir um tengsl við Alþýðubandalagið, en þó litlir aðdáendur Ólafs Ragnars. Var enda eitt af stefnumálum hreyfingarinnar að stemma stigu við innflutningi vestfirskra stjórnmálamanna til kjördæmisins. Háskólaneminn Guðmundur Brynjólfsson, síðar rithöfundur, var í toppsætinu. Í stað þess að blása til prófkjörs var röð frambjóðenda ákveðin eftir því hvenær þeir mættu í stofnfundargleðina. Þar hafði Guðmundur ákveðið forskot – partíið var haldið heima hjá honum.Öfgar göfgaÞað var ekki bara nafn Öfgasinnaðra jafnaðarmanna sem var hnyttið. Stefnuskráin var stútfull af bröndurum á kostnað stjórnmálastéttarinnar. Umræðan um Keilisnesálverið, sem kratinn Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra talaði sem mest fyrir (annar vestfirskur stjórnmálamaður í kjördæminu), var afgreidd með því að krefjast þess að settur yrði vothreinsibúnaður á Jón sjálfan svo hann hætti þessu álversrugli. Þess í stað vildu flokksmenn efla landbúnað á Reykjanesskaga. Í samgöngumálum yfirtrompuðu öfgasinnarnir loforð hinna flokkanna um tvöföldum Reykjanesbrautar með því að heimta sexföldun, auk þess sem vatnsrennibraut yrði lögð milli Snæfellsness og Keflavíkur, sem gagnast myndi til fiskútflutnings. Utanríkismálastefna framboðsins byggði á stuðning við allar undirokaðar þjóðir. Í því skyni vildu flokksmenn efna til golfmóts á Íslandi og bjóða þangað kúguðum indíánum frá Montreal í Kanada. Oddvitar flokksins höfnuðu því alfarið að um grínframboð væri að ræða – raunar væru allir hinir flokkarnir grínframboð. Sjálfir hefðu þeir afdráttarlausa stefnu í öllum málaflokkum, sem þó mætti að sjálfsögðu fórna á altari bitlinganna! Og þið sem hélduð að Besti flokkurinn í Reykjavík hefði verið ferskur og frumlegur? Ónei, Keflvíkingarnir í Öfgasinnuðu jafnaðarmönnunum sögðu þetta allt fyrir löngu – og lofuðu að auki að hefja á ný framleiðslu á Spuri og Miranda-appelsíni. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í eftirminnilegasta atriði Spinal Tap (og þar með kvikmyndasögunnar) útskýrir einn rokkhundurinn fyrir furðulostnum viðmælanda að magnarinn hans sé ekki bara með stillingar frá núlli og upp í tíu, heldur alla leið upp í ellefu. Það sé augljóslega miklu betra. Margar kynslóðir hafa hlegið af flónsku tónlistarmannsins, en í orðum hans fólst þó sannleikskjarni. Það er stundum betra að komast upp í ellefu en tíu. Það sannaðist fyrir Alþingiskosningarnar 1991. Um þessar mundir fjargviðrast fólk yfir mögulegu offramboði forsetaefna og ekki er langt síðan stjórnlagaráð var valið á grunni mörghundruð manna kosninga. Fyrir árið 1991 höfðu kjósendur hins vegar vanist því að framboðslistar í Alþingis- og sveitarstjórnarkosningum væru sex að hámarki: fjórir til fimm hefðbundnir stjórnmálaflokkar og svo kannski eitt vonlítið smáframboð til viðbótar. En þetta vorið kom í ljós að ýmsir gengu með þingmanninn í maganum, hvergi þó fleiri en í Reykjaneskjördæminu gamla þar sem ellefu framboðslistar komu fram. Þetta var þeim mun ergilegra í ljósi þess að nýbúið var að kaupa fokdýrt tölvukerfi til að halda utan um úrslitin og kerfið taldi bara upp í tíu! Vegna þessa aukakostnaðar sem af flokkafarganinu hlaust, var óvenju mikill pirringur í garð „litlu“ framboðanna og fulltrúar þeirra máttu jafnvel sæta því í viðtölum að svara fyrir það hversu dýr þau yrðu þjóðarbúinu. Mestar skammir hlutu þó fulltrúar eina framboðsins sem fjölmiðlar skilgreindu sem grínframboð. Meira um það síðar.Allir í bátanaÞað var ekki bara ergelsi vegna tölvukerfa sem ekki drifu upp í ellefu sem lá að baki neikvæðu umræðunni um smáframboðin. Fjölmiðlamenn börmuðu sér yfir að þurfa að sinna allri þessari flokkaflóru og sagt var að sjónvarpskappræður yrðu hreinn skrípaleikur með heilt fótboltalið sitjandi fyrir svörum. Davíð Oddsson oddviti Sjálfstæðismanna vakti þannig mikla reiði litlu flokkanna þegar hann talaði um skrumskælingu lýðræðisins og mótmælti því að flokkur á borð við Sjálfstæðisflokkinn ætti að fá jafnlangan tíma til kynningar í Ríkissjónvarpinu og Flokkur mannsins. Þá reifaði hann hugmyndir um að framboðum yrði gert að standa skil á tryggingarfé upp í kostnað ef þau næðu ekki lágmarksfjölda atkvæða. En hver voru öll þessi framboð og hvernig stóð á því að þau voru langflest í Reykjaneskjördæmi en ekki til dæmis í stærsta kjördæminu, Reykjavík? Jú, í hópnum voru vitaskuld flokkarnir fimm sem enduðu á að skipa Alþingi kjörtímabilið 1991-95. Sjálfstæðismenn unnu mikinn sigur og fengu fimm af ellefu þingmönnum kjördæmisins. Alþýðuflokkurinn átti nokkur sterk vígi á svæðinu og náði þremur, en þau Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Anna Ólafsdóttir Björnsson tóku hvert sitt sætið fyrir Framsókn, Alþýðubandalag og Kvennalista. Kvennalistinn var minnstur stóru flokkanna með 7% fylgi. Það var þó tvöfalt meira en hin framboðið sex hlutu samanlagt. Þar voru þó engir aukvisar innanborðs. Til dæmis var sitjandi ráðherra í oddvitasæti F-lista Frjálslyndra, umhverfisráðherrann Júlíus Sólnes. Frjálslyndir voru að stofni til skipaðir félögum úr Borgaraflokknum sem unnið hafði stórsigur í kosningunum fjórum árum fyrr undir forystu Alberts Guðmundssonar. Albert hvarf þó fljótlega á braut, flokkurinn gekk til liðs við vinstristjórn Steingríms Hermannsonar og klofnaði í kjölfarið.Skattar, kvótar og fóstureyðingarEftir að hafa varla komist á blað í fylgiskönnunum allt kjörtímabilið var framboð gömlu Borgaraflokksmannanna nokkur fífldirfska, þótt undir nýju nafni væri og árangurinn eftir því eða 0,6% á landsvísu. Slagorð framboðsins voru „athafnafrelsi, mildi og mannúð“. Stefnumálin voru margvísleg og fjölluðu mikið um skattleysismörk og prósentu á matarskatti, sem hvort tveggja var mikið til umræðu um þær mundir. Þá lögðu einhverjir frambjóðendur áherslu á að endurskoða þyrfti fóstureyðingalöggjöfinni, með þeim rökum að meirihluti kvenna sem færi í fóstureyðingu gerðu það í raun ekki sjálfviljugar! Þótt Frjálslyndir væru ekki stór flokkur, má segja að þeim hafi samt tekist að klofna. Heimastjórnarsamtökin voru skipuð einstaklingum sem stefnt höfðu að sameiginlegu framboði með Frjálslyndum en samningar tókust ekki. Var fyrir vikið grunnt á því góða milli framboðanna tveggja og áttu fulltrúar þeirra til að senda hver öðrum tóninn í kappræðum. Eins og nafnið gefur til kynna, höfðu Heimastjórnarmenn þyngstar áhyggjur af því að fullveldi landsins stæði ógn af Evrópubandalaginu. Andstaðan við fyrirhugaðan samning um evrópska efnahagssvæðið var kjarninn í stefnunni, en einnig lagði hreyfingin mikla áherslu á byggðakvóta bæði í landbúnaði og sjávarútvegi á þann hátt að kvótum væri úthlutað til einstakra héraða. Heimastjórnarsamtökunum mistókst að ná fram lista í Vestfjarðakjördæmi, sem reyndist dýrkeypt. Ríkisútvarpið setti þá reglu að einungis hreyfingar með lista í öllum kjördæmum fengju fulltrúa í leiðtogakappræðunum. Freistuðu Heimastjórnarmenn þess að fá kosningarnar ógildar og endurteknar á þessum grunni, en höfðu ekki erindi sem erfiði enda með innan við þúsund atkvæði á landsvísu.Enga herskylduKosningabandalag Þjóðarflokksins og Flokks mannsins náði hins vegar listum í öllum kjördæmum og fékk því sæti í sjónvarpssal. Í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi voru húmanistar úr Flokki mannsins fyrirferðarmestir í framboðinu en annars staðar var Þjóðarflokksfólk í forystu. Stefna Þjóðarflokksins gekk einkum út á að rétta hlut landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborginni. Langbestum árangri náði framboðið í Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem Árni Steinar Jóhannsson, síðar þingmaður VG, hlaut 6,7% atkvæða. Í Reykjaneskjördæmi náði fylgið hins vegar ekki einu prósenti. Z-listi Græns framboðs var aðeins í boði í Reykjavík og Reykjanesi. Aðstandendur þess voru yfirleitt kornungt fólk sem fylgst hafði með uppgangi græningjaflokka í Evrópu. Græningjar voru harðir á móti álveri á Keilisnesi sem mikið var í umræðunni, en bentu þess í stað ferðamannaiðnað og vatnsútflutning sem lausnir í atvinnumálum. Framboðið gagnrýndi þá afturför sem fælist í að óendurnýtanlegar umbúðir, svo sem fyrir gosdrykki, hefðu verið leyfðar. Þá voru friðaráherslur áberandi í stefnuskránni. Þannig vildi hreyfingin að Íslendingar tækju einarða afstöðu gegn Persaflóastríðinu sem þá stóð yfir og benti á þá brotalöm í stjórnarskránni að hún gerði ráð fyrir að taka mætti upp herskyldu á ófriðartímum. Ekki gáfu þessi góðu stefnumál þó nema 112 atkvæði í kjördæminu, eða allnokkru færri en fjöldi meðmælenda.Aðeins of seintTíundi var Verkamannaflokkur Íslands, sem bauð fram nálega fyrir slysni. Eða öllu heldur – listanum í Reykjaneskjördæmi hafði einkum verið ætlað að styðja við framboðið í Reykjavík sem aldrei varð að veruleika. Verkamannaflokkurinn var að mestu skipaður mönnum sem reynt höfðu að fá Jóhannes Guðnason (kunnasta fóðurbílstjóra landsins) kjörinn formann verkamannafélagsins Dagsbrúnar nokkru fyrr. Hópurinn hafði mikil tengsl við Alþýðuflokkinn og tók þátt í smölum fyrir Össur Skarphéðinsson í prófkjöri fyrr um veturinn, að því er virtist í von um að fá að stofna verkalýðsráð innan flokksins með launuðum starfsmanni. Þegar það gekk ekki eftir var ákveðið að stofna flokk, helst með Jóhannes sem oddvita. Jóhannes kærði sig ekki um að yfirgefa Alþýðuflokkinn, en þá var of seint að hætta við. Framboðslista var púslað saman og skilað til kjörstjórnar í Reykjavík… sjö mínútum of seint. Fréttastofur beggja sjónvarpsstöðva smjöttuðu á ógæfu umboðsmanns framboðsins, sem hefði með klaufaskap kostað listann sinn framboðsréttinn. Kjörstjórn ákvað að líta í gegnum fingur sér, en í ljós kom að meðmælendur voru hvort sem er ekki nógu margir. Ellefta og síðasta framboðið í Reykjaneskjördæmi var það sem mest var skammað fyrir framhleypnina. Engu að síður fékk T-listi Öfgasinnaðra jafnaðarmanna mest fylgi allra smáframboðanna, 459 atkvæði eða 1,2%. Öfgasinnarnir féllu rækilega á Bechtel-prófinu, en á lista þeirra var ekki að finna eina einustu konu. Frambjóðendurnir voru flestir á svipuðum aldri, búsettir í Keflavík eða nágrenni og margir grunaðir um tengsl við Alþýðubandalagið, en þó litlir aðdáendur Ólafs Ragnars. Var enda eitt af stefnumálum hreyfingarinnar að stemma stigu við innflutningi vestfirskra stjórnmálamanna til kjördæmisins. Háskólaneminn Guðmundur Brynjólfsson, síðar rithöfundur, var í toppsætinu. Í stað þess að blása til prófkjörs var röð frambjóðenda ákveðin eftir því hvenær þeir mættu í stofnfundargleðina. Þar hafði Guðmundur ákveðið forskot – partíið var haldið heima hjá honum.Öfgar göfgaÞað var ekki bara nafn Öfgasinnaðra jafnaðarmanna sem var hnyttið. Stefnuskráin var stútfull af bröndurum á kostnað stjórnmálastéttarinnar. Umræðan um Keilisnesálverið, sem kratinn Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra talaði sem mest fyrir (annar vestfirskur stjórnmálamaður í kjördæminu), var afgreidd með því að krefjast þess að settur yrði vothreinsibúnaður á Jón sjálfan svo hann hætti þessu álversrugli. Þess í stað vildu flokksmenn efla landbúnað á Reykjanesskaga. Í samgöngumálum yfirtrompuðu öfgasinnarnir loforð hinna flokkanna um tvöföldum Reykjanesbrautar með því að heimta sexföldun, auk þess sem vatnsrennibraut yrði lögð milli Snæfellsness og Keflavíkur, sem gagnast myndi til fiskútflutnings. Utanríkismálastefna framboðsins byggði á stuðning við allar undirokaðar þjóðir. Í því skyni vildu flokksmenn efna til golfmóts á Íslandi og bjóða þangað kúguðum indíánum frá Montreal í Kanada. Oddvitar flokksins höfnuðu því alfarið að um grínframboð væri að ræða – raunar væru allir hinir flokkarnir grínframboð. Sjálfir hefðu þeir afdráttarlausa stefnu í öllum málaflokkum, sem þó mætti að sjálfsögðu fórna á altari bitlinganna! Og þið sem hélduð að Besti flokkurinn í Reykjavík hefði verið ferskur og frumlegur? Ónei, Keflvíkingarnir í Öfgasinnuðu jafnaðarmönnunum sögðu þetta allt fyrir löngu – og lofuðu að auki að hefja á ný framleiðslu á Spuri og Miranda-appelsíni.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira