Endurkoma Liverpool gegn Dortmund í gær var kraftaverk en glöggir menn eru á því að kraftaverkin hafi verið fleiri á Anfield í gær.
Er Dejan Lovren skoraði dramatískt sigurmark í uppbótartíma gjörsamlega trylltist allt á Anfield.
Krafturinn á vellinum var ótrúlegur og svo ótrúlegur að fólk virtist standa upp úr hjólastólum fyrir aftan markið sem skorað var í.
Ef rýnt er í myndirnar virðist það aftur á móti vera aðstoðarfólk fólksins í hjólastólunum sem stendur upp.
Hægt er að sjá fólkið fyrir aftan markið á myndskeiðinu hér að ofan.
Stóðu menn upp úr hjólastólum á Anfield?
Tengdar fréttir

Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin
Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld.

Klopp sagði leikmönnunum að búa til góða sögu fyrir barnabörnin
Belginn Divock Origi skoraði fyrsta mark Liverpool af þeim fjórum sem liðið gerði í seinni hálfleik í endurkomusigri sínum á móti Borussia Dortmund í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Anfield í gærkvöldi.

Klopp: Dásamlegt kvöld
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir 4-3 sigur Rauða hersins á Borussia Dortmund í kvöld.