Hlín og Kalli Bjarni í ghetto fíling Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. apríl 2016 11:15 Steindi Jr. umsjónarmaður Ghetto betur Vísir/Stefán „Þetta er spurningaþáttur sem ég og Ólafur Thors vinur minn erum búnir að vera að semja. Við höfðum verið að hittast og semja spurningar saman upp á gamanið og ég prófaði í framhaldinu að hafa dagskrárlið á FM95BLÖ sem hét Ghetto betur og við uppgötvuðum í kjölfarið að þetta gæti verið mjög gott sjónvarp og höfðum samband við Lúðvík Pál Lúðvíksson, þá fóru hlutirnir að gerast,“ útskýrir Steindi. Dómnefnd þáttarins hefur vakið mikla athygli. „Ég fór að hugsa hver gæti verið dómari og stigavörður. Að sjálfsögðu kom enginn annar til greina en Hlín Einars sem dómari og Kalli Bjarni sem stigavörður,“ svarar Steindi spurður út í tilkomu dómnefndarinnar. En hvað um keppendurna? „Það verða þarna þjóðþekktir gestir sem munu keppa fyrir sitt bæjarfélag svipað og í Útsvari, en samt ekki. Liðin verða ekki föst í stúdíói, þetta er ekki hefðbundinn spurningaþáttur að því leyti. Það verða tveir ólíkir fulltrúar úr hverju bæjarfélagi og það mun reyna á samvinnuna. Ég mun fara út með liðin og láta þau leysa þrautir eins og t.d. að reyna að komast upp með að stela úr matvörubúð og fela lík. Svo mun ég heimsækja öll bæjarfélögin og skoða svolítið nýja hlið á þeim, sjá hvað er að gerast þar í raun og veru.“ „Það verður mikil stemming og læti í þættinum, María mun sjá um tónlistina. Hún er mikill rappaðdáandi og því kom aldrei neinn annar til greina í það hlutverk. Tónlistarmenn sem munu vera mjög mikið spilaðir þarna eru Onyx, DMX og Ol‘ Dirty Bastard. Ég sé fyrir mér að fólk skelli ódýrri kótelettu á grillið og sé í miklum fíling. Að fjölskyldan geti fengið sér snakk eins og lauk með köd og grill-kryddi fyrir framan skjáinn.“ Steindi vill ekki gefa meira upp því að hann segist ekki vera „skvíler“.Kalli Bjarni og Hlín Einars, dómarar Ghetto betur, í essinu sínuMynd/Arnþór BirkissonDómnefnd þáttarins skipa þau Hlín Einarsdóttir fjölmiðlakona, Kalli Bjarni, söngvari og Idol-stjarna, og María Guðmundsdóttir, Dj. Fréttablaðið ákvað að heyra í teyminu bak við þáttinn og reyna að fá nánari útskýringar á því hvert hlutverk þeirra verður í Ghetto betur. „Ég er stigavörður, ég veit ekki alveg hvað það þýðir en ég held bara að það sé teygjanlegt hugtak, hann er teygjanlegur í sinni sköpun hann Steindi,“ segir Kalli Bjarni um hlutverk sitt í Ghetto betur. „Ég verð þarna í bakgrunninum í ghetto fíling.“ „Ég er dómari, svona eins og í Gettu betur, og ef að það er eitthvert vafamál þá er leitað til mín. Þetta verða ég og Kalli Bjarni, thug life!“ útskýrir Hlín Einarsdóttir hlæjandi aðspurð út í aðkomu sína að þættinum. „Steindi kom bara til mín og bað mig að taka þátt í þessu og ég sagði auðvitað já. Mér finnst þetta ógeðslega fyndið og ég hef mikinn húmor fyrir þessu.“ „Ég veit nú bara mest lítið um þáttinn, annað en að ég á að vera einhver diskótekari, ég veit ekki einu sinni hvað þeir gera. Steindi hringdi í mig og bað mig að vera með, það er ekki annað hægt en að segja já við þennan öðling,“ segir María Guðmundsdóttir, Dj þáttarins. Ghetto betur Tengdar fréttir Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira
„Þetta er spurningaþáttur sem ég og Ólafur Thors vinur minn erum búnir að vera að semja. Við höfðum verið að hittast og semja spurningar saman upp á gamanið og ég prófaði í framhaldinu að hafa dagskrárlið á FM95BLÖ sem hét Ghetto betur og við uppgötvuðum í kjölfarið að þetta gæti verið mjög gott sjónvarp og höfðum samband við Lúðvík Pál Lúðvíksson, þá fóru hlutirnir að gerast,“ útskýrir Steindi. Dómnefnd þáttarins hefur vakið mikla athygli. „Ég fór að hugsa hver gæti verið dómari og stigavörður. Að sjálfsögðu kom enginn annar til greina en Hlín Einars sem dómari og Kalli Bjarni sem stigavörður,“ svarar Steindi spurður út í tilkomu dómnefndarinnar. En hvað um keppendurna? „Það verða þarna þjóðþekktir gestir sem munu keppa fyrir sitt bæjarfélag svipað og í Útsvari, en samt ekki. Liðin verða ekki föst í stúdíói, þetta er ekki hefðbundinn spurningaþáttur að því leyti. Það verða tveir ólíkir fulltrúar úr hverju bæjarfélagi og það mun reyna á samvinnuna. Ég mun fara út með liðin og láta þau leysa þrautir eins og t.d. að reyna að komast upp með að stela úr matvörubúð og fela lík. Svo mun ég heimsækja öll bæjarfélögin og skoða svolítið nýja hlið á þeim, sjá hvað er að gerast þar í raun og veru.“ „Það verður mikil stemming og læti í þættinum, María mun sjá um tónlistina. Hún er mikill rappaðdáandi og því kom aldrei neinn annar til greina í það hlutverk. Tónlistarmenn sem munu vera mjög mikið spilaðir þarna eru Onyx, DMX og Ol‘ Dirty Bastard. Ég sé fyrir mér að fólk skelli ódýrri kótelettu á grillið og sé í miklum fíling. Að fjölskyldan geti fengið sér snakk eins og lauk með köd og grill-kryddi fyrir framan skjáinn.“ Steindi vill ekki gefa meira upp því að hann segist ekki vera „skvíler“.Kalli Bjarni og Hlín Einars, dómarar Ghetto betur, í essinu sínuMynd/Arnþór BirkissonDómnefnd þáttarins skipa þau Hlín Einarsdóttir fjölmiðlakona, Kalli Bjarni, söngvari og Idol-stjarna, og María Guðmundsdóttir, Dj. Fréttablaðið ákvað að heyra í teyminu bak við þáttinn og reyna að fá nánari útskýringar á því hvert hlutverk þeirra verður í Ghetto betur. „Ég er stigavörður, ég veit ekki alveg hvað það þýðir en ég held bara að það sé teygjanlegt hugtak, hann er teygjanlegur í sinni sköpun hann Steindi,“ segir Kalli Bjarni um hlutverk sitt í Ghetto betur. „Ég verð þarna í bakgrunninum í ghetto fíling.“ „Ég er dómari, svona eins og í Gettu betur, og ef að það er eitthvert vafamál þá er leitað til mín. Þetta verða ég og Kalli Bjarni, thug life!“ útskýrir Hlín Einarsdóttir hlæjandi aðspurð út í aðkomu sína að þættinum. „Steindi kom bara til mín og bað mig að taka þátt í þessu og ég sagði auðvitað já. Mér finnst þetta ógeðslega fyndið og ég hef mikinn húmor fyrir þessu.“ „Ég veit nú bara mest lítið um þáttinn, annað en að ég á að vera einhver diskótekari, ég veit ekki einu sinni hvað þeir gera. Steindi hringdi í mig og bað mig að vera með, það er ekki annað hægt en að segja já við þennan öðling,“ segir María Guðmundsdóttir, Dj þáttarins.
Ghetto betur Tengdar fréttir Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira
Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15