Sparisjóður Austurlands kannar stöðu sína gagnvart Borgun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. apríl 2016 21:00 Útibú Sparisjóðs Austurlands á Norðfirði. mynd/kristín hávarðsdóttir - austurfrétt Sparisjóður Austurlands hefur falið lögfræðingi sjóðsins að skoða hvernig staðið var að sölu hlutabréfa sinna í Borgun og meta í kjölfarið hvort ástæða sé til að grípa til aðgerða. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá Sparisjóðnum sem send var út að loknum aðalfundi sjóðsins. Í árslok 2014 seldi sparisjóðurinn hlutabréf í Borgun til félags í eigu stjórnenda Borgunar. Hlutaféð nam 0,32 prósentum af heildarhlutafé félagsins og var verðið 22,2 milljónir króna. „Ef það upplýsingar sem fram hafa komið í fjölmiðlum undanfarið um virði Borgunar eru réttar gæti virði hlutar Sparisjóðsins á þessum tíma hafa verið umtalsvert hærri en 22,2 milljónir,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að hagnaður sjóðsins fyrir skatta og lögbundið fimm prósenta framlag til samfélagslegra verkefna hafi numið 36,2 milljónum króna. Hagnaður eftir skatta var 25,8 milljónir en það er talsvert lægri upphæð en gert var ráð fyrir. Á áætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir því að hagnaður muni nema um sextíu milljónum króna. Þá kemur einnig fram að viðskiptavinum sjóðsins hafi fjölgað mjög á síðasta ári og vikulega bætist í hóp þeirra. „Þetta er bæði innan fjórðungs, sem og annars staðar á landinu, og í mörgum tilfellum viðskiptavinir fyrrverandi sparisjóða sem vilja vera áfram í viðskiptum hjá sparisjóði.“ Borgunarmálið Tengdar fréttir FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11 Forstjóri Borgunar undrast boðaða málsókn Landsbankans Haukur hafnar því að stjórnendur Borgunar hafi leynt Landsbankann einhverjum upplýsingum í viðræðunum. 17. mars 2016 07:00 Telur bankaráð Landsbankans vanhæft til að ákveða málshöfðun Hæstaréttarlögmaður telur heppilegra að nýtt bankaráð Landsbankans eða Bankasýslan ákveði málshöfðun vegna sölunnar á 31 prósents hlut bankans í Borgun. Hagsmunir s 30. mars 2016 08:45 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Sparisjóður Austurlands hefur falið lögfræðingi sjóðsins að skoða hvernig staðið var að sölu hlutabréfa sinna í Borgun og meta í kjölfarið hvort ástæða sé til að grípa til aðgerða. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá Sparisjóðnum sem send var út að loknum aðalfundi sjóðsins. Í árslok 2014 seldi sparisjóðurinn hlutabréf í Borgun til félags í eigu stjórnenda Borgunar. Hlutaféð nam 0,32 prósentum af heildarhlutafé félagsins og var verðið 22,2 milljónir króna. „Ef það upplýsingar sem fram hafa komið í fjölmiðlum undanfarið um virði Borgunar eru réttar gæti virði hlutar Sparisjóðsins á þessum tíma hafa verið umtalsvert hærri en 22,2 milljónir,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að hagnaður sjóðsins fyrir skatta og lögbundið fimm prósenta framlag til samfélagslegra verkefna hafi numið 36,2 milljónum króna. Hagnaður eftir skatta var 25,8 milljónir en það er talsvert lægri upphæð en gert var ráð fyrir. Á áætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir því að hagnaður muni nema um sextíu milljónum króna. Þá kemur einnig fram að viðskiptavinum sjóðsins hafi fjölgað mjög á síðasta ári og vikulega bætist í hóp þeirra. „Þetta er bæði innan fjórðungs, sem og annars staðar á landinu, og í mörgum tilfellum viðskiptavinir fyrrverandi sparisjóða sem vilja vera áfram í viðskiptum hjá sparisjóði.“
Borgunarmálið Tengdar fréttir FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11 Forstjóri Borgunar undrast boðaða málsókn Landsbankans Haukur hafnar því að stjórnendur Borgunar hafi leynt Landsbankann einhverjum upplýsingum í viðræðunum. 17. mars 2016 07:00 Telur bankaráð Landsbankans vanhæft til að ákveða málshöfðun Hæstaréttarlögmaður telur heppilegra að nýtt bankaráð Landsbankans eða Bankasýslan ákveði málshöfðun vegna sölunnar á 31 prósents hlut bankans í Borgun. Hagsmunir s 30. mars 2016 08:45 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11
Forstjóri Borgunar undrast boðaða málsókn Landsbankans Haukur hafnar því að stjórnendur Borgunar hafi leynt Landsbankann einhverjum upplýsingum í viðræðunum. 17. mars 2016 07:00
Telur bankaráð Landsbankans vanhæft til að ákveða málshöfðun Hæstaréttarlögmaður telur heppilegra að nýtt bankaráð Landsbankans eða Bankasýslan ákveði málshöfðun vegna sölunnar á 31 prósents hlut bankans í Borgun. Hagsmunir s 30. mars 2016 08:45