Scott Eastwood í Fast 8 Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2016 13:19 Scott Eastwood er sonur Clint Eastwood. Það er væntanlega auðveldara að landa leikarahlutverki í Hollywood ef maður er sonur Clint Eastwood. Það er einmitt það sem Scott Eastwood hefur gert í tilvonandi næstu mynd í Fast & Furious kvikmyndaröðinni, en tökur á henni standa nú yfir hér á landi. Ekki liggur ljóst fyrir í hverskonar hlutverki Scott Eastwood verður en í einni Tweet-færslu er því haldið fram að hann verði einkonar lærlingur persónunnar Mr. Nobody sem Kurt Russell leikur. Það verður greinilega mikill leikarafans í nýju Fast & Furious myndinni því stutt er síðan greint var frá því að Charlize Theron myndi leika í henni. Paul Walker, sem lést áður en að tökum á sjöunda mynd Fast & Furious lauk var mikill vinur Scott Eastwood og ber Scott leikaranum látna afar vel söguna. Reyndar sagði Scott að Paul Walker hafi verið honum eins og stóri bróðir og að þeir hafi surfað saman og ferðast saman og að hann hafi haft mikil áhrif á sig og það til góðs. Því sé þetta nýja hlutverk hans eins og draumur að verða að veruleika. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent
Það er væntanlega auðveldara að landa leikarahlutverki í Hollywood ef maður er sonur Clint Eastwood. Það er einmitt það sem Scott Eastwood hefur gert í tilvonandi næstu mynd í Fast & Furious kvikmyndaröðinni, en tökur á henni standa nú yfir hér á landi. Ekki liggur ljóst fyrir í hverskonar hlutverki Scott Eastwood verður en í einni Tweet-færslu er því haldið fram að hann verði einkonar lærlingur persónunnar Mr. Nobody sem Kurt Russell leikur. Það verður greinilega mikill leikarafans í nýju Fast & Furious myndinni því stutt er síðan greint var frá því að Charlize Theron myndi leika í henni. Paul Walker, sem lést áður en að tökum á sjöunda mynd Fast & Furious lauk var mikill vinur Scott Eastwood og ber Scott leikaranum látna afar vel söguna. Reyndar sagði Scott að Paul Walker hafi verið honum eins og stóri bróðir og að þeir hafi surfað saman og ferðast saman og að hann hafi haft mikil áhrif á sig og það til góðs. Því sé þetta nýja hlutverk hans eins og draumur að verða að veruleika.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent