Hannes: Ísland ætti að vera skattaskjól ingvar haraldsson skrifar 12. apríl 2016 10:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir umræðuna um skattamál vera á villugötum. vísir/stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir í færslu á Pressunni að umræðan hér á landi um skattamál að undanförnu hafa byrjað á öfugum enda. „Vandinn er, að auðmenn kjósa stundum að geyma fé sitt annars staðar frekar en á Íslandi. Verkefnið ætti þá að vera að gera það fýsilegt fyrir þá að kjósa að geyma það hér á landi,“ segir Hannes. Því ætti verkefnið að vera að gera Íslands fýsilegt fyrir þá sem kjósi að geyma fé hér á landi. „Það verður best gert með lágum sköttum, opnu hagkerfi og föstum og fyrirsjáanlegum reglum um réttarfar. Það er eitthvað óeðlilegt við það, að fé leiti frá Íslandi til Lúxemborgar, Hollands, Bretlands og Bresku jómfrúreyja, svo að minnst sé á algengustu skattaskjólin. Af hverju leitar fé útlendinga einmitt ekki frekar hingað til Íslands?,“ segir hann. Með því móti þyrftu auðugir Íslendingar ekki að fara með fé úr landi til að greiða af því lægri skatta. „Ég er hissa á, að enginn skuli ræða þennan flöt málsins. Ísland er sérlega vel í stakk búið til að veita Mön og Ermarsundseyjum og fleiri skattaskjólum samkeppni um fjármagn og fyrirtæki. Það ætti að vera verkefni okkar í stað þess að reyna það, sem vonlaust er, að koma í veg fyrir, að fjármagn leiti þangað, sem það ávaxtast best og er öruggast.“ Þó sé sjálfsagt að um sé að ræða vel fengið fé að sögn Hannesar. „Fjármagn og fyrirtæki eru eftirsóknarverð. Við ættum að skapa þeim skilyrði til að leita hingað til lands,“ segir Hannes. Panama-skjölin Tengdar fréttir Aflandsrassaköst auðmanna þjóðhagslega stórskaðleg Guðmundur Ólafsson hagfræðingur fer yfir þjóðhagslegan skaða sem aflandsfélög valda. 11. apríl 2016 10:31 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir í færslu á Pressunni að umræðan hér á landi um skattamál að undanförnu hafa byrjað á öfugum enda. „Vandinn er, að auðmenn kjósa stundum að geyma fé sitt annars staðar frekar en á Íslandi. Verkefnið ætti þá að vera að gera það fýsilegt fyrir þá að kjósa að geyma það hér á landi,“ segir Hannes. Því ætti verkefnið að vera að gera Íslands fýsilegt fyrir þá sem kjósi að geyma fé hér á landi. „Það verður best gert með lágum sköttum, opnu hagkerfi og föstum og fyrirsjáanlegum reglum um réttarfar. Það er eitthvað óeðlilegt við það, að fé leiti frá Íslandi til Lúxemborgar, Hollands, Bretlands og Bresku jómfrúreyja, svo að minnst sé á algengustu skattaskjólin. Af hverju leitar fé útlendinga einmitt ekki frekar hingað til Íslands?,“ segir hann. Með því móti þyrftu auðugir Íslendingar ekki að fara með fé úr landi til að greiða af því lægri skatta. „Ég er hissa á, að enginn skuli ræða þennan flöt málsins. Ísland er sérlega vel í stakk búið til að veita Mön og Ermarsundseyjum og fleiri skattaskjólum samkeppni um fjármagn og fyrirtæki. Það ætti að vera verkefni okkar í stað þess að reyna það, sem vonlaust er, að koma í veg fyrir, að fjármagn leiti þangað, sem það ávaxtast best og er öruggast.“ Þó sé sjálfsagt að um sé að ræða vel fengið fé að sögn Hannesar. „Fjármagn og fyrirtæki eru eftirsóknarverð. Við ættum að skapa þeim skilyrði til að leita hingað til lands,“ segir Hannes.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Aflandsrassaköst auðmanna þjóðhagslega stórskaðleg Guðmundur Ólafsson hagfræðingur fer yfir þjóðhagslegan skaða sem aflandsfélög valda. 11. apríl 2016 10:31 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Aflandsrassaköst auðmanna þjóðhagslega stórskaðleg Guðmundur Ólafsson hagfræðingur fer yfir þjóðhagslegan skaða sem aflandsfélög valda. 11. apríl 2016 10:31