Gullkistan í Efstaleiti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 Í gegnum tíðina hefur margt verið ritað og enn meira sagt um Ríkisútvarpið. Þar á meðal má nefna veru þess á auglýsingamarkaði, almannahlutverk þess og hina meintu vinstri slagsíðu fréttastofunnar. Ekkert af því er hins vegar til umræðu hér heldur sá fjársjóður sem stofnunin liggur á líkt og ormur á gulli. RÚV var komið á fót 1930 og sjónvarpsútsendingar hófust 1966. Það gefur því augaleið að á þessum tíma hefur gífurlegt magn af efni orðið til. Aðeins brotabrot þessa efnis er aðgengilegt á veraldarvefnum. Hinn er geymdur í svokallaðri gullkistu sem opin er á milli klukkan tólf og fjögur alla virka daga. Á tyllidögum og stórafmælisárum hendir RÚV síðan mola úr gullkistunni til almúgans. Það er miður að allt þetta efni, þessi fjársjóður, sé ekki aðgengilegra. Þrátt fyrir mikla leit, þegar ég starfaði í frystihúsi og vildi gera roðflettivélina bærilegri, fann ég hvergi lestur Helga Hjörvar á Bör Börsson. Langi mig að horfa á Eyjólf Sverrisson lúðra boltanum framhjá Bernard Lama á Stade de France verð ég að treysta á YouTube og þar til í fyrra var skrambi erfitt að finna Geir H. Haarde að syngja Something Stupid fyrir Gísla Martein. Víst er að efnið sem safnast hefur upp er miklu meira en nokkur maður kæmist yfir á mannsævi, eflaust mælt í petabætum og líklega talsvert strögl að gera það aðgengilegt. Það er hins vegar ábyggilega ekki ómögulegt. Aðgangur að menningarsögu þjóðarinnar er sem stendur nokkuð óhægur. Slíkt ætti ekki að vera ásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun
Í gegnum tíðina hefur margt verið ritað og enn meira sagt um Ríkisútvarpið. Þar á meðal má nefna veru þess á auglýsingamarkaði, almannahlutverk þess og hina meintu vinstri slagsíðu fréttastofunnar. Ekkert af því er hins vegar til umræðu hér heldur sá fjársjóður sem stofnunin liggur á líkt og ormur á gulli. RÚV var komið á fót 1930 og sjónvarpsútsendingar hófust 1966. Það gefur því augaleið að á þessum tíma hefur gífurlegt magn af efni orðið til. Aðeins brotabrot þessa efnis er aðgengilegt á veraldarvefnum. Hinn er geymdur í svokallaðri gullkistu sem opin er á milli klukkan tólf og fjögur alla virka daga. Á tyllidögum og stórafmælisárum hendir RÚV síðan mola úr gullkistunni til almúgans. Það er miður að allt þetta efni, þessi fjársjóður, sé ekki aðgengilegra. Þrátt fyrir mikla leit, þegar ég starfaði í frystihúsi og vildi gera roðflettivélina bærilegri, fann ég hvergi lestur Helga Hjörvar á Bör Börsson. Langi mig að horfa á Eyjólf Sverrisson lúðra boltanum framhjá Bernard Lama á Stade de France verð ég að treysta á YouTube og þar til í fyrra var skrambi erfitt að finna Geir H. Haarde að syngja Something Stupid fyrir Gísla Martein. Víst er að efnið sem safnast hefur upp er miklu meira en nokkur maður kæmist yfir á mannsævi, eflaust mælt í petabætum og líklega talsvert strögl að gera það aðgengilegt. Það er hins vegar ábyggilega ekki ómögulegt. Aðgangur að menningarsögu þjóðarinnar er sem stendur nokkuð óhægur. Slíkt ætti ekki að vera ásættanlegt.