Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. apríl 2016 15:01 Karl Wernersson þarf að endurgreiða 52 milljónir auk dráttarvaxta. vísir/gva Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, voru dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Karl var dæmdur í 3,5 árs fangelsi, Guðmundur í þriggja ára fangelsi og Steingrímur í tveggja ára fangelsi. Sneri Hæstiréttur þannig við sýknudómi yfir öllum þremur úr Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í desember 2014. Endurskoðendurnir Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Guðmundsson fengu níu mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára og voru svipt endurskoðendaréttindum sínum í sex mánuði. Höfðu þau bæði verið sýknuð í héraði. Sýknudómur var staðfestur yfir þriðja endurskoðandanum en allir endurskoðendurnir þrír störfuðu hjá KPMG. Ákærðu var gefið að sök að hafa mistnotað aðstöðu sína og valdið Milestone verulegu fjárhagstjóni með því að láta félagið fjármagna efndir á samningum sem voru félaginu óviðkomandi og bókhaldsbrot. Allir ákærðu neituðu sök. Málið snerist um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, árin 2006 og 2007. Saksóknari taldi að Karl, Steingrímur og Guðmundur hefðu í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að samningar Karls og Steingríms við Ingunni hefðu ekki lagt neinar skuldbindingar á Milestone heldur aðeins á þá. Þrátt fyrir það hefðu þeir látið Milestone efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma 5 milljarða króna. Með þessu höfðu ákærðu msinotað aðstöðu sína hjá Milestone auk þess sem ekki er á það fallist að félagið hafi verið nægilega varið fyrir fjártjóni vegna þessara ráðstafana. Vegna þessa voru þeir Karl, Steingrímur og Guðmundur sakfelldir fyrir umboðssvik. Þremenningarnir voru jafnframt sakfelldir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um bókhald með því að hafa ekki í tilteknum tilvikum hagað bókhaldi Milestone „á nægilega skýran, öruggan og aðgengilegan hátt á grundvelli áreiðanlegra og fullnægjandi gagna.“ Þá voru Karl, Steingrímur og Guðmundur einnig sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn lögum um ársreikninga „með því að hafa í störfum sínum í sameiningu rangfært efnahagsreikninga, sem hafi verið hluti af ársreikningum Milestone ehf. og samstæðureikningum fyrir samstæðu Milestone ehf. fyrir árin 2006 og 2007, og hagað gerð þeirra þannig að reikningsskilin hafi ekki gefið glögga mynd af rekstrarafkomu og eignabreytingum á umræddum reikningsárum,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn úr Hæstarétti má lesa hér. Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, voru dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Karl var dæmdur í 3,5 árs fangelsi, Guðmundur í þriggja ára fangelsi og Steingrímur í tveggja ára fangelsi. Sneri Hæstiréttur þannig við sýknudómi yfir öllum þremur úr Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í desember 2014. Endurskoðendurnir Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Guðmundsson fengu níu mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára og voru svipt endurskoðendaréttindum sínum í sex mánuði. Höfðu þau bæði verið sýknuð í héraði. Sýknudómur var staðfestur yfir þriðja endurskoðandanum en allir endurskoðendurnir þrír störfuðu hjá KPMG. Ákærðu var gefið að sök að hafa mistnotað aðstöðu sína og valdið Milestone verulegu fjárhagstjóni með því að láta félagið fjármagna efndir á samningum sem voru félaginu óviðkomandi og bókhaldsbrot. Allir ákærðu neituðu sök. Málið snerist um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, árin 2006 og 2007. Saksóknari taldi að Karl, Steingrímur og Guðmundur hefðu í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að samningar Karls og Steingríms við Ingunni hefðu ekki lagt neinar skuldbindingar á Milestone heldur aðeins á þá. Þrátt fyrir það hefðu þeir látið Milestone efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma 5 milljarða króna. Með þessu höfðu ákærðu msinotað aðstöðu sína hjá Milestone auk þess sem ekki er á það fallist að félagið hafi verið nægilega varið fyrir fjártjóni vegna þessara ráðstafana. Vegna þessa voru þeir Karl, Steingrímur og Guðmundur sakfelldir fyrir umboðssvik. Þremenningarnir voru jafnframt sakfelldir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um bókhald með því að hafa ekki í tilteknum tilvikum hagað bókhaldi Milestone „á nægilega skýran, öruggan og aðgengilegan hátt á grundvelli áreiðanlegra og fullnægjandi gagna.“ Þá voru Karl, Steingrímur og Guðmundur einnig sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn lögum um ársreikninga „með því að hafa í störfum sínum í sameiningu rangfært efnahagsreikninga, sem hafi verið hluti af ársreikningum Milestone ehf. og samstæðureikningum fyrir samstæðu Milestone ehf. fyrir árin 2006 og 2007, og hagað gerð þeirra þannig að reikningsskilin hafi ekki gefið glögga mynd af rekstrarafkomu og eignabreytingum á umræddum reikningsárum,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn úr Hæstarétti má lesa hér.
Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40