Íslensku leikmennirnir Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Þórarinsson voru báðir á skotskónum þegar Rosenborg komst áfram í 3. umferð norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu.
Rosenborg vann 5-1 útisigur á Byåsen þar sem Matthías kom liðinu í 3-0 á 48. mínútu en Guðmundur gerði fimmta markið á 68. mínútu.
Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar í Lilleström unnu 2-0 sigur á Lillehammer. Árni Vilhjálmsson spilaði allan leikinn með Lilleström en þeir Erik Brenden og Mohamed Ofkir skoruðu mörkin.
Gudmundur Kristjánsson kom inná sem varamaður hjá Start eftir klukkutímaleik þegar liðið vann 3-0 útisigur á Fram Larvik.
Aron Sigurðarson var ekki með Tromsö í 2-0 sigri á FK Mjölner, Eiður Smári Guðjohnsen spilaði ekki í 3-2 sigri Molde á Grorud og Björn Daníel Sverrisson spilaði ekki með Viking í 3-0 sigri á Vard Haugesund.
