Robert Lewandowski, framherji Bayern, segir að hann gæti freistast til að spila utan Þýskalands en þar hefur hann verið síðan hann gekk í raðir Dortmund frá Lech Poznan árið 2010.
Lewandowski raðaði inn mörkunum fyrir Dortmund og varð Þýskalandsmeistari í tvígang en hann er nú búinn að vinna þýska titilinn tvisvar sinnum með Bayern og skoraði 63 mörk í 95 leikjum fyrir liðið.
Hann er eftirsóttur af flestum stórliðum heims og hann sér sig alveg spila fyrir annað lið en Bayern, en það verður þá að vera jafn stöðugt og Bæjararnir.
„Kannski spila ég á Englandi eða á Spáni einn daginn,“ segir Lewandowski í viðtali við France Football.
„En ef ég á að yfirgefa Bayern verður það að vera hjá góðu félagi þar sem ég get tekið næsta skref á ferlinum og haldið áfram að vinna titla.“
„Það að Bayern kemst í undanúrslit Meistarardeildarinanr nánast á hverju ári heillaði mig. Hvaða lið önnur eða Real, Barcelona og Atlético Madrid geta státað sig af slíkum árangri?“
„Ég veit ekki hvar framtíð mín liggur en á þessari stundu er ég mjög ánægður hjá Bayern,“ segir Robert Lewandowski.
Lewandowski: Kannski spila ég á Englandi eða Spáni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti