Óhljóðalýður Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. apríl 2016 07:00 Spánverjar eru hávaðamenn svo miklir að minni arnfirsku og stóísku ró stendur vart lengur á sama. Nú um helgina fór ég á bæjarhátíð í bæ konu minnar. Til að sýna lit, fór ég til kirkju sem alla jafna ætti að vera friðsamleg stund. En þar stóðu skrúðklæddir menn og börðu sneriltrommur af svo miklum móð að ég heyrði ekki hugsanir mínar. Svo frumlega tónlist hef ég ekki heyrt frá því að Logi fóstbróðir minn dansaði á fjórum fótum og söng rússneska kvæðið Kalinka. Þegar komið var úr kirkju var haldin flugeldasýning um hábjartan dag svo ekki sást logi á lofti en hins vegar skutu sprengingar skelk í bringu. Þá var sest að veisluborðum í fullum hundrað manna sal. Spánverjar eru þeim gáfum gæddir að geta hlustað meðan þeir tala svo þar sem hundrað Spánverjar sitja að spjalli standa jafnan hundrað munnræpur upp í loft samtímis. Hefði Jón Leifs kynnst hávaða þessum hefði hann örugglega samið tónverk fyrir fiðlu, járnsög og tvo Spánverja. Ég var því fegnastur að komast heim og geta lagt mig. Um morguninn vaknaði ég árla dags og naut þess að þorpsbúar lágu í þynnku sinni. Það heyrðist því ekki annað en fuglasöngur frá svölum mínum svo ég ákvað að bregða mér í göngutúr og jafna mig eftir hávaðann. Þegar ég opna dyrnar rýkur hins vegar á mig hávaði úr þokulúðri miklum. Þar var kominn bakarinn að bjóða nýbakað brauð sitt og þar sem tengdamóðir mín er fastakúnni þýddi ekkert að læðast með veggjum. Er ég orðinn svo hvekktur af óhljóðunum að ég er að velta því fyrir mér að hverfa heim til Íslands og kaupa mér hús á Hellu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Spánverjar eru hávaðamenn svo miklir að minni arnfirsku og stóísku ró stendur vart lengur á sama. Nú um helgina fór ég á bæjarhátíð í bæ konu minnar. Til að sýna lit, fór ég til kirkju sem alla jafna ætti að vera friðsamleg stund. En þar stóðu skrúðklæddir menn og börðu sneriltrommur af svo miklum móð að ég heyrði ekki hugsanir mínar. Svo frumlega tónlist hef ég ekki heyrt frá því að Logi fóstbróðir minn dansaði á fjórum fótum og söng rússneska kvæðið Kalinka. Þegar komið var úr kirkju var haldin flugeldasýning um hábjartan dag svo ekki sást logi á lofti en hins vegar skutu sprengingar skelk í bringu. Þá var sest að veisluborðum í fullum hundrað manna sal. Spánverjar eru þeim gáfum gæddir að geta hlustað meðan þeir tala svo þar sem hundrað Spánverjar sitja að spjalli standa jafnan hundrað munnræpur upp í loft samtímis. Hefði Jón Leifs kynnst hávaða þessum hefði hann örugglega samið tónverk fyrir fiðlu, járnsög og tvo Spánverja. Ég var því fegnastur að komast heim og geta lagt mig. Um morguninn vaknaði ég árla dags og naut þess að þorpsbúar lágu í þynnku sinni. Það heyrðist því ekki annað en fuglasöngur frá svölum mínum svo ég ákvað að bregða mér í göngutúr og jafna mig eftir hávaðann. Þegar ég opna dyrnar rýkur hins vegar á mig hávaði úr þokulúðri miklum. Þar var kominn bakarinn að bjóða nýbakað brauð sitt og þar sem tengdamóðir mín er fastakúnni þýddi ekkert að læðast með veggjum. Er ég orðinn svo hvekktur af óhljóðunum að ég er að velta því fyrir mér að hverfa heim til Íslands og kaupa mér hús á Hellu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun