Maður veit aldrei á hverju maður á von Jónas Sen skrifar 22. apríl 2016 12:30 Hafdís Bjarnadóttir var á meðal flytjenda og tónskálda á Tektóniks. Visir/GVA Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson, Hafdísi Bjarnadóttur, Johan Svensson, Evan Johnson og Steingrím Rohloff. Flytjendur: Sigurður Halldórsson, Fleming Viðar Valmundsson, Hafdís Bjarnadóttir, Severine Ballon og Þóra Margrét Sveinsdóttir. Norðurljós í Hörpu Föstudaginn 15. apríl Hvað er eiginlega dórófónn? Það er hljóðfæri sem er hugarfóstur Halldórs Úlfarssonar myndlistarmanns. Þaðan kemur nafnið; dórófónn er stytting á Halldórófónn. Þetta er eins konar selló, að hluta til rafknúið en með hljómbotni og strengjum. Hljómbotninn er furðulegur í laginu, manni dettur í hug plastselló sem einhver hefur ráðast á og lamið í klessu. Notagildi dórófónsins virðist vera mjög sveigjanlegt. Á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu á tónlistarhátíðinni Tectonics var spilað á hann eins og selló. En svo voru líka framkölluð með honum undarleg hljóð sem minntu bæði á orgel og rafmagnsgítar. Í einu verkinu var aðeins sjálfspilandi dórófónn á sviðinu, án hljóðfæraleikara. Verkið var eftir Hlyn Aðils Vilmarsson. Fyrir ofan sviðið var tjald þar sem hægt var að sjá hljóðfærið frá öðru sjónarhorni. Tónninn í því var skringilegur. Einhver tækjabúnaður strauk strengina sem virkuðu flatir; óneitanlega vantaði stærri hljómbotn. En öðruvísi hljóð bættu það upp, alls konar púls og smellir sem virkuðu heillandi. Tónsmíð Hlyns var hnitmiðuð, hún samanstóð af stuttum köflum sem þó mynduðu samfellda heild og sýndu ágætlega mismunandi hliðar hljóðfærisins. Ekki síðra var Verk fyrir víólu og dórófón eftir Johan Svensson. Það var í flutningi Þóru Margrétar Sveinsdóttur sem lék á víóluna og Sigurðar Halldórssonar á dórófóninn. Stemningin var talsvert dramatískari en hjá Hlyni. Framvindan var margbrotin og litrík. Andstæður strokinna strengja og mótorísks hávaða voru meginþema tónlistarinnar. Þær voru framandi og athyglisverðar. Síðasta dórófóntónsmíðin var eftir Hafdísi Bjarnadóttur. Þar spilaði Sigurður aftur á hljóðfærið, en Flemming Viðar Valmundsson á harmóníku og tónskáldið framkallaði rafhljóð. Músíkin var mun sveimkenndari, mikið var um langa hljóma sem tóku hægum, ísmeygilegum hreyfingum. Þetta var virkilega fallegt, en hefði að ósekju mátt vera lengra. Á tónleikunum lék Severine Ballon einnig á „alvöru“ selló. Þar á meðal var Dozens of Canons; Anais Faivre Haumonté eftir Evan Johnson. Titillinn vísar til móðursystur myndlistarmannsins Georges Seurat. Hún lést fyrir aldur fram og Seurat teiknaði fræga mynd af henni látinni. Segja má að tónlistin hafi verið ættingi verksins 4 mínútur og 33 sekúndur eftir John Cage. Það heyrðist varla nokkur tónn. Örveikur ómur úr sellóinu af og til rammaði inn miklu lengri þagnir inn á milli. Væntanlega var þetta kyrrð dauðans, ísköld og þrúgandi. Hin tónsmíðin var eftir Steingrím Rohloff og hét Magic Number. Nafn hennar vísar til þrískiptingar tónmálsins, þ.e. ávallt var leikið á tvo strengi í senn og sellóleikarinn, Ballon, raulaði með. Hér var tónlistin líka lágstemmd, þó ekki eins og hin fyrri. Þetta var fremur einfaldur söngur, en blátt áfram og fallegur. Viðkvæmnin kom á óvart, Steingrímur semur venjulega stórbrotna og dramatíska tónlist. Var þetta enn eitt dæmið um hve möguleikar nútímatónlistar eru margir. Maður veit aldrei á hverju maður á von og það er einmitt svo skemmtilegt!Niðurstaða: Nýstárlegir, vandaðir tónleikar þar sem furðulegt hljóðfæri, dórófónn, var í forgrunni. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson, Hafdísi Bjarnadóttur, Johan Svensson, Evan Johnson og Steingrím Rohloff. Flytjendur: Sigurður Halldórsson, Fleming Viðar Valmundsson, Hafdís Bjarnadóttir, Severine Ballon og Þóra Margrét Sveinsdóttir. Norðurljós í Hörpu Föstudaginn 15. apríl Hvað er eiginlega dórófónn? Það er hljóðfæri sem er hugarfóstur Halldórs Úlfarssonar myndlistarmanns. Þaðan kemur nafnið; dórófónn er stytting á Halldórófónn. Þetta er eins konar selló, að hluta til rafknúið en með hljómbotni og strengjum. Hljómbotninn er furðulegur í laginu, manni dettur í hug plastselló sem einhver hefur ráðast á og lamið í klessu. Notagildi dórófónsins virðist vera mjög sveigjanlegt. Á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu á tónlistarhátíðinni Tectonics var spilað á hann eins og selló. En svo voru líka framkölluð með honum undarleg hljóð sem minntu bæði á orgel og rafmagnsgítar. Í einu verkinu var aðeins sjálfspilandi dórófónn á sviðinu, án hljóðfæraleikara. Verkið var eftir Hlyn Aðils Vilmarsson. Fyrir ofan sviðið var tjald þar sem hægt var að sjá hljóðfærið frá öðru sjónarhorni. Tónninn í því var skringilegur. Einhver tækjabúnaður strauk strengina sem virkuðu flatir; óneitanlega vantaði stærri hljómbotn. En öðruvísi hljóð bættu það upp, alls konar púls og smellir sem virkuðu heillandi. Tónsmíð Hlyns var hnitmiðuð, hún samanstóð af stuttum köflum sem þó mynduðu samfellda heild og sýndu ágætlega mismunandi hliðar hljóðfærisins. Ekki síðra var Verk fyrir víólu og dórófón eftir Johan Svensson. Það var í flutningi Þóru Margrétar Sveinsdóttur sem lék á víóluna og Sigurðar Halldórssonar á dórófóninn. Stemningin var talsvert dramatískari en hjá Hlyni. Framvindan var margbrotin og litrík. Andstæður strokinna strengja og mótorísks hávaða voru meginþema tónlistarinnar. Þær voru framandi og athyglisverðar. Síðasta dórófóntónsmíðin var eftir Hafdísi Bjarnadóttur. Þar spilaði Sigurður aftur á hljóðfærið, en Flemming Viðar Valmundsson á harmóníku og tónskáldið framkallaði rafhljóð. Músíkin var mun sveimkenndari, mikið var um langa hljóma sem tóku hægum, ísmeygilegum hreyfingum. Þetta var virkilega fallegt, en hefði að ósekju mátt vera lengra. Á tónleikunum lék Severine Ballon einnig á „alvöru“ selló. Þar á meðal var Dozens of Canons; Anais Faivre Haumonté eftir Evan Johnson. Titillinn vísar til móðursystur myndlistarmannsins Georges Seurat. Hún lést fyrir aldur fram og Seurat teiknaði fræga mynd af henni látinni. Segja má að tónlistin hafi verið ættingi verksins 4 mínútur og 33 sekúndur eftir John Cage. Það heyrðist varla nokkur tónn. Örveikur ómur úr sellóinu af og til rammaði inn miklu lengri þagnir inn á milli. Væntanlega var þetta kyrrð dauðans, ísköld og þrúgandi. Hin tónsmíðin var eftir Steingrím Rohloff og hét Magic Number. Nafn hennar vísar til þrískiptingar tónmálsins, þ.e. ávallt var leikið á tvo strengi í senn og sellóleikarinn, Ballon, raulaði með. Hér var tónlistin líka lágstemmd, þó ekki eins og hin fyrri. Þetta var fremur einfaldur söngur, en blátt áfram og fallegur. Viðkvæmnin kom á óvart, Steingrímur semur venjulega stórbrotna og dramatíska tónlist. Var þetta enn eitt dæmið um hve möguleikar nútímatónlistar eru margir. Maður veit aldrei á hverju maður á von og það er einmitt svo skemmtilegt!Niðurstaða: Nýstárlegir, vandaðir tónleikar þar sem furðulegt hljóðfæri, dórófónn, var í forgrunni.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp