Meirihlutinn ræður Hildur Björnsdóttir skrifar 22. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson freistar endurkjörs. Segir ákvörðunina byggja á ríkjandi samfélagsólgu – skorti á heillavænlegri sambúð þings og þjóðar. Skýringin þykir mörgum undarleg. Raunar er fjölmargt í umræðu um kosningarnar sem vekur undrun. Mýmargar mótsagnir og kafloðið kjaftæði. Þeir hrópa hæst sem kveina mest – en þeir háværu endurspegla ekki alltaf meirihlutann. Eftir tilkynningu forsetans fór fljótt af stað undirskriftasöfnun gegn framboðinu. Þeir rituðu nafn sitt á lista, sem takmarka vildu valkosti kjósenda í lýðræðislegum kosningum. Þessir sömu kalla margir eftir auknu lýðræði. Meira valdi til fólksins. Fleiri þjóðaratkvæðum. En aðeins ef niðurstaðan er þeim þóknanleg. Þessir sjálfskipuðu riddarar lýðræðisins réttlæta undirskriftarlistann. Þeir vilja skemmri valdatíð þjóðhöfðingja. Segja efri mörk æskileg á kjörtímabil forseta. Engum sé hollt að dvelja langdvölum á valdastóli. Það eru ágætar hugleiðingar – en er þjóðin sammála? ,,Bestu rökin gegn lýðræði eru fimm mínútna samtal við venjulegan kjósanda,“ mælti Winston Churchill. Andstæðingar framboðs Ólafs Ragnars hljóta að taka í sama streng. Þeir treysta ekki þjóðinni. Kyndilberar réttlætisins telja brýnt að fækka valkostum fólks. Þeir eru stóri bróðir – sem hefur vit fyrir litlu systur – heimsku þjóðinni. Sjálf tel ég heppilegt að takmarka valdatíð þjóðhöfðingja. Sama mætti segja um kjörtíð þingmanna og annarra sem fara með opinbert vald. Eins væri eflaust hollt að kjósa Íslendingum nýjan forseta. En skoðanir mínar endurspegla ekki endilega vilja þjóðarinnar. Þegar Íslendingar ganga til kosninganna kemur tvennt í ljós. Hvort raunveruleg eftirspurn sé eftir endurkjöri Ólafs Ragnars – og hve stórum hluta þjóðarinnar þykir óþarft að fyrirbyggja þrásetu þjóðhöfðingjans. Aðeins eitt er víst í þeim efnum. Meirihlutinn ræður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar 2016 Skoðun Hildur Björnsdóttir Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun
Ólafur Ragnar Grímsson freistar endurkjörs. Segir ákvörðunina byggja á ríkjandi samfélagsólgu – skorti á heillavænlegri sambúð þings og þjóðar. Skýringin þykir mörgum undarleg. Raunar er fjölmargt í umræðu um kosningarnar sem vekur undrun. Mýmargar mótsagnir og kafloðið kjaftæði. Þeir hrópa hæst sem kveina mest – en þeir háværu endurspegla ekki alltaf meirihlutann. Eftir tilkynningu forsetans fór fljótt af stað undirskriftasöfnun gegn framboðinu. Þeir rituðu nafn sitt á lista, sem takmarka vildu valkosti kjósenda í lýðræðislegum kosningum. Þessir sömu kalla margir eftir auknu lýðræði. Meira valdi til fólksins. Fleiri þjóðaratkvæðum. En aðeins ef niðurstaðan er þeim þóknanleg. Þessir sjálfskipuðu riddarar lýðræðisins réttlæta undirskriftarlistann. Þeir vilja skemmri valdatíð þjóðhöfðingja. Segja efri mörk æskileg á kjörtímabil forseta. Engum sé hollt að dvelja langdvölum á valdastóli. Það eru ágætar hugleiðingar – en er þjóðin sammála? ,,Bestu rökin gegn lýðræði eru fimm mínútna samtal við venjulegan kjósanda,“ mælti Winston Churchill. Andstæðingar framboðs Ólafs Ragnars hljóta að taka í sama streng. Þeir treysta ekki þjóðinni. Kyndilberar réttlætisins telja brýnt að fækka valkostum fólks. Þeir eru stóri bróðir – sem hefur vit fyrir litlu systur – heimsku þjóðinni. Sjálf tel ég heppilegt að takmarka valdatíð þjóðhöfðingja. Sama mætti segja um kjörtíð þingmanna og annarra sem fara með opinbert vald. Eins væri eflaust hollt að kjósa Íslendingum nýjan forseta. En skoðanir mínar endurspegla ekki endilega vilja þjóðarinnar. Þegar Íslendingar ganga til kosninganna kemur tvennt í ljós. Hvort raunveruleg eftirspurn sé eftir endurkjöri Ólafs Ragnars – og hve stórum hluta þjóðarinnar þykir óþarft að fyrirbyggja þrásetu þjóðhöfðingjans. Aðeins eitt er víst í þeim efnum. Meirihlutinn ræður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun