Prince látinn 57 ára að aldri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2016 17:18 Prince Rogers Nelson, tónlistargoðið betur þekktur sem Prince, er látinn, 57 ára að aldri. Fannst hann látinn á heimili sínu Chanhassem í Minnesota í Bandaríkjunum. Bandaríska vefsíðan TMZ staðhæfir þetta og hefur það eftir heimildarmönnum sem tengjast Prince nánum böndum. Þá hefur fjölmiðlafulltrúi Prince staðfest andlát Prince við fréttastofu AP.Dánarorsök er óþekkt en í síðustu viku þurfti flugmaður flugvélar sem Prince var farþegi í að nauðlenda svo koma mætti honum undir læknishendur. Fulltrúi Prince sagði að hann hefði verið með flensuna. Hann birtist þó á tónleikum daginn eftir. Prince var bæði afkasta- og áhrifamikill listamaður. Hann gaf út alls 39 plötur, þar á meðal tvær á síðasta ári. Þekktasta verk hans er hinsvegar Purple Rain sem kom út árið 1984 ásamt samnefndri mynd. Hlaut Prince óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í þeirri mynd auk þess sem að titillag plötunnar var útnefnt besta lag níunda áratugarins af tónlistarvefnum Pitchfork.Prince var margverðlaunaður tónlistarmaður. Auk fyrrgreindra óskarsverðlauna vann hann alls til sjö Grammy-verðlauna en hann var tilnefndur 32 sinnum. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Prince Rogers Nelson, tónlistargoðið betur þekktur sem Prince, er látinn, 57 ára að aldri. Fannst hann látinn á heimili sínu Chanhassem í Minnesota í Bandaríkjunum. Bandaríska vefsíðan TMZ staðhæfir þetta og hefur það eftir heimildarmönnum sem tengjast Prince nánum böndum. Þá hefur fjölmiðlafulltrúi Prince staðfest andlát Prince við fréttastofu AP.Dánarorsök er óþekkt en í síðustu viku þurfti flugmaður flugvélar sem Prince var farþegi í að nauðlenda svo koma mætti honum undir læknishendur. Fulltrúi Prince sagði að hann hefði verið með flensuna. Hann birtist þó á tónleikum daginn eftir. Prince var bæði afkasta- og áhrifamikill listamaður. Hann gaf út alls 39 plötur, þar á meðal tvær á síðasta ári. Þekktasta verk hans er hinsvegar Purple Rain sem kom út árið 1984 ásamt samnefndri mynd. Hlaut Prince óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í þeirri mynd auk þess sem að titillag plötunnar var útnefnt besta lag níunda áratugarins af tónlistarvefnum Pitchfork.Prince var margverðlaunaður tónlistarmaður. Auk fyrrgreindra óskarsverðlauna vann hann alls til sjö Grammy-verðlauna en hann var tilnefndur 32 sinnum.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira