Á milli stofu og kúnna, manns og guðs, þjóðar og leiðtoga Magnús Guðmundsson skrifar 20. apríl 2016 10:30 Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Elma Stefanía Ágústsdóttir í hlutverkum sínum í Auglýsingu ársins. Leikhús Auglýsing ársins Nýja svið Borgarleikhússins Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Theodór Júlíusson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Björn Thors Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Myndband: Roland Hamilton Tónlist og hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir og Elín S. Gísladóttir Sýningarstjórn: Christopher Astridge Auglýsing ársins er nýtt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Tyrfingur hefur þegar vakið athygli með fyrri verkum sem efnilegt leikskáld og með Auglýsingu ársins tekst honum á eftirtektarverðan hátt að fylgja þeirri velgengni eftir. Leikritun er erfitt form að takast á við en Tyrfingur tekst á við það af þekkingu og færni, með lipran stíl og skemmtilega rætinn húmor að leiðarljósi. Í Auglýsingu ársins leynir sér ekki að Tyrfingur sækir margt í smiðju absúrdleikhússins. Hugmyndir, skoðanir, tilfinningalíf og táknmyndir holdgervast í persónum og umgerð óháð öllum veruleika eða raunheimi. Verkið hverfist um sex persónur (jafn margar og þær sem Pirandello sendi út í leit að höfundi) en fimm þeirra tilheyra veröld smart en útbrunninnar auglýsingastofu en sú sjötta er hinn utanaðkomandi Kúnni. Persónan sem óneitanlega tilvera allra auglýsingastofa byggir á og hverfist um með einum eða öðrum hætti. Tyrfingur tekur þessa sköpunarmynd alla leið með innkomu og veru Babelsturnsins á vegum Kúnnans sem sundrar auglýsingafólkinu, tungumáli þeirra og táknheimi. Skapandi og sniðuga auglýsingafólkinu sem lifir í stöðugri togstreitu á milli listrænnar sköpunar og óhaminnar markaðshyggju þar sem kúnninn er allt og testamentið svohljóðandi: „Það er ekkert budget.“ Þar lifir draumurinn um listrænt frelsi og skapandi reikningsgerð. Auglýsing ársins er virkilega gott og vel skrifað leikrit en það er þó ekki gallalaust. Vandinn er að á köflum ætlar Tyrfingur sér helst til mikið og verkið verður nokkuð hlaðið. Persónuleg átök og togstreita persóna varðandi kynferði, kynhegðun, neyslu, sjálfsupphafningu og fleiri eigindir eiga það til að verða fyrirferðarmikil á kostnað undirstöðunnar. Hinnar einföldu en snjöllu hugmyndar um samband auglýsingafólks og kúnna. Manns og guðs, þjóðar og leiðtoga. Áhugavert og spennandi stef í íslenskum veruleika í samtíð, fortíð og framtíð. Í þessu samhengi er einmitt gott að hafa í huga að öll sterkustu og bestu verk absúrdleikhússins eru einmitt einföld í grunninn og dregin áfram af skýrt mótuðum persónum. Auglýsing ársins er gott en helst til flókið verk og fyrir vikið verður það erfitt og flókið í framkvæmd. Það er ekki heiglum hent að leikstýra þessu verki og því tók Borgarleikhúsið góða ákvörðun með því að koma því í hendur Bergs Þórs Ingólfssonar, eins besta leikstjóra sem íslenskt leikhús á um þessar mundir. Bergur Þór gerir líka vel og nær að skapa úr flóknu verki heildstæða og skemmtilega sýningu og hann virðist hafa þann eiginleika að láta leikarana ávallt njóta þess sem þeir eru að gera. Að miðla af ástríðu og tilfinningu því sem tekist er á við hverju sinni. Frammistaða leikaranna er góð í samræmi við sterka leikstjórn. Theodór Júlíusson er skemmtilega aumkunarverður í hlutverki Eigandans eða eins og dóttir hans segir svo skemmtilega: „Það er ekki komið eins illa fram við neina og karlmenn yfir fimmtugt í auglýsingabransanum.“ Dóttirin er leikin af Elmu Stefaníu Ágústsdóttur sem gerir það vel en líður reyndar fyrir að vera helst til kvenleg fyrir hlutverk þessarar tvíkynja eða hvorugkyns veru. Að sama skapi má segja að Hjörtur Jóhann Jónsson sé helst til ungur fyrir hlutverk Kúnnans til þess að samræmast hugmyndum okkar um alföðurinn. En Hjörtur Jóhann vinnur vel og kröftuglega úr sínu hlutverki engu að síður. Björn Thors er skemmtilegur í hlutverki Leikstjórans enda bráðskemmtilegur leikari. En hann þarf að gæta þess að læsa Kenneth Mána inni í skáp fyrir hverja sýningu og láta hann ekki spila með sig, Björn er of góður leikari til þess. Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir líka fína takta í hlutverki Maríu sem sveiflast á milli stjórnsemi og óöryggi. Ólafía Hrönn Jónsdóttir fer á kostum í hlutverki Leikarans. Það er eins og hlutverkið sé skrifað fyrir hana og hún nýtir það líka til fulls þar sem hún brunar allan tilfinningaskalann áhorfendum til mikillar gleði. Eva Signý Berger er höfundur skemmtilegrar leikmyndar og búninga sem margir hverjir virðast styðja vel við hlutverkasköpun leikarana. Lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar er í senn fagmannleg og falleg eins og myndband Rolands Hamilton, tónlist og hljóðmynd Garðars Borgþórssonar og leikgervi Árdísar Bjarnadóttur og Elínar S. Gísladóttur. Það veit á gott þegar maður er ekki að velta þessum þáttum of mikið fyrir sér heldur nýtur heildarmyndarinnar sem gott fagfólk getur skapað. Auglýsing ársins er einmitt góð leiksýning sem er bersýnilega unnin af góðu fagfólki allt frá höfundi til sýningar. Það er gott dæmi um mikilvægi þess að íslenskt leikhús leggi mikið í að hlúa að þeim fáu hæfileikasálum sem ganga sjálfviljugar þann planka að skrifa í þessu erfiða formi. Í vaxtarsprota íslenskrar leikritunar felst framtíð leikhússins.Niðurstaða: Skemmtileg leiksýning, unnin af góðu fagfólki á flottu verki ungs höfundar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. apríl. Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús Auglýsing ársins Nýja svið Borgarleikhússins Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Theodór Júlíusson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Björn Thors Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Myndband: Roland Hamilton Tónlist og hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir og Elín S. Gísladóttir Sýningarstjórn: Christopher Astridge Auglýsing ársins er nýtt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Tyrfingur hefur þegar vakið athygli með fyrri verkum sem efnilegt leikskáld og með Auglýsingu ársins tekst honum á eftirtektarverðan hátt að fylgja þeirri velgengni eftir. Leikritun er erfitt form að takast á við en Tyrfingur tekst á við það af þekkingu og færni, með lipran stíl og skemmtilega rætinn húmor að leiðarljósi. Í Auglýsingu ársins leynir sér ekki að Tyrfingur sækir margt í smiðju absúrdleikhússins. Hugmyndir, skoðanir, tilfinningalíf og táknmyndir holdgervast í persónum og umgerð óháð öllum veruleika eða raunheimi. Verkið hverfist um sex persónur (jafn margar og þær sem Pirandello sendi út í leit að höfundi) en fimm þeirra tilheyra veröld smart en útbrunninnar auglýsingastofu en sú sjötta er hinn utanaðkomandi Kúnni. Persónan sem óneitanlega tilvera allra auglýsingastofa byggir á og hverfist um með einum eða öðrum hætti. Tyrfingur tekur þessa sköpunarmynd alla leið með innkomu og veru Babelsturnsins á vegum Kúnnans sem sundrar auglýsingafólkinu, tungumáli þeirra og táknheimi. Skapandi og sniðuga auglýsingafólkinu sem lifir í stöðugri togstreitu á milli listrænnar sköpunar og óhaminnar markaðshyggju þar sem kúnninn er allt og testamentið svohljóðandi: „Það er ekkert budget.“ Þar lifir draumurinn um listrænt frelsi og skapandi reikningsgerð. Auglýsing ársins er virkilega gott og vel skrifað leikrit en það er þó ekki gallalaust. Vandinn er að á köflum ætlar Tyrfingur sér helst til mikið og verkið verður nokkuð hlaðið. Persónuleg átök og togstreita persóna varðandi kynferði, kynhegðun, neyslu, sjálfsupphafningu og fleiri eigindir eiga það til að verða fyrirferðarmikil á kostnað undirstöðunnar. Hinnar einföldu en snjöllu hugmyndar um samband auglýsingafólks og kúnna. Manns og guðs, þjóðar og leiðtoga. Áhugavert og spennandi stef í íslenskum veruleika í samtíð, fortíð og framtíð. Í þessu samhengi er einmitt gott að hafa í huga að öll sterkustu og bestu verk absúrdleikhússins eru einmitt einföld í grunninn og dregin áfram af skýrt mótuðum persónum. Auglýsing ársins er gott en helst til flókið verk og fyrir vikið verður það erfitt og flókið í framkvæmd. Það er ekki heiglum hent að leikstýra þessu verki og því tók Borgarleikhúsið góða ákvörðun með því að koma því í hendur Bergs Þórs Ingólfssonar, eins besta leikstjóra sem íslenskt leikhús á um þessar mundir. Bergur Þór gerir líka vel og nær að skapa úr flóknu verki heildstæða og skemmtilega sýningu og hann virðist hafa þann eiginleika að láta leikarana ávallt njóta þess sem þeir eru að gera. Að miðla af ástríðu og tilfinningu því sem tekist er á við hverju sinni. Frammistaða leikaranna er góð í samræmi við sterka leikstjórn. Theodór Júlíusson er skemmtilega aumkunarverður í hlutverki Eigandans eða eins og dóttir hans segir svo skemmtilega: „Það er ekki komið eins illa fram við neina og karlmenn yfir fimmtugt í auglýsingabransanum.“ Dóttirin er leikin af Elmu Stefaníu Ágústsdóttur sem gerir það vel en líður reyndar fyrir að vera helst til kvenleg fyrir hlutverk þessarar tvíkynja eða hvorugkyns veru. Að sama skapi má segja að Hjörtur Jóhann Jónsson sé helst til ungur fyrir hlutverk Kúnnans til þess að samræmast hugmyndum okkar um alföðurinn. En Hjörtur Jóhann vinnur vel og kröftuglega úr sínu hlutverki engu að síður. Björn Thors er skemmtilegur í hlutverki Leikstjórans enda bráðskemmtilegur leikari. En hann þarf að gæta þess að læsa Kenneth Mána inni í skáp fyrir hverja sýningu og láta hann ekki spila með sig, Björn er of góður leikari til þess. Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir líka fína takta í hlutverki Maríu sem sveiflast á milli stjórnsemi og óöryggi. Ólafía Hrönn Jónsdóttir fer á kostum í hlutverki Leikarans. Það er eins og hlutverkið sé skrifað fyrir hana og hún nýtir það líka til fulls þar sem hún brunar allan tilfinningaskalann áhorfendum til mikillar gleði. Eva Signý Berger er höfundur skemmtilegrar leikmyndar og búninga sem margir hverjir virðast styðja vel við hlutverkasköpun leikarana. Lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar er í senn fagmannleg og falleg eins og myndband Rolands Hamilton, tónlist og hljóðmynd Garðars Borgþórssonar og leikgervi Árdísar Bjarnadóttur og Elínar S. Gísladóttur. Það veit á gott þegar maður er ekki að velta þessum þáttum of mikið fyrir sér heldur nýtur heildarmyndarinnar sem gott fagfólk getur skapað. Auglýsing ársins er einmitt góð leiksýning sem er bersýnilega unnin af góðu fagfólki allt frá höfundi til sýningar. Það er gott dæmi um mikilvægi þess að íslenskt leikhús leggi mikið í að hlúa að þeim fáu hæfileikasálum sem ganga sjálfviljugar þann planka að skrifa í þessu erfiða formi. Í vaxtarsprota íslenskrar leikritunar felst framtíð leikhússins.Niðurstaða: Skemmtileg leiksýning, unnin af góðu fagfólki á flottu verki ungs höfundar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. apríl.
Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira