Kickstarter- hrunið Pawel Bartoszek skrifar 30. apríl 2016 07:00 Ég er með hugmynd að vöru. Varan heitir Katta-Flóki. Þetta er dróni sem finnur ketti þegar þeir týnast. En ég þarf einhvern veginn að borga fyrir framleiðslu á Katta-Flóka. Ég þarf lán. Ég gæti talað við banka. Ég gæti reynt að sækja pening annars staðar til dæmis með því að stofna fyrirtæki og gefa út hlutafé eða skuldabréf. Ég get það, en um það gilda ýmsar reglur og ef ég ætla að ná í pening til almennings þá eru reglurnar þeim mun strangari. En svo gæti ég reynt hópfjármögnun. Ströngu kauphallarreglurnar gilda ekki um hópfjármögnun vegna þess að oftar en ekki er ekki verið að lofa vöxtum og gróða heldur er fólk gjarnan að fyrirframgreiða vöru (og stundum bara að fá nafn sitt á einhvern lista). Svo er þetta svo nýtt. Sniðugi frændinn dýrkar þetta. Ekkert af þessu er slæmt. Nýsköpun er fín. Líka nýsköpun í flæði fjármagns, sem þetta er. Hópfjármögnun er í raun ákveðið svar við því að hefðbundin fjárfesting í hlutafé er orðin of óaðgengileg fyrir venjulegt fólk. Já, þetta er sniðugt. En líkt og annað sniðugt þá getur þetta klikkað. Segjum að ég verði búinn að selja þúsund Katta-Flóka en næ ekki að framleiða þá. Ég verð gjaldþrota. Fólk mun fólk tapa peningum. Tiltrú manna á hópfjármögnun almennt mun minnka. Það hægist á öðrum söfnunum. Milligönguaðilarnir fara á hausinn. Peningur sem einhver var búinn að setja í leiksýningu tengdadóttur sinnar læsist í einhverju þrotabúi. Listum verður dreift. Aðgerða verður krafist. Reglur verða settar. Og sniðugi frændinn segist hafa séð þetta allt saman fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Ég er með hugmynd að vöru. Varan heitir Katta-Flóki. Þetta er dróni sem finnur ketti þegar þeir týnast. En ég þarf einhvern veginn að borga fyrir framleiðslu á Katta-Flóka. Ég þarf lán. Ég gæti talað við banka. Ég gæti reynt að sækja pening annars staðar til dæmis með því að stofna fyrirtæki og gefa út hlutafé eða skuldabréf. Ég get það, en um það gilda ýmsar reglur og ef ég ætla að ná í pening til almennings þá eru reglurnar þeim mun strangari. En svo gæti ég reynt hópfjármögnun. Ströngu kauphallarreglurnar gilda ekki um hópfjármögnun vegna þess að oftar en ekki er ekki verið að lofa vöxtum og gróða heldur er fólk gjarnan að fyrirframgreiða vöru (og stundum bara að fá nafn sitt á einhvern lista). Svo er þetta svo nýtt. Sniðugi frændinn dýrkar þetta. Ekkert af þessu er slæmt. Nýsköpun er fín. Líka nýsköpun í flæði fjármagns, sem þetta er. Hópfjármögnun er í raun ákveðið svar við því að hefðbundin fjárfesting í hlutafé er orðin of óaðgengileg fyrir venjulegt fólk. Já, þetta er sniðugt. En líkt og annað sniðugt þá getur þetta klikkað. Segjum að ég verði búinn að selja þúsund Katta-Flóka en næ ekki að framleiða þá. Ég verð gjaldþrota. Fólk mun fólk tapa peningum. Tiltrú manna á hópfjármögnun almennt mun minnka. Það hægist á öðrum söfnunum. Milligönguaðilarnir fara á hausinn. Peningur sem einhver var búinn að setja í leiksýningu tengdadóttur sinnar læsist í einhverju þrotabúi. Listum verður dreift. Aðgerða verður krafist. Reglur verða settar. Og sniðugi frændinn segist hafa séð þetta allt saman fyrir.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun