„Við erum komin á þann stað sem við viljum vera á“
Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Andres Putting (EBU)
Felix Bergsson leist mjög vel á síðustu æfingu Gretu fyrir dómararennslið sem stendur nú yfir. Hann sagði íslenska atriðið vera komið á góðan stað, en þó hefði þurft að laga nokkur atriði. Hann er þó viss um að atriðið verði fullkomið.
„Söngurinn er stórkostlegur. Þetta náttúrulega bara geðveikt tónlistarfólk,“ sagði Felix.