Sjáðu fyrstu stikluna úr Ghetto Betur: Vopnað rán og yfirheyrslur Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2016 15:45 Hér er komin fyrsta stiklan úr þættinum Ghetto Betur sem frumsýndur verður á Stöð 2 27. maí næstkomandi. Þættina vinnur Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., ásamt Lúðvík Páli. Í stiklunni má sjá Breiðhyltingana Gísla Martein og Emmsjé Gauta fremja vopnað rán, Mosfellingana Hjalta Úrsus og Dóra DNA á leiðinni í yfirheyrslu, Reyðfirðingana Andra Frey og Helga Seljan fela fíkniefni í íbúð og Árbæingana Dag B. Eggertsson og rapparann Bent losa sig við lík, svo dæmi séu tekin. Ghetto Betur er fyrst og fremst spurningaþáttur eins og Gettu betur, en samt ekki. Bæjarfélög munu mætast í þáttunum og koma tveir fulltrúar frá hverju bæjarfélagi. Keppendur munu þurfa að leysa þrautir, eins og að fremja vopnað rán, standast krefjandi yfirheyrslu af alvöru rannsóknarlögreglumanni og losa sig við lík, eins og sést í stiklunni. Einnig verða öll bæjarfélögin sem keppa í þáttunum heimsótt og fá áhorfendur að kynnast þeim betur. Þáttastjórnandinn Steindi Jr. mun spyrja keppendur spjörunum úr og þar á meðal verða kvikmyndaspurningar úr hverjum þætti. Steindi tekur fram að ekki hafi verið til fjármagn hjá Stöð 2 til að sýna upprunalegu klippurnar úr kvikmyndunum og því þurfti hann hreinlega að endurgera þekktustu atriði kvikmyndasögunnar. Til að mynda má sjá hann bregða sér í hlutverk John McClane og Loga Geimgengils en hundurinn hans Pulla brá sér í hlutverk læriföður hans, Yoda. Bíó og sjónvarp Ghetto betur Tengdar fréttir Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Hér er komin fyrsta stiklan úr þættinum Ghetto Betur sem frumsýndur verður á Stöð 2 27. maí næstkomandi. Þættina vinnur Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., ásamt Lúðvík Páli. Í stiklunni má sjá Breiðhyltingana Gísla Martein og Emmsjé Gauta fremja vopnað rán, Mosfellingana Hjalta Úrsus og Dóra DNA á leiðinni í yfirheyrslu, Reyðfirðingana Andra Frey og Helga Seljan fela fíkniefni í íbúð og Árbæingana Dag B. Eggertsson og rapparann Bent losa sig við lík, svo dæmi séu tekin. Ghetto Betur er fyrst og fremst spurningaþáttur eins og Gettu betur, en samt ekki. Bæjarfélög munu mætast í þáttunum og koma tveir fulltrúar frá hverju bæjarfélagi. Keppendur munu þurfa að leysa þrautir, eins og að fremja vopnað rán, standast krefjandi yfirheyrslu af alvöru rannsóknarlögreglumanni og losa sig við lík, eins og sést í stiklunni. Einnig verða öll bæjarfélögin sem keppa í þáttunum heimsótt og fá áhorfendur að kynnast þeim betur. Þáttastjórnandinn Steindi Jr. mun spyrja keppendur spjörunum úr og þar á meðal verða kvikmyndaspurningar úr hverjum þætti. Steindi tekur fram að ekki hafi verið til fjármagn hjá Stöð 2 til að sýna upprunalegu klippurnar úr kvikmyndunum og því þurfti hann hreinlega að endurgera þekktustu atriði kvikmyndasögunnar. Til að mynda má sjá hann bregða sér í hlutverk John McClane og Loga Geimgengils en hundurinn hans Pulla brá sér í hlutverk læriföður hans, Yoda.
Bíó og sjónvarp Ghetto betur Tengdar fréttir Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15