Risainnköllun bíla með Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 10:06 Sprunginn Takata öryggispúði. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NHTSA) tilkynnti í vikunni um stærstu innköllun frá upphafi vegna Takata öryggispúða. Áður hefur margsinnis verið tilkynnt um innköllun á bílum með þessum púðum þar sem þeir springa með of miklum krafti. Bætt var við 35-40 milljón bílum í innkölluninni nú, sem nú er sú stærsta í Bandaríkjunum. Það er ammóníum nítrat í öryggispúðunum frá Takata sem minnkar með tímanum og Mark Rosekind yfirmaður hjá NHTSA segir að það gerist sérstaklega í hita og raka að öryggispúðarnir verði hættulegir. Þegar púðinn springur hafa málmagnir fylgt með og búið er að tengja meira en 100 meiðsl og 10 dauðsföll í Bandaríkjunum við gallann í púðunum. Búið er að bæta þremur bíltegundum við áhættulistann nú, það er Jaguar-Land Rover, Tesla og Fisker, en fyrir á listanum voru Honda, Toyota, Ford, Mercedes-Benz, Nissan, Fiat-Chrysler og BMW. Það er billinn.is sem greinir frá þessu. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent
Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NHTSA) tilkynnti í vikunni um stærstu innköllun frá upphafi vegna Takata öryggispúða. Áður hefur margsinnis verið tilkynnt um innköllun á bílum með þessum púðum þar sem þeir springa með of miklum krafti. Bætt var við 35-40 milljón bílum í innkölluninni nú, sem nú er sú stærsta í Bandaríkjunum. Það er ammóníum nítrat í öryggispúðunum frá Takata sem minnkar með tímanum og Mark Rosekind yfirmaður hjá NHTSA segir að það gerist sérstaklega í hita og raka að öryggispúðarnir verði hættulegir. Þegar púðinn springur hafa málmagnir fylgt með og búið er að tengja meira en 100 meiðsl og 10 dauðsföll í Bandaríkjunum við gallann í púðunum. Búið er að bæta þremur bíltegundum við áhættulistann nú, það er Jaguar-Land Rover, Tesla og Fisker, en fyrir á listanum voru Honda, Toyota, Ford, Mercedes-Benz, Nissan, Fiat-Chrysler og BMW. Það er billinn.is sem greinir frá þessu.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent