Theódór Elmar Bjarnason og félagar í AGF urðu að sæti sig við tap tap fyrir FC Kaupmannahöfn í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í dag.
FC Kaupmannahöfn vann bikarúrslitaleikinn 2-1 en hann fór fram á Telia Parken í Kaupmannahöfn sem er jafnframt heimalvöllur FCK.
Theódór Elmar Bjarnason spilaði fyrstu 623 mínúturnar í leiknum en hann var tekinn af velli þegar staðan var 1-1. FCK skoraði sigurmarkið fimmtán mínútum eftir að Theódór Elmar fór af velli.
Nicolai Jørgensen kom FCK í 1-0 á 29. mínútu en Morten Rasmussen jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. William Kvist skoraði sigurmarkið á 78. mínútu leiksins og sá til þess að FCK er bikarmeistari annað árið í röð.
Þetta var í sjöunda sinn sem FC Kaupmannahöfn vinnur danska bikarinn en AGF átti möguleika á því að vinna hann í tíunda sinn fyrst danskra félaga.
Það bættist því við bikarsilfur hjá íslenskum landsliðsmanni en fyrr í dag höfðu þeir Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson tapað bikarúrslitaleiknum í Svíþjóð með liði sínu Malmö.
Ekkert nema bikarsilfur hjá íslenskum landsliðsmönnunum í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn


Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn





„Manchester er heima“
Enski boltinn

Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti
