Theódór Elmar Bjarnason og félagar í AGF urðu að sæti sig við tap tap fyrir FC Kaupmannahöfn í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í dag.
FC Kaupmannahöfn vann bikarúrslitaleikinn 2-1 en hann fór fram á Telia Parken í Kaupmannahöfn sem er jafnframt heimalvöllur FCK.
Theódór Elmar Bjarnason spilaði fyrstu 623 mínúturnar í leiknum en hann var tekinn af velli þegar staðan var 1-1. FCK skoraði sigurmarkið fimmtán mínútum eftir að Theódór Elmar fór af velli.
Nicolai Jørgensen kom FCK í 1-0 á 29. mínútu en Morten Rasmussen jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. William Kvist skoraði sigurmarkið á 78. mínútu leiksins og sá til þess að FCK er bikarmeistari annað árið í röð.
Þetta var í sjöunda sinn sem FC Kaupmannahöfn vinnur danska bikarinn en AGF átti möguleika á því að vinna hann í tíunda sinn fyrst danskra félaga.
Það bættist því við bikarsilfur hjá íslenskum landsliðsmanni en fyrr í dag höfðu þeir Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson tapað bikarúrslitaleiknum í Svíþjóð með liði sínu Malmö.
Ekkert nema bikarsilfur hjá íslenskum landsliðsmönnunum í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
