Bernskuvináttan getur verið bæði góð og brösug Magnús Guðmundsson skrifar 5. maí 2016 10:00 Ragna Sigurðardóttir sendi nýverið frá sér skáldsöguna Vináttu. Visir/Stefán Vinkonur er ný skáldsaga eftir Rögnu Sigurðardóttur sem áður hefur sent frá sér fimm skáldsögur sem vakið hafa athygli en fyrir þá fyrstu, Borg, hlaut hún tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það er ánægjulegt hvað færst hefur í aukana hversu mikið íslenskir höfundar eru að senda frá sér nýjar skáldsögur utan hins hefðbundna jólabókaflóðs og Ragna segir að útgefendur séu að reyna að virkja markaðinn á þessum tíma. „Mér sýnist nú að þetta sé að virka ágætlega. Það er líka jákvætt við bókakaupin á þessum árstíma að þá er fólk frekar að kaupa bækur handa sjálfu sér til lesturs en til gjafa. Þannig að ég held að þetta sé bara af hinu góða þó svo að jólabókaflóðið hafi líka sína kosti.“ Í Vinkonum segir frá konu sem gegnir ráðherraembætti með tilheyrandi álagi í ólgu íslensks nútímasamfélags. Á ákveðnum vettvangi skýtur gömul vinkona upp kollinum og ráðherrann neyðist til þess að rifja upp örlagaríkan vetur úr barnaskóla. Það hvarflar mögulega að lesanda að hér séu á ferðinni vísanir í líf og störf ákveðins íslensks ráðherrra en Ragna segir það nú ekki vera tilfellið. „Þessi bók varð til á undanförnum árum en svo er það þannig að maður er ekki fyrr búinn að skrifa eitthvað þegar það gerist eitthvað áþekkt í samfélaginu. Það er svo margt að gerast og þegar vísað er til ákveðins ráðherra þá getur það í rauninni átt við svo marga,“ segir Ragna og hlær við tilhugsunina. „Þannig að það eru ekki beinar fyrirmyndir en atburðir og ástandið í samfélaginu er óneitanlega í aðra röndina kveikjan að söguþræðinum. Önnur kveikja er svo þetta samspil á milli okkar daglega lífs og athafna valdamanna. En í grunninn er verið að fjalla um bernskuvináttuna sem getur verið bæði góð og brösug þegar vinkonur hittast aftur áratugum síðar og valdahlutföll hafa raskast. Vináttu sem snertir líf þeirra aftur og mótar gerðir þeirra.“ Ragna segir að vissulega myndist ákveðið valdajafnvægi á milli vina strax í barnæsku. „Bæði man ég eftir þessu frá því að ég var sjálf barn og svo sér maður þetta hjá sínum eigin börnum. Mér fannst skemmtilegt að velta þessu fyrir mér. Við erum alltaf að taka afstöðu í samfélaginu, með eða á móti, en það er svo mikil sundrung í samfélaginu í dag. Þessi sundrung er ákaflega neikvæð og það er tilhneiging hjá okkur til þess að skilgreina okkur sjálf með því að hafna einhverju öðru. Það finnst mér eiginlega vera eitthvað sem við eigum til að byrja að gera strax í æsku. Í Vinkonum er ein af aðalpersónunum stjórnmálakona en það er samt fjölskyldulíf hennar sem er í sviðsljósi í bókinni. Þetta innra líf og þessi mannlegi þáttur. En þar sem hún er með völd þá leiðir það okkur að því að skoða hvað það er sem ræður ákvörðunum viðkomandi og hvað vald er vandmeðfarið. Annar þráður í bókinni er svo líka þroskasaga þessara stúlkna og síðar kvenna og þær hindranir sem þær þurfa að takast á við í samfélagi feðraveldisins. Mér finnst mjög mikilvægt fyrir mig sem höfund að takast á við minn samtíma og að höfundar geri það. En við eigum líka höfunda sem eru að skrifa út frá fornsögunum eða þá að sögusviðið er sautjánda öldin en þeir eru engu að síður að takast á við samtímann. Það er hægt að takast á við samtímann á margvíslegan hátt en mér finnst mest spennandi að gera það svona. Það er í raun alltaf verið að takast á við mannlegt eðli á öllum tímum og það breytist ekki.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Vinkonur er ný skáldsaga eftir Rögnu Sigurðardóttur sem áður hefur sent frá sér fimm skáldsögur sem vakið hafa athygli en fyrir þá fyrstu, Borg, hlaut hún tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það er ánægjulegt hvað færst hefur í aukana hversu mikið íslenskir höfundar eru að senda frá sér nýjar skáldsögur utan hins hefðbundna jólabókaflóðs og Ragna segir að útgefendur séu að reyna að virkja markaðinn á þessum tíma. „Mér sýnist nú að þetta sé að virka ágætlega. Það er líka jákvætt við bókakaupin á þessum árstíma að þá er fólk frekar að kaupa bækur handa sjálfu sér til lesturs en til gjafa. Þannig að ég held að þetta sé bara af hinu góða þó svo að jólabókaflóðið hafi líka sína kosti.“ Í Vinkonum segir frá konu sem gegnir ráðherraembætti með tilheyrandi álagi í ólgu íslensks nútímasamfélags. Á ákveðnum vettvangi skýtur gömul vinkona upp kollinum og ráðherrann neyðist til þess að rifja upp örlagaríkan vetur úr barnaskóla. Það hvarflar mögulega að lesanda að hér séu á ferðinni vísanir í líf og störf ákveðins íslensks ráðherrra en Ragna segir það nú ekki vera tilfellið. „Þessi bók varð til á undanförnum árum en svo er það þannig að maður er ekki fyrr búinn að skrifa eitthvað þegar það gerist eitthvað áþekkt í samfélaginu. Það er svo margt að gerast og þegar vísað er til ákveðins ráðherra þá getur það í rauninni átt við svo marga,“ segir Ragna og hlær við tilhugsunina. „Þannig að það eru ekki beinar fyrirmyndir en atburðir og ástandið í samfélaginu er óneitanlega í aðra röndina kveikjan að söguþræðinum. Önnur kveikja er svo þetta samspil á milli okkar daglega lífs og athafna valdamanna. En í grunninn er verið að fjalla um bernskuvináttuna sem getur verið bæði góð og brösug þegar vinkonur hittast aftur áratugum síðar og valdahlutföll hafa raskast. Vináttu sem snertir líf þeirra aftur og mótar gerðir þeirra.“ Ragna segir að vissulega myndist ákveðið valdajafnvægi á milli vina strax í barnæsku. „Bæði man ég eftir þessu frá því að ég var sjálf barn og svo sér maður þetta hjá sínum eigin börnum. Mér fannst skemmtilegt að velta þessu fyrir mér. Við erum alltaf að taka afstöðu í samfélaginu, með eða á móti, en það er svo mikil sundrung í samfélaginu í dag. Þessi sundrung er ákaflega neikvæð og það er tilhneiging hjá okkur til þess að skilgreina okkur sjálf með því að hafna einhverju öðru. Það finnst mér eiginlega vera eitthvað sem við eigum til að byrja að gera strax í æsku. Í Vinkonum er ein af aðalpersónunum stjórnmálakona en það er samt fjölskyldulíf hennar sem er í sviðsljósi í bókinni. Þetta innra líf og þessi mannlegi þáttur. En þar sem hún er með völd þá leiðir það okkur að því að skoða hvað það er sem ræður ákvörðunum viðkomandi og hvað vald er vandmeðfarið. Annar þráður í bókinni er svo líka þroskasaga þessara stúlkna og síðar kvenna og þær hindranir sem þær þurfa að takast á við í samfélagi feðraveldisins. Mér finnst mjög mikilvægt fyrir mig sem höfund að takast á við minn samtíma og að höfundar geri það. En við eigum líka höfunda sem eru að skrifa út frá fornsögunum eða þá að sögusviðið er sautjánda öldin en þeir eru engu að síður að takast á við samtímann. Það er hægt að takast á við samtímann á margvíslegan hátt en mér finnst mest spennandi að gera það svona. Það er í raun alltaf verið að takast á við mannlegt eðli á öllum tímum og það breytist ekki.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira