Fótbolti

Ólafur í viðræður við Randers

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Kristjánsson að fá annað starf í Danmörku?
Ólafur Kristjánsson að fá annað starf í Danmörku? vi´sir/vilhelm
Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks og Nordsjælland, er í viðræðum við danska úrvalsdeildarliðið Randersa samkvæmt heimildum TV2 í Danmörku.

Colin Todd, sem hefur þjálfað Randers undanfarin fjögur ár, hefur komist að samkomulagi við félagið um að láta af störfum en hann ætlar að halda aftur til Englands í lok maí.

Randers leitaði til Ólafs og er komið í viðræður við hann samkvæmt frétt TV2 en hann stýrði Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í hálft annað ár með ágætum árangri.

Ólafur er á lista Randers ásamt mönnum á börð við Johnny Mölby, Thomas Thomasberg og Bo Henriksem sem spilaði með Fram og Val á Íslandi á árum áður.

Randers er sem stendur í sjöunda sæti í dönsku deildinni þegar sex umferðir eru eftir af tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×