Ólafur Elíasson hyggst koma fyrir risa gosbrunni í Versölum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2016 23:36 Listamaðurinn segir að gosbrunnurinn verði "ótrúlega stór“. Mynd/Stefán - Getty Listamaðurinn Ólafur Elíasson hyggst koma fyrir risavöxnum gosbrunni í Versala-höllinni í Frakkklandi í sumar. Ólafur segir að gosbrunnurinn verði „ótrúlega hár“ en hann mun einnig umbreyta tveim trjálundum í grennd við höllina. Ólafur vill þó ekki gefa upp nákvæmlega hversu hár gosbrunnurinn verður sem staðsettur verður í hinni gríðarstóru tjörn sem nefnist Grand Canal. „Ég gæti sagt ykkur hversu hár hann á að vera en ég ætla ekki að gera það vegna þess að áhorfandinn þarf að ákvarða hversu hátt er hátt,“ sagði Ólafur Elíasson í samtali við fréttastofu AFP.Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að gríðarstór gosbrunnur yrði reistur þegar höllin var byggð á 17. öld en ekki tókst að koma honum í gagnið þrátt fyrir tilraunir þess efnis.Gosbrunnurinn mun rísa í hinni gríðarstóru tjörn sem sést hér á myndinni.Vísir/GettySegir Ólafur að honum muni takast að gera hið ómögulega mögulegt með því að reisa gosbrunninn. Áætlað er að gosbrunnurinn verði það stór að auðveldlega megi sjá hann frá Speglasalnum fræga í höllinni. Þá segir Ólafur að standi maður við Apollo-gosbrunninn muni gosbrunnirinn sem Ólafur hyggst koma fyrir líta út fyrir að vera „ótrúlega stór.“ Ólafur mun einnig umbreyta tveim trjálundum í hallargarðinum. Í öðrum þeirra mun hann dæla þoku eða gufu og í hinum mun hann koma fyrir jarðvegi sem gríðarstór ísjaki úr Grænlandsjökli skyldi eftir sig en ísjakinn var hluti af listaverki Ólafs sem hann setti upp fyrir loftslagsráðstefnuna í París sem fram fór á síðasta ári. Ólafur segist hafa gengið um höllina og hallargarðinn að nóttu til þess að fá tilfinningu fyrir staðnum í undirbúningu sínum fyrir uppsettningu listaverksins en Ólafur mun einnig setja upp smærri listaverk inn í höllinni sjálfri. Sýningin mun opna 7. júní næstkomandi og standa til 30. október. Menning Tengdar fréttir Ólafur Elíasson hannar ballett með Jamie xx úr The xx Samstarfsverkefni Ólafs Elíassonar, Jamie xx og balletthöfundarins Wayne McGregor í undirbúningi fyrir Park Avenue Armory. 21. nóvember 2014 09:00 Ólafur fær góða dóma í Danmörku Sýning Ólafs Elíassonar í Louisiana fékk fimm stjörnur af sex í Berlingske. 22. ágúst 2014 14:45 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Listamaðurinn Ólafur Elíasson hyggst koma fyrir risavöxnum gosbrunni í Versala-höllinni í Frakkklandi í sumar. Ólafur segir að gosbrunnurinn verði „ótrúlega hár“ en hann mun einnig umbreyta tveim trjálundum í grennd við höllina. Ólafur vill þó ekki gefa upp nákvæmlega hversu hár gosbrunnurinn verður sem staðsettur verður í hinni gríðarstóru tjörn sem nefnist Grand Canal. „Ég gæti sagt ykkur hversu hár hann á að vera en ég ætla ekki að gera það vegna þess að áhorfandinn þarf að ákvarða hversu hátt er hátt,“ sagði Ólafur Elíasson í samtali við fréttastofu AFP.Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að gríðarstór gosbrunnur yrði reistur þegar höllin var byggð á 17. öld en ekki tókst að koma honum í gagnið þrátt fyrir tilraunir þess efnis.Gosbrunnurinn mun rísa í hinni gríðarstóru tjörn sem sést hér á myndinni.Vísir/GettySegir Ólafur að honum muni takast að gera hið ómögulega mögulegt með því að reisa gosbrunninn. Áætlað er að gosbrunnurinn verði það stór að auðveldlega megi sjá hann frá Speglasalnum fræga í höllinni. Þá segir Ólafur að standi maður við Apollo-gosbrunninn muni gosbrunnirinn sem Ólafur hyggst koma fyrir líta út fyrir að vera „ótrúlega stór.“ Ólafur mun einnig umbreyta tveim trjálundum í hallargarðinum. Í öðrum þeirra mun hann dæla þoku eða gufu og í hinum mun hann koma fyrir jarðvegi sem gríðarstór ísjaki úr Grænlandsjökli skyldi eftir sig en ísjakinn var hluti af listaverki Ólafs sem hann setti upp fyrir loftslagsráðstefnuna í París sem fram fór á síðasta ári. Ólafur segist hafa gengið um höllina og hallargarðinn að nóttu til þess að fá tilfinningu fyrir staðnum í undirbúningu sínum fyrir uppsettningu listaverksins en Ólafur mun einnig setja upp smærri listaverk inn í höllinni sjálfri. Sýningin mun opna 7. júní næstkomandi og standa til 30. október.
Menning Tengdar fréttir Ólafur Elíasson hannar ballett með Jamie xx úr The xx Samstarfsverkefni Ólafs Elíassonar, Jamie xx og balletthöfundarins Wayne McGregor í undirbúningi fyrir Park Avenue Armory. 21. nóvember 2014 09:00 Ólafur fær góða dóma í Danmörku Sýning Ólafs Elíassonar í Louisiana fékk fimm stjörnur af sex í Berlingske. 22. ágúst 2014 14:45 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ólafur Elíasson hannar ballett með Jamie xx úr The xx Samstarfsverkefni Ólafs Elíassonar, Jamie xx og balletthöfundarins Wayne McGregor í undirbúningi fyrir Park Avenue Armory. 21. nóvember 2014 09:00
Ólafur fær góða dóma í Danmörku Sýning Ólafs Elíassonar í Louisiana fékk fimm stjörnur af sex í Berlingske. 22. ágúst 2014 14:45