Nissan innkallar 4 milljónir bíla Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2016 09:46 Nissan Murano er einn þeirra bíla sem innkallaðir verða, þó eingöngu af árgerðum 2015 og 2016. Í síðustu viku tilkynnti japanski bílaframleiðandinn um innköllun um 4 milljóna bíla sinna vegna galla í öryggispúðum í bílunum. Þetta er enn ein stóra innköllunin af völdum gallaðra öryggispúða, en á síðasta ári þurftu t.d. bílaframleiðendurnir BMW, Chrysler, Ford, Honda, Lexus, Mazda, Toyota og Acura að innkalla bíla sökum slíkra galla. Af þessum 4 milljón bílum frá Nissan nú eru 3,2 milljónir þeirra í Bandaríkjunum og Kanada. Gallinn í Nissan bílunum er fólginn í biluðum skynjara sem greinir milli þess hvort í farþegasætinu frammí sé fullorðinn einstaklingur eða barn og hann á það til að skilgreina fullorðinn farþega sem barn og þá aftengist öryggispúðinn með tilheyrandi hættu. Innköllununin nær til bílanna Missan Maxima (2016-2017), Nissan Altima (2013-2016), Nissan NV200, Nissan Pathfinder (2013-2017), Nissan Leaf og Sentra, Nissan Murano (2015-2016), Nissan Rogue (2014-2017) og Infinity QX60 og Q50 (2014-2017). Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent
Í síðustu viku tilkynnti japanski bílaframleiðandinn um innköllun um 4 milljóna bíla sinna vegna galla í öryggispúðum í bílunum. Þetta er enn ein stóra innköllunin af völdum gallaðra öryggispúða, en á síðasta ári þurftu t.d. bílaframleiðendurnir BMW, Chrysler, Ford, Honda, Lexus, Mazda, Toyota og Acura að innkalla bíla sökum slíkra galla. Af þessum 4 milljón bílum frá Nissan nú eru 3,2 milljónir þeirra í Bandaríkjunum og Kanada. Gallinn í Nissan bílunum er fólginn í biluðum skynjara sem greinir milli þess hvort í farþegasætinu frammí sé fullorðinn einstaklingur eða barn og hann á það til að skilgreina fullorðinn farþega sem barn og þá aftengist öryggispúðinn með tilheyrandi hættu. Innköllununin nær til bílanna Missan Maxima (2016-2017), Nissan Altima (2013-2016), Nissan NV200, Nissan Pathfinder (2013-2017), Nissan Leaf og Sentra, Nissan Murano (2015-2016), Nissan Rogue (2014-2017) og Infinity QX60 og Q50 (2014-2017).
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent