Hákon Daði: Erfiðustu leikir sem ég hef spilað Smári Jökull Jónsson í Vestmannaeyjum skrifar 1. maí 2016 17:55 Hákon Daði Styrmisson. Vísir/Ernir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson var ÍBV-liðinu erfiður í undanúrslitaeinvígi Hauka og ÍBV en Haukarnir komust í úrslit í dag með sigri í fjórða leiknum úti í Eyjum. Hákon Daði Styrmisson skoraði 41 mark fyrir Hauka í fjórum leikjum eða meira en tíu mörk í leik. Hann kom frá ÍBV um áramótin, fór illa með sína gömlu félaga og var augljóslega létt eftir sigurinn í Eyjum í dag. „Ég er hrikalega feginn að þetta er búið. Þetta hafa verið erfiðustu leikir sem ég hef spilað. Maður var nokkrum sinnum alveg að fara að gefast upp en það má ekki. Maður verður að halda áfram,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir leik. Haukar lentu í töluverðu mótlæti í fyrri hálfleik þegar Giedrius Morkunas markvörður fékk rautt spjald og Tjörvi Þorgeirsson fór af velli meiddur. „Það þýðir ekkert að hugsa um það í leiknum. Maður þarf að setja svona lagað bakvið sig og lifa í núinu. Við þjöppuðum okkur saman og það kemur alltaf maður í manns stað. Janus Daði steig upp og Elías kom með hrikalega mikilvæg mörk“. „Þetta hefði getað fallið báðum megin. Við vorum heppnir að klúðra þessu ekki í lokin og köstuðum þessu næstum frá okkur. Það er hrikalega stutt á milli í þessu“. Stemmningin í stúkunni í Eyjum var svakaleg. Haukar mættu með hóp stuðningsmanna og þá voru Hvítu Riddarar þeirra Eyjamanna háværir sem áður. „Þetta var frábært. Það komu flottir Haukamenn að styðja við bakið á okkur og Hvítu Riddararnir og fólkið hér í Eyjum er ótrúlegt. Ég finn vel fyrir stuðningnum sem ég fæ frá fólkinu hér í Eyjum og mig langar að þakka fyrir það,“ sagði Hákon Daði Styrmisson að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 28-30 | Haukar í úrslit fjórða árið í röð Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. 1. maí 2016 16:45 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson var ÍBV-liðinu erfiður í undanúrslitaeinvígi Hauka og ÍBV en Haukarnir komust í úrslit í dag með sigri í fjórða leiknum úti í Eyjum. Hákon Daði Styrmisson skoraði 41 mark fyrir Hauka í fjórum leikjum eða meira en tíu mörk í leik. Hann kom frá ÍBV um áramótin, fór illa með sína gömlu félaga og var augljóslega létt eftir sigurinn í Eyjum í dag. „Ég er hrikalega feginn að þetta er búið. Þetta hafa verið erfiðustu leikir sem ég hef spilað. Maður var nokkrum sinnum alveg að fara að gefast upp en það má ekki. Maður verður að halda áfram,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir leik. Haukar lentu í töluverðu mótlæti í fyrri hálfleik þegar Giedrius Morkunas markvörður fékk rautt spjald og Tjörvi Þorgeirsson fór af velli meiddur. „Það þýðir ekkert að hugsa um það í leiknum. Maður þarf að setja svona lagað bakvið sig og lifa í núinu. Við þjöppuðum okkur saman og það kemur alltaf maður í manns stað. Janus Daði steig upp og Elías kom með hrikalega mikilvæg mörk“. „Þetta hefði getað fallið báðum megin. Við vorum heppnir að klúðra þessu ekki í lokin og köstuðum þessu næstum frá okkur. Það er hrikalega stutt á milli í þessu“. Stemmningin í stúkunni í Eyjum var svakaleg. Haukar mættu með hóp stuðningsmanna og þá voru Hvítu Riddarar þeirra Eyjamanna háværir sem áður. „Þetta var frábært. Það komu flottir Haukamenn að styðja við bakið á okkur og Hvítu Riddararnir og fólkið hér í Eyjum er ótrúlegt. Ég finn vel fyrir stuðningnum sem ég fæ frá fólkinu hér í Eyjum og mig langar að þakka fyrir það,“ sagði Hákon Daði Styrmisson að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 28-30 | Haukar í úrslit fjórða árið í röð Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. 1. maí 2016 16:45 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 28-30 | Haukar í úrslit fjórða árið í röð Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. 1. maí 2016 16:45