Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 28-30 | Haukar í úrslit fjórða árið í röð Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2016 16:45 Haukar eru enn á ný komnir í lokaúrslitin. Vísir/Anton Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. Fyrri hálfleikurinn byrjaði með miklum látum. Strax á 5.mínútu fékk hinn geysisterki markvörður Hauka, Giedrius Morkunas, rautt spjald eftir árekstur við Theódór Sigurbjörnsson leikmann ÍBV sem var í hraðaupphlaupi. Líklega réttur dómur. Haukar létu þetta lítið á sig fá og tóku fljótlega yfirhöndina. Þeir komust fjórum mörkum yfir og Grétar Ari Guðjónsson, sem kom í markið í stað Giedrius, varði oft glæsilega. Eyjamenn áttu í stökustu vandræðum í sókninni og þegar flautað var leik leikhlés var staðan 15-11 fyrir Hauka. Haukar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik. Sóknarleikur Eyjamanna var enn til vandræða og lykilmenn þeirra náðu sér engan veginn á strik. Kolbeinn Arnarsson kom sterkur í mark ÍBV og hélt þeim inni í leiknum með góðri markvörslu en oft á tíðum náðu Haukar þó frákastinu eftir vörslur Kolbeins og það var dýrmætt. Þegar 7 mínútur voru eftir voru Haukar með sex marka forystu, 21-27. Þá hófst endurkoma Eyjamanna sem náðu að minnka muninn í 28-29 þegar um mínúta var eftir. Haukar töpuðu svo boltanum í næstu sókn og Eyjamenn höfðu tækifæri til að jafna. En í þeirri sókn endurspeglaðist saga leiksins. Eyjamenn fóru illa að ráði sínu. Þeir fengu dæmt á sig sóknarbrot og Hákon Daði Styrmisson, sem hefur verið magnaður í þessu einvígi, fór í hraðaupphlaup og tryggði Haukum tveggja marka sigur. Haukar fögnuðu því sætum sigri en þeir unnu alla útileikina í Eyjum í vetur. Grétar Ari átti frábæra innkomu í lið Hauka og þá var Janus Daði frábær í sókninni. Elías Már skoraði einnig mikilvæg mörk. Hjá Eyjamönnum var Kolbeinn einna sterkastur en hann varði vel í seinni hálfleik. Theódór var þeirra markahæstur en fór illa með góð færi eins og félagar hans.Hákon Daði: Erfiðustu leikir sem ég hef spilað Hákon Daði Styrmisson leikmaður Hauka fór á kostum í einvíginu gegn ÍBV og skoraði 41 mark í fjórum leikjum. Hann kom frá ÍBV um áramótin, fór illa með sína gömlu félaga og var augljóslega létt eftir sigurinn í Eyjum í dag. „Ég er hrikalega feginn að þetta er búið. Þetta hafa verið erfiðustu leikir sem ég hef spilað. Maður var nokkrum sinnum alveg að fara að gefast upp en það má ekki. Maður verður að halda áfram,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir leik. Haukar lentu í töluverðu mótlæti í fyrri hálfleik þegar Giedrius Morkunas markvörður fékk rautt spjald og Tjörvi Þorgeirsson fór af velli meiddur. „Það þýðir ekkert að hugsa um það í leiknum. Maður þarf að setja svona lagað bakvið sig og lifa í núinu. Við þjöppuðum okkur saman og það kemur alltaf maður í manns stað. Janus Daði steig upp og Elías kom með hrikalega mikilvæg mörk“. „Þetta hefði getað fallið báðum megin. Við vorum heppnir að klúðra þessu ekki í lokin og köstuðum þessu næstum frá okkur. Það er hrikalega stutt á milli í þessu“. Stemmningin í stúkunni í Eyjum var svakaleg. Haukar mættu með hóp stuðningsmanna og þá voru Hvítu Riddarar þeirra Eyjamanna háværir sem áður. „Þetta var frábært. Það komu flottir Haukamenn að styðja við bakið á okkur og Hvítu Riddararnir og fólkið hér í Eyjum er ótrúlegt. Ég finn vel fyrir stuðningnum sem ég fæ frá fólkinu hér í Eyjum og mig langar að þakka fyrir það,“ sagði Hákon Daði Styrmisson að lokum.Gunnar Magnússon þjálfari Hauka.Vísir/ErnirGunnar: Við nýttum okkur orkuna úr stúkunniGunnar Magnússon þjálfari Hauka og fyrrverandi þjálfari ÍBV var gríðarlega sáttur eftir sigurinn á ÍBV þegar Vísir náði tali af honum í lok leiks. „Ótrúlegur karakter hjá mínum mönnum. Eftir að ég flutti upp á land hef ég unnið alla leikina hér í Eyjum. Þetta er skemmtilegasti útivöllur landsins og umgjörðin og stemmningin í stúkunni er einstök. Við tókum orkuna þaðan og nýttum hana á jákvæðan hátt,“ sagði Gunnar eftir leik. „Þessi brekka sem við fórum upp í dag var hrikaleg. Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þegar Giedrius var rekinn útaf. Ef hann snertir manninn þá er það rautt, annars ekki. Ég treysti dómurunum til að taka rétta ákvörðun. Ég er yfirhöfuð ekki hrifinn af því að markverðir séu að hlaupa út, þetta er stórhættulegt,“ bætti Gunnar við. „Grétar Ari markvörður er 19 ára, hrikalega efnilegur og með Gogga sem er einn besti markvörður landsins á bakvið sig. Ég vissi að þegar hann fengi sénsinn þá myndi hann standa sig. Hann gerði það heldur betur og steig upp“. „Við bættum ákveðna hluti frá því í síðasta leik. Þetta voru nokkur smáatriði sem við þurftum að laga. Mér fannst við halda aganum lengst af í 60 mínútur og leysa vörnina vel“. „Þetta var erfitt í lokin en við erum á útivelli og allt kolgeggjað í húsinu. Þeir spila maður á mann og um leið og þú reynir eitthvað ertu kominn með ruðning. En við kláruðum þetta og erum ánægðir með það“. Gunnar Magnússon þekkir stemmninguna í Eyjum vel eftir árin sín sem þjálfari ÍBV. Hann hrósaði báðum liðum fyrir umgjörðina í einvíginu. „Umgjörðin í kringum þessa leiki hefur verið frábær og stemmningin sömuleiðis. Við þurfum að hrósa okkar fólki fyrir að koma til Eyja og styðja okkur. Ég kenndi flestum af Hvítu Riddurunum í Akademíunni hér í Eyjum og þekki þá vel. Þetta er geggjuð umgjörð sem bæði liðin eru að bjóða upp á og þvílík auglýsing fyrir handboltann,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka að lokum.Arnar Pétursson þjálfari ÍBV.Vísir/ErnirArnar: Haukar verða meistararArnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega svekktur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Hann sagði sína menn ekki hafa spilað nógu vel og að sóknarleikurinn hafi orðið þeim að falli. „Maður er drullusvekktur. Við vorum á löngum köflum í dag ólíkir sjálfum okkur og yfirspenntir. Við erum stífir og erfiðir sóknarlega. Við erum ekki að fá sama framlag sóknarlega frá okkar mönnum og það er greinilega einhver yfirspenna. Kannski hefur það haft áhrif í lokin að menn hafa verið meiddir og ekki í standi. En sóknarleikurinn var ekki nógu góður,“ sagði Arnar eftir leik. „Í fyrri hálfleik fórum við illa með 4-5 dauðafæri sem Grétar varði vel. Svo vorum við svolítið að flýta okkur að reyna að jafna leikinn. Við áttum skot yfir völlinn og svo dauðafæri þar sem við hefðum getað klórað okkur aðeins nær þeim“. „Grétar Ari er góður markvörður og hann nýtti tækifærið mjög vel. Það var kannski ákveðinn vendipunktur þegar Giedrius var rekinn af velli. Grétar var okkur mjög erfiður.“ Á morgun verður oddaleikur Vals og Aftureldingar og þá fá Haukar að vita hverjir verða mótherjar þeirra í úrslitunum. Arnar er þó með á hreinu hverjir munu lyfta bikarnum. „Haukarnir verða meistarar. Þeir eru einfaldlega með besta liðið og sýndu það í dag. Janus var auðvitað stórkostlegur í dag og Haukar eru einfaldlega bestir. Þeir klára þetta,“ sagði Arnar. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira
Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. Fyrri hálfleikurinn byrjaði með miklum látum. Strax á 5.mínútu fékk hinn geysisterki markvörður Hauka, Giedrius Morkunas, rautt spjald eftir árekstur við Theódór Sigurbjörnsson leikmann ÍBV sem var í hraðaupphlaupi. Líklega réttur dómur. Haukar létu þetta lítið á sig fá og tóku fljótlega yfirhöndina. Þeir komust fjórum mörkum yfir og Grétar Ari Guðjónsson, sem kom í markið í stað Giedrius, varði oft glæsilega. Eyjamenn áttu í stökustu vandræðum í sókninni og þegar flautað var leik leikhlés var staðan 15-11 fyrir Hauka. Haukar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik. Sóknarleikur Eyjamanna var enn til vandræða og lykilmenn þeirra náðu sér engan veginn á strik. Kolbeinn Arnarsson kom sterkur í mark ÍBV og hélt þeim inni í leiknum með góðri markvörslu en oft á tíðum náðu Haukar þó frákastinu eftir vörslur Kolbeins og það var dýrmætt. Þegar 7 mínútur voru eftir voru Haukar með sex marka forystu, 21-27. Þá hófst endurkoma Eyjamanna sem náðu að minnka muninn í 28-29 þegar um mínúta var eftir. Haukar töpuðu svo boltanum í næstu sókn og Eyjamenn höfðu tækifæri til að jafna. En í þeirri sókn endurspeglaðist saga leiksins. Eyjamenn fóru illa að ráði sínu. Þeir fengu dæmt á sig sóknarbrot og Hákon Daði Styrmisson, sem hefur verið magnaður í þessu einvígi, fór í hraðaupphlaup og tryggði Haukum tveggja marka sigur. Haukar fögnuðu því sætum sigri en þeir unnu alla útileikina í Eyjum í vetur. Grétar Ari átti frábæra innkomu í lið Hauka og þá var Janus Daði frábær í sókninni. Elías Már skoraði einnig mikilvæg mörk. Hjá Eyjamönnum var Kolbeinn einna sterkastur en hann varði vel í seinni hálfleik. Theódór var þeirra markahæstur en fór illa með góð færi eins og félagar hans.Hákon Daði: Erfiðustu leikir sem ég hef spilað Hákon Daði Styrmisson leikmaður Hauka fór á kostum í einvíginu gegn ÍBV og skoraði 41 mark í fjórum leikjum. Hann kom frá ÍBV um áramótin, fór illa með sína gömlu félaga og var augljóslega létt eftir sigurinn í Eyjum í dag. „Ég er hrikalega feginn að þetta er búið. Þetta hafa verið erfiðustu leikir sem ég hef spilað. Maður var nokkrum sinnum alveg að fara að gefast upp en það má ekki. Maður verður að halda áfram,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir leik. Haukar lentu í töluverðu mótlæti í fyrri hálfleik þegar Giedrius Morkunas markvörður fékk rautt spjald og Tjörvi Þorgeirsson fór af velli meiddur. „Það þýðir ekkert að hugsa um það í leiknum. Maður þarf að setja svona lagað bakvið sig og lifa í núinu. Við þjöppuðum okkur saman og það kemur alltaf maður í manns stað. Janus Daði steig upp og Elías kom með hrikalega mikilvæg mörk“. „Þetta hefði getað fallið báðum megin. Við vorum heppnir að klúðra þessu ekki í lokin og köstuðum þessu næstum frá okkur. Það er hrikalega stutt á milli í þessu“. Stemmningin í stúkunni í Eyjum var svakaleg. Haukar mættu með hóp stuðningsmanna og þá voru Hvítu Riddarar þeirra Eyjamanna háværir sem áður. „Þetta var frábært. Það komu flottir Haukamenn að styðja við bakið á okkur og Hvítu Riddararnir og fólkið hér í Eyjum er ótrúlegt. Ég finn vel fyrir stuðningnum sem ég fæ frá fólkinu hér í Eyjum og mig langar að þakka fyrir það,“ sagði Hákon Daði Styrmisson að lokum.Gunnar Magnússon þjálfari Hauka.Vísir/ErnirGunnar: Við nýttum okkur orkuna úr stúkunniGunnar Magnússon þjálfari Hauka og fyrrverandi þjálfari ÍBV var gríðarlega sáttur eftir sigurinn á ÍBV þegar Vísir náði tali af honum í lok leiks. „Ótrúlegur karakter hjá mínum mönnum. Eftir að ég flutti upp á land hef ég unnið alla leikina hér í Eyjum. Þetta er skemmtilegasti útivöllur landsins og umgjörðin og stemmningin í stúkunni er einstök. Við tókum orkuna þaðan og nýttum hana á jákvæðan hátt,“ sagði Gunnar eftir leik. „Þessi brekka sem við fórum upp í dag var hrikaleg. Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þegar Giedrius var rekinn útaf. Ef hann snertir manninn þá er það rautt, annars ekki. Ég treysti dómurunum til að taka rétta ákvörðun. Ég er yfirhöfuð ekki hrifinn af því að markverðir séu að hlaupa út, þetta er stórhættulegt,“ bætti Gunnar við. „Grétar Ari markvörður er 19 ára, hrikalega efnilegur og með Gogga sem er einn besti markvörður landsins á bakvið sig. Ég vissi að þegar hann fengi sénsinn þá myndi hann standa sig. Hann gerði það heldur betur og steig upp“. „Við bættum ákveðna hluti frá því í síðasta leik. Þetta voru nokkur smáatriði sem við þurftum að laga. Mér fannst við halda aganum lengst af í 60 mínútur og leysa vörnina vel“. „Þetta var erfitt í lokin en við erum á útivelli og allt kolgeggjað í húsinu. Þeir spila maður á mann og um leið og þú reynir eitthvað ertu kominn með ruðning. En við kláruðum þetta og erum ánægðir með það“. Gunnar Magnússon þekkir stemmninguna í Eyjum vel eftir árin sín sem þjálfari ÍBV. Hann hrósaði báðum liðum fyrir umgjörðina í einvíginu. „Umgjörðin í kringum þessa leiki hefur verið frábær og stemmningin sömuleiðis. Við þurfum að hrósa okkar fólki fyrir að koma til Eyja og styðja okkur. Ég kenndi flestum af Hvítu Riddurunum í Akademíunni hér í Eyjum og þekki þá vel. Þetta er geggjuð umgjörð sem bæði liðin eru að bjóða upp á og þvílík auglýsing fyrir handboltann,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka að lokum.Arnar Pétursson þjálfari ÍBV.Vísir/ErnirArnar: Haukar verða meistararArnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega svekktur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Hann sagði sína menn ekki hafa spilað nógu vel og að sóknarleikurinn hafi orðið þeim að falli. „Maður er drullusvekktur. Við vorum á löngum köflum í dag ólíkir sjálfum okkur og yfirspenntir. Við erum stífir og erfiðir sóknarlega. Við erum ekki að fá sama framlag sóknarlega frá okkar mönnum og það er greinilega einhver yfirspenna. Kannski hefur það haft áhrif í lokin að menn hafa verið meiddir og ekki í standi. En sóknarleikurinn var ekki nógu góður,“ sagði Arnar eftir leik. „Í fyrri hálfleik fórum við illa með 4-5 dauðafæri sem Grétar varði vel. Svo vorum við svolítið að flýta okkur að reyna að jafna leikinn. Við áttum skot yfir völlinn og svo dauðafæri þar sem við hefðum getað klórað okkur aðeins nær þeim“. „Grétar Ari er góður markvörður og hann nýtti tækifærið mjög vel. Það var kannski ákveðinn vendipunktur þegar Giedrius var rekinn af velli. Grétar var okkur mjög erfiður.“ Á morgun verður oddaleikur Vals og Aftureldingar og þá fá Haukar að vita hverjir verða mótherjar þeirra í úrslitunum. Arnar er þó með á hreinu hverjir munu lyfta bikarnum. „Haukarnir verða meistarar. Þeir eru einfaldlega með besta liðið og sýndu það í dag. Janus var auðvitað stórkostlegur í dag og Haukar eru einfaldlega bestir. Þeir klára þetta,“ sagði Arnar.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira