Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Guðmundur Marinó Ingvarsson í Schenker-höllinni skrifar 19. maí 2016 23:00 Stemningin er rosaleg á Ásvöllum. vísir/vilhelm Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka voru Haukar níu mörkum yfir, 28-19, og ekkert virtist benda til annars en að liðið myndi landa öruggum sigri. Annað kom á daginn því Afturelding fann auka kraft á sama tíma og dró af Haukum. Afturelding hóf að saxa á forskotið og fór fljótt að fara um Hauka. Davíð Svansson sem hafði ekki náð sér á strik í leiknum hreinlega lokaði markinu og varði fjölda dauðafæra en að endingu var forskot Hauka orðið of stórt og tíminn of knappur fyrir gestaliðið. Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 13-9 og léku hreint frábærlega eftir að liðið náði áttum eftir taugatrekkjandi upphafsmínútur. Bæði lið voru nokkuð sein í gang en Haukar jöfnuðu sig fyrr og lögðu þar grunninn að forystunni í hálfleik. Mikk Pinnonen virtist hreinlega vera farinn á taugum en hann jafnaði sig í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það léku Haukar frábærlega og svöruðu öllu því sem Afturelding reyndi í vörninni þar til áhlaup Afturelding hófst. Árni Bragi Eyjólfsson stóð upp úr í liði Aftureldingar en miklu munaði um að Jóhann Gunnar Einarsson náði sér ekki á strik sem skrifast að stórum hluta á meiðsli hans í rist. Hákon Daði Styrmisson fór á kostum í liði Hauka líkt og Adam Haukur Baumruk og Elías Már Halldórsson. Janus Daði Smárason var tekinn úr umferð stóran hluta leiksins og leystu Haukar það mjög vel. Leikur Hauka hrundi ekki í lokin þó Afturelding hafi minnkaðu muninn úr níu mörkum og mest niður í tvö þegar skammt var eftir. Leikmenn liðsins fóru einfaldlega illa með fjölda dauðafæra. Taugaspenna og þreyta spilaði þar stórt hlutverk auk þess sem Davíð var magnaður í markinu. Haukar eru Íslandsmeistarar í ellefta sinn, þar af í tíunda sinn á öldinni. Liðið vann einnig Aftureldingu í úrslitum í fyrra en mun meiri spenna var í einvíginu í ár og enginn sópur sjáanlegur.vísir/vilhelmAdam Haukur: Markmiðið að vinna fleiri titla en pabbi "Tilfinningin er frábær. Það er gott að vinna Aftureldingu aftur," sagði sigurreifur Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka, við Vísi eftir 34-31 sigur liðsins í oddaleiknum gegn Aftureldingu í kvöld. "Afturelding er með hörku gott lið. Við vorum vissulega ekki með mestu breiddina fyrir utan en við kláruðum þetta samt," sagði Adam Haukur. Haukar voru mest með níu marka forystu, 28-19, þegar þrettán mínútur voru eftir en Mosfellingar söxuðu á það undir lokin og gerðu leikinn spennandi. Davíð Svansson fór að verja og allt í einu var komið stress í Haukana. "Auðvitað var stress. Þeir taka tvo úr umferð og þannig er þetta bara. En handboltaleikur er 60 mínútur og við vorum í heildina betra liðið," sagði Adam Haukur. Adam er eins og allir vita sonur goðsagnarinnar Petrs Baumruk sem vann fyrstu tvo titla Haukanna á þessari öld en þeir eru nú orðnir tíu síðan árið 2000. Adam er nú búinn að vinna tvo síðustu og með því jafnað föður sinn í Íslandsmeistaratitlum. Það er aðeins eitt sem vakir fyrir Adam og það er að gera betur en gamli maðurinn sem fagnaði hverju marki sonarins af lífi og sál í Schenker-höllinni í kvöld. "Markmiðið er að vinna fleiri titla en pabbi. Hann vann tvo og nú er ég kominn með tvo þannig ég stefni að því að fara fram úr honum á næsta ári," sagði Adam Haukur. Þessari mögnuðu skyttu líður vel á Ásvöllum enda uppalinn í húsinu og skírður eftir félaginu. Hann skoraði sjö mörk í kvöld og 39 mörk í heildina í einvíginu, þar af 32 á Ásvöllum. "Þetta fer í raun bara eftir dagsformi en auðvitað spilar maður best heima hjá sér fyrir framan fulla stúku þegar allir eru að hvetja mann. Ég elska svona leiki," öskraði kampakátur Íslandsmeistarinn Adam Haukur Baumruk. Elías Már: Haukar eru mitt félag„Þegar við vorum komnir með þetta í níu mörk og þrettán mínútur eftir þá hélt ég að þetta væri búið,“ sagði Elías Már Halldórsson sem skoraði ófá mikilvæg mörk fyrir Hauka í kvöld. „Svona er þetta búið að vera allt einvígið. Við vorum orðnir þreyttur, þeir keyrðu upp hraðann og Davíð ver dauðafæri eftir dauðafæri. Það er hættulegt. „Þeir höfðu engu að tapa og keyrðu á okkur. Við vorum komnir með það mikið forskot að þetta dugði.“ Haukar misstu oftar en einu sinni niður forskot undir lok leikja í þessu einvígi og því fór um flesta Haukamegin í húsinu þegar skammt var eftir af leiknum. „Það fór ekki vel um mig þegar það voru þrjár mínútur eftir og við vorum þremur yfir. Ég skal viðurkenna það en við höfðum allan tímann trú á þessu og ætluðum ekki að missa þetta niður eins og við höfum verið að gera. „Þessi leikur er frábær í alla staði. Troðfullt hús og frábær stemning. Aftureldingarliðið er frábært. Við erum ótrúlega stoltir að hafa lagt þá að velli,“ sagði Elías. Margir afskrifuðu Hauka í úrslitaeinvíginu þegar leikstjórnandinn Tjörvi Þorgeirsson meiddist í síðasta leiknum gegn ÍBV í undanúrslitum. „Það vantaði Tjörva en þá komu bara minni spámenn og yngri inn og sanna sig. Það er ótrúlegt að hafa svoleiðis stráka í hópnum.“ Afturelding komst í 2-1 í einvíginu og gat Elías ekki neitaði því að það væri enn sætara að koma til baka í einvíginu og tryggja sér sigur. „Auðvitað er það það. Það eru þvílíkar sveiflur. Maður fer hátt upp og svo fer maður alveg niður á botn og þegar maður nær að synda í gegnum það, þá getur maður ekki verið annað en ánægður,“ sagði Elías sem er alinn upp í Mosfellsbænum þó hann hafi aldrei leikið leik fyrir meistaraflokk Aftureldingar. „Þetta hefur í raun enga auka þýðingu fyrir mig. Ég á nokkra góða vini úr Mosó og þykir vænt um þá en ég lít á mig sig Haukamann í dag. Ég er búinn að vera lengi hérna og búinn að vinna marga stóra titla. Haukar eru mitt félag í dag. Janus Daði: Vorum betriJanus var öflugur í kvöld.vísir/vilhelmJanus Daði Smárason var alls ekki sáttur við að Haukar hafi hleypt spennu í leikinn í kvöld með því að fara illa með fjölda dauðafæra. „Þetta var aulagangur finnst mér. Ég var aðeins í fýlu en nú er ég góður,“ sagði Janus Daði sem var tekinn úr umferð stóran hluta leiksins. „Loksins spiluðum við vel maður á mann. Við hreyfðum okkur vel með og án bolta og vorum ekki að fleygja honum frá okkur eða fara í vitlausa sénsa en svo kom Davíð (Svansson) og lokaði.“ Þegar Afturelding reyndi að taka bæði Janus og Adam Hauk Baumruk úr umferð skipti Gunnar Magnússon þjálfari Hauka markverðinum útaf og til að spila fimm á fjóra varnarmenn. Það skilaði því að Afturelding bakkaði fljótt aftur. „Þeir geta gleymt því að spila fjóra á fjóra á heilan teig á móti Agli (Eiríkssyni). Hann spænir sig alltaf í gegn. Mér fannst við leysa þetta vel og þegar öllu er á botninn hvolft vorum við betri þegar á reyndi í kvöld.“ Haukar fögnuðu sigri á Íslandsmótinu annað árið í röð og alls í tíunda sinn á öldinni. Hefðin sem hefur myndast á Ásvöllum hafði sitt að segja en Afturelding vann sinn eina titil árið 1999. „Við kunnum þetta. Verður maður ekki alltaf betri og betri með hverju úrslitaleiknum? Hver úrslitaleikur vinnur með okkur. „Það eru forréttindi að fá að æfa og spila með svona flottu félagi eins og Haukum,“ sagði Janus Daði sem er samningsbundinn Haukum í eitt ár í viðbót. Hákon Daði: Meira og minna allt inni hjá mérHákon Daði var magnaður í úrslitakeppninni.vísir/ernirHákon Daði Styrmisson var mikill happafengur fyrir Hauka. Hann kom óvænt til félagsins frá ÍBV í janúar og fór á kostum í undanúrslitaeinvíginu gegn sínu gamla liði. Hann toppaði það svo með tíu mörkum í kvöld eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í síðasta leik. „Ég var slakur í síðasta leik. Davíð (Svansson) var að verja vel þá. Þetta er búið að vera sitt á hvað hjá okkur Davíð og Pálmari (Péturssyni),“ sagði Hákon Daði. „Það var meira og minna allt inni hjá mér í kvöld. Það var geggjað. Ég breyti ekki neinu. Ég er alltaf með sömu rútínu fyrir leiki og það er frábært þegar það virkar. Ef það virkar ekki þarftu að skoða hvað þú gerir inni á vellinum.“ Þetta er ekki fyrsti oddaleikurinn sem Hákon Daði upplifir í DB Schenkerhöllinni. Hann var fremstur í flokki Hvíta-Riddarans, stuðningsmannasveitar ÍBV sem fagnaði Íslandsmeistaratitli eftir á sigur á Haukum fyrir tveimur árum í oddaleik. „Þetta er geggjað og hitt var geggjað líka. Það er æðislegt að taka þátt í þessu,“ sagði Hákon sem stefndi alltaf á að verða meistari með Haukum þegar hann kom til liðsins í janúar. „Já en maður getur aldrei ímyndað sér neitt svona.“ Einar Andri: Hefðum þurft þrjár mínútur í viðbótEinar Andri Einarsson var niðurlútur í leikslok.vísir/vilhelm„Vonbrigði eftir leik fjögur og spennustigið. Við náðum okkur að minnsta kosti ekki á strik í 45 mínútur,“ sagði vonsvikinn Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir leikinn í kvöld. Þrátt fyrir að vera með tapaðan leik í höndunum gáfust leikmenn Aftureldingar aldrei upp. Liðið fann auka kraft í lokin var hársbreidd frá því að vinna upp níu marka forystu Hauka á 13 mínútum. „Þessi strákar gefast aldrei upp. Það er ótrúlegur karakter í þessu liði. Það er ekki til í bókinni að hætta. „Menn byrjuðu að spila handbolta og fengu smá markvörslu. Við hefðum þurft þrjár mínútur í viðbót. „Við misstum aldrei trúna. Við þurftum bara að spila handbolta eins og við vorum búnir að gera alla þessa leiki,“ sagði Einar Andri sem var þó frekar sár með að klára ekki einvígið í fjórða leiknum heldur en að tapa hér í kvöld. „Ég er svekktur að hafa ekki klárað leik fjögur. Mér fannst við ekki njóta sannmælis í þeim leik. „Ef framlengingin er skoðuð þá misstu dómararnir af tveimur brottvísunum og Haukarnir fengu eitt mark eftir skref. Það situr í mér en í svona leik fimm getur allt gerst.“ Matthías: Nú er ég hættur og skórnir komnir á hillunaMatthías lyftir bikarnum.vísir/vilhelm„Það fór rosalega orka í þennan leik en þegar maður er kominn í oddaleik þá er maður bara á adrenalíninu í 60 mínútur,“segir Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. Haukar unnu hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla og fór leikurinn 34-31. „Við náðum í þetta góða forskot í seinni hálfleiknum og það lagði grunninn að þessum sigri. Þeir komust aðeins inn í þetta, en það fór rosalega mikil orka í það hjá þeim að minnka muninn.“ Hann segir að það sé mjög erfitt að spila þegar maður fær svona framliggjandi vörn út á móti sér eins og Afturelding gerði undir lok leiksins. „Þetta var nokkuð erfitt undir lokin en við náðum sem betur fer að klára þetta. Þetta er bara frábært og ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja.“ Eftir síðasta tímabil ákvað Matthías að leggja skóna á hilluna en hætti síðan við að hætta. Er hann hættur núna? „Já, ég er ekki einu sinni í skónum lengur, þeir eru komnir upp í hillu.“ Jón Þorbjörn: Þetta er ógeðslega gamanJón í baráttunni í leik fjögur.vísir/vilhelm„Þetta er bara svo ógeðslega gaman og mér finnst við svo eiga þetta skilið,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð eftir sigur á Aftureldingu, 34-31, í hreinum úrslitaleik um dolluna. „Við erum búnir að vera með jafnbesta liðið allt tímabilið og ég er bara gríðarlega sáttur eftir þessa niðurstöðu. Jón segir að liðið hafi staðið varnarleikinn einstallega vel í byrjun leiksins og það hafi lagt gruninn af miklu forskoti Hauka. „Þessi úrslitakeppni er bara búin að vera meira ruglið. Ég viðurkenni það að ég er svolítið þreyttur. Við vissum bara að þetta væri einn leikur og svo er ekki annar leikur í nokkra mánuði, svo maður beit þetta í sig.“ Gunnar: Besta leikhlé sem ég hef tekiðGunnar þakkar stuðningsmönnum fyrir stuðninginn í leikslok.vísir/vilhelm„Þetta var frábær úrslitakeppni og frábær vetur hjá okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að liðið hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Haukar unnu oddaleikinn á Ásvöllun í kvöld, 34-31, og voru sterkari allan leikinn. Liðið er einfaldlega með það besta á Íslandi. „Við erum búnir að vera stórkostlegir í allan vetur og þessi leikurinn kórónaði frábæran vetur, við spiluðum hann frábærlega.“ Gunnar segir að gott forskot Hauka í upphafi síðari hálfleiksins hafi lagt gruninn að þessum sigri í kvöld. „Það gaf okkur smá svigrúm til þess að gera mistök. Ef við þurfum að læra eitthvað frá þessu öllu saman þá er það að við þurfum að klára leikina betur.“ Hann segir að liðið hafi spilað allt einvígið vel gegn Aftureldingu. „Við mættum alveg ótrúlega vel undirbúnir og spennustigið var rétt hjá okkur. Maður sá það strax varnarlega að við vorum með þá og búnir að lesa þá vel.“ Eitt rosalegasta atvik leiksins gerðir þegar tæplega tvær mínútur voru eftir af leiknum. Þá voru Haukar með boltann og Gunnar tók leikhlé. Fáir í höllinni heyrðu í flautunni og brunaði Afturelding upp völlinn og skoraði. Margir héldu að staðan væri þá orðin 33-31 en svo var ekki. Þjálfari Haukar hafði náð að henda inn spjaldinu og leikhléið stóð. „Þetta var án efa besta leikhlé sem ég hef tekið á ferlinum. Það var heldur betur mikilvægt þegar upp var staðið.“vísir/vilhelmStuðningsmenn Hauka í kvöld.vísir/vilhelm Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka voru Haukar níu mörkum yfir, 28-19, og ekkert virtist benda til annars en að liðið myndi landa öruggum sigri. Annað kom á daginn því Afturelding fann auka kraft á sama tíma og dró af Haukum. Afturelding hóf að saxa á forskotið og fór fljótt að fara um Hauka. Davíð Svansson sem hafði ekki náð sér á strik í leiknum hreinlega lokaði markinu og varði fjölda dauðafæra en að endingu var forskot Hauka orðið of stórt og tíminn of knappur fyrir gestaliðið. Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 13-9 og léku hreint frábærlega eftir að liðið náði áttum eftir taugatrekkjandi upphafsmínútur. Bæði lið voru nokkuð sein í gang en Haukar jöfnuðu sig fyrr og lögðu þar grunninn að forystunni í hálfleik. Mikk Pinnonen virtist hreinlega vera farinn á taugum en hann jafnaði sig í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það léku Haukar frábærlega og svöruðu öllu því sem Afturelding reyndi í vörninni þar til áhlaup Afturelding hófst. Árni Bragi Eyjólfsson stóð upp úr í liði Aftureldingar en miklu munaði um að Jóhann Gunnar Einarsson náði sér ekki á strik sem skrifast að stórum hluta á meiðsli hans í rist. Hákon Daði Styrmisson fór á kostum í liði Hauka líkt og Adam Haukur Baumruk og Elías Már Halldórsson. Janus Daði Smárason var tekinn úr umferð stóran hluta leiksins og leystu Haukar það mjög vel. Leikur Hauka hrundi ekki í lokin þó Afturelding hafi minnkaðu muninn úr níu mörkum og mest niður í tvö þegar skammt var eftir. Leikmenn liðsins fóru einfaldlega illa með fjölda dauðafæra. Taugaspenna og þreyta spilaði þar stórt hlutverk auk þess sem Davíð var magnaður í markinu. Haukar eru Íslandsmeistarar í ellefta sinn, þar af í tíunda sinn á öldinni. Liðið vann einnig Aftureldingu í úrslitum í fyrra en mun meiri spenna var í einvíginu í ár og enginn sópur sjáanlegur.vísir/vilhelmAdam Haukur: Markmiðið að vinna fleiri titla en pabbi "Tilfinningin er frábær. Það er gott að vinna Aftureldingu aftur," sagði sigurreifur Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka, við Vísi eftir 34-31 sigur liðsins í oddaleiknum gegn Aftureldingu í kvöld. "Afturelding er með hörku gott lið. Við vorum vissulega ekki með mestu breiddina fyrir utan en við kláruðum þetta samt," sagði Adam Haukur. Haukar voru mest með níu marka forystu, 28-19, þegar þrettán mínútur voru eftir en Mosfellingar söxuðu á það undir lokin og gerðu leikinn spennandi. Davíð Svansson fór að verja og allt í einu var komið stress í Haukana. "Auðvitað var stress. Þeir taka tvo úr umferð og þannig er þetta bara. En handboltaleikur er 60 mínútur og við vorum í heildina betra liðið," sagði Adam Haukur. Adam er eins og allir vita sonur goðsagnarinnar Petrs Baumruk sem vann fyrstu tvo titla Haukanna á þessari öld en þeir eru nú orðnir tíu síðan árið 2000. Adam er nú búinn að vinna tvo síðustu og með því jafnað föður sinn í Íslandsmeistaratitlum. Það er aðeins eitt sem vakir fyrir Adam og það er að gera betur en gamli maðurinn sem fagnaði hverju marki sonarins af lífi og sál í Schenker-höllinni í kvöld. "Markmiðið er að vinna fleiri titla en pabbi. Hann vann tvo og nú er ég kominn með tvo þannig ég stefni að því að fara fram úr honum á næsta ári," sagði Adam Haukur. Þessari mögnuðu skyttu líður vel á Ásvöllum enda uppalinn í húsinu og skírður eftir félaginu. Hann skoraði sjö mörk í kvöld og 39 mörk í heildina í einvíginu, þar af 32 á Ásvöllum. "Þetta fer í raun bara eftir dagsformi en auðvitað spilar maður best heima hjá sér fyrir framan fulla stúku þegar allir eru að hvetja mann. Ég elska svona leiki," öskraði kampakátur Íslandsmeistarinn Adam Haukur Baumruk. Elías Már: Haukar eru mitt félag„Þegar við vorum komnir með þetta í níu mörk og þrettán mínútur eftir þá hélt ég að þetta væri búið,“ sagði Elías Már Halldórsson sem skoraði ófá mikilvæg mörk fyrir Hauka í kvöld. „Svona er þetta búið að vera allt einvígið. Við vorum orðnir þreyttur, þeir keyrðu upp hraðann og Davíð ver dauðafæri eftir dauðafæri. Það er hættulegt. „Þeir höfðu engu að tapa og keyrðu á okkur. Við vorum komnir með það mikið forskot að þetta dugði.“ Haukar misstu oftar en einu sinni niður forskot undir lok leikja í þessu einvígi og því fór um flesta Haukamegin í húsinu þegar skammt var eftir af leiknum. „Það fór ekki vel um mig þegar það voru þrjár mínútur eftir og við vorum þremur yfir. Ég skal viðurkenna það en við höfðum allan tímann trú á þessu og ætluðum ekki að missa þetta niður eins og við höfum verið að gera. „Þessi leikur er frábær í alla staði. Troðfullt hús og frábær stemning. Aftureldingarliðið er frábært. Við erum ótrúlega stoltir að hafa lagt þá að velli,“ sagði Elías. Margir afskrifuðu Hauka í úrslitaeinvíginu þegar leikstjórnandinn Tjörvi Þorgeirsson meiddist í síðasta leiknum gegn ÍBV í undanúrslitum. „Það vantaði Tjörva en þá komu bara minni spámenn og yngri inn og sanna sig. Það er ótrúlegt að hafa svoleiðis stráka í hópnum.“ Afturelding komst í 2-1 í einvíginu og gat Elías ekki neitaði því að það væri enn sætara að koma til baka í einvíginu og tryggja sér sigur. „Auðvitað er það það. Það eru þvílíkar sveiflur. Maður fer hátt upp og svo fer maður alveg niður á botn og þegar maður nær að synda í gegnum það, þá getur maður ekki verið annað en ánægður,“ sagði Elías sem er alinn upp í Mosfellsbænum þó hann hafi aldrei leikið leik fyrir meistaraflokk Aftureldingar. „Þetta hefur í raun enga auka þýðingu fyrir mig. Ég á nokkra góða vini úr Mosó og þykir vænt um þá en ég lít á mig sig Haukamann í dag. Ég er búinn að vera lengi hérna og búinn að vinna marga stóra titla. Haukar eru mitt félag í dag. Janus Daði: Vorum betriJanus var öflugur í kvöld.vísir/vilhelmJanus Daði Smárason var alls ekki sáttur við að Haukar hafi hleypt spennu í leikinn í kvöld með því að fara illa með fjölda dauðafæra. „Þetta var aulagangur finnst mér. Ég var aðeins í fýlu en nú er ég góður,“ sagði Janus Daði sem var tekinn úr umferð stóran hluta leiksins. „Loksins spiluðum við vel maður á mann. Við hreyfðum okkur vel með og án bolta og vorum ekki að fleygja honum frá okkur eða fara í vitlausa sénsa en svo kom Davíð (Svansson) og lokaði.“ Þegar Afturelding reyndi að taka bæði Janus og Adam Hauk Baumruk úr umferð skipti Gunnar Magnússon þjálfari Hauka markverðinum útaf og til að spila fimm á fjóra varnarmenn. Það skilaði því að Afturelding bakkaði fljótt aftur. „Þeir geta gleymt því að spila fjóra á fjóra á heilan teig á móti Agli (Eiríkssyni). Hann spænir sig alltaf í gegn. Mér fannst við leysa þetta vel og þegar öllu er á botninn hvolft vorum við betri þegar á reyndi í kvöld.“ Haukar fögnuðu sigri á Íslandsmótinu annað árið í röð og alls í tíunda sinn á öldinni. Hefðin sem hefur myndast á Ásvöllum hafði sitt að segja en Afturelding vann sinn eina titil árið 1999. „Við kunnum þetta. Verður maður ekki alltaf betri og betri með hverju úrslitaleiknum? Hver úrslitaleikur vinnur með okkur. „Það eru forréttindi að fá að æfa og spila með svona flottu félagi eins og Haukum,“ sagði Janus Daði sem er samningsbundinn Haukum í eitt ár í viðbót. Hákon Daði: Meira og minna allt inni hjá mérHákon Daði var magnaður í úrslitakeppninni.vísir/ernirHákon Daði Styrmisson var mikill happafengur fyrir Hauka. Hann kom óvænt til félagsins frá ÍBV í janúar og fór á kostum í undanúrslitaeinvíginu gegn sínu gamla liði. Hann toppaði það svo með tíu mörkum í kvöld eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í síðasta leik. „Ég var slakur í síðasta leik. Davíð (Svansson) var að verja vel þá. Þetta er búið að vera sitt á hvað hjá okkur Davíð og Pálmari (Péturssyni),“ sagði Hákon Daði. „Það var meira og minna allt inni hjá mér í kvöld. Það var geggjað. Ég breyti ekki neinu. Ég er alltaf með sömu rútínu fyrir leiki og það er frábært þegar það virkar. Ef það virkar ekki þarftu að skoða hvað þú gerir inni á vellinum.“ Þetta er ekki fyrsti oddaleikurinn sem Hákon Daði upplifir í DB Schenkerhöllinni. Hann var fremstur í flokki Hvíta-Riddarans, stuðningsmannasveitar ÍBV sem fagnaði Íslandsmeistaratitli eftir á sigur á Haukum fyrir tveimur árum í oddaleik. „Þetta er geggjað og hitt var geggjað líka. Það er æðislegt að taka þátt í þessu,“ sagði Hákon sem stefndi alltaf á að verða meistari með Haukum þegar hann kom til liðsins í janúar. „Já en maður getur aldrei ímyndað sér neitt svona.“ Einar Andri: Hefðum þurft þrjár mínútur í viðbótEinar Andri Einarsson var niðurlútur í leikslok.vísir/vilhelm„Vonbrigði eftir leik fjögur og spennustigið. Við náðum okkur að minnsta kosti ekki á strik í 45 mínútur,“ sagði vonsvikinn Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir leikinn í kvöld. Þrátt fyrir að vera með tapaðan leik í höndunum gáfust leikmenn Aftureldingar aldrei upp. Liðið fann auka kraft í lokin var hársbreidd frá því að vinna upp níu marka forystu Hauka á 13 mínútum. „Þessi strákar gefast aldrei upp. Það er ótrúlegur karakter í þessu liði. Það er ekki til í bókinni að hætta. „Menn byrjuðu að spila handbolta og fengu smá markvörslu. Við hefðum þurft þrjár mínútur í viðbót. „Við misstum aldrei trúna. Við þurftum bara að spila handbolta eins og við vorum búnir að gera alla þessa leiki,“ sagði Einar Andri sem var þó frekar sár með að klára ekki einvígið í fjórða leiknum heldur en að tapa hér í kvöld. „Ég er svekktur að hafa ekki klárað leik fjögur. Mér fannst við ekki njóta sannmælis í þeim leik. „Ef framlengingin er skoðuð þá misstu dómararnir af tveimur brottvísunum og Haukarnir fengu eitt mark eftir skref. Það situr í mér en í svona leik fimm getur allt gerst.“ Matthías: Nú er ég hættur og skórnir komnir á hillunaMatthías lyftir bikarnum.vísir/vilhelm„Það fór rosalega orka í þennan leik en þegar maður er kominn í oddaleik þá er maður bara á adrenalíninu í 60 mínútur,“segir Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. Haukar unnu hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla og fór leikurinn 34-31. „Við náðum í þetta góða forskot í seinni hálfleiknum og það lagði grunninn að þessum sigri. Þeir komust aðeins inn í þetta, en það fór rosalega mikil orka í það hjá þeim að minnka muninn.“ Hann segir að það sé mjög erfitt að spila þegar maður fær svona framliggjandi vörn út á móti sér eins og Afturelding gerði undir lok leiksins. „Þetta var nokkuð erfitt undir lokin en við náðum sem betur fer að klára þetta. Þetta er bara frábært og ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja.“ Eftir síðasta tímabil ákvað Matthías að leggja skóna á hilluna en hætti síðan við að hætta. Er hann hættur núna? „Já, ég er ekki einu sinni í skónum lengur, þeir eru komnir upp í hillu.“ Jón Þorbjörn: Þetta er ógeðslega gamanJón í baráttunni í leik fjögur.vísir/vilhelm„Þetta er bara svo ógeðslega gaman og mér finnst við svo eiga þetta skilið,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð eftir sigur á Aftureldingu, 34-31, í hreinum úrslitaleik um dolluna. „Við erum búnir að vera með jafnbesta liðið allt tímabilið og ég er bara gríðarlega sáttur eftir þessa niðurstöðu. Jón segir að liðið hafi staðið varnarleikinn einstallega vel í byrjun leiksins og það hafi lagt gruninn af miklu forskoti Hauka. „Þessi úrslitakeppni er bara búin að vera meira ruglið. Ég viðurkenni það að ég er svolítið þreyttur. Við vissum bara að þetta væri einn leikur og svo er ekki annar leikur í nokkra mánuði, svo maður beit þetta í sig.“ Gunnar: Besta leikhlé sem ég hef tekiðGunnar þakkar stuðningsmönnum fyrir stuðninginn í leikslok.vísir/vilhelm„Þetta var frábær úrslitakeppni og frábær vetur hjá okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að liðið hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Haukar unnu oddaleikinn á Ásvöllun í kvöld, 34-31, og voru sterkari allan leikinn. Liðið er einfaldlega með það besta á Íslandi. „Við erum búnir að vera stórkostlegir í allan vetur og þessi leikurinn kórónaði frábæran vetur, við spiluðum hann frábærlega.“ Gunnar segir að gott forskot Hauka í upphafi síðari hálfleiksins hafi lagt gruninn að þessum sigri í kvöld. „Það gaf okkur smá svigrúm til þess að gera mistök. Ef við þurfum að læra eitthvað frá þessu öllu saman þá er það að við þurfum að klára leikina betur.“ Hann segir að liðið hafi spilað allt einvígið vel gegn Aftureldingu. „Við mættum alveg ótrúlega vel undirbúnir og spennustigið var rétt hjá okkur. Maður sá það strax varnarlega að við vorum með þá og búnir að lesa þá vel.“ Eitt rosalegasta atvik leiksins gerðir þegar tæplega tvær mínútur voru eftir af leiknum. Þá voru Haukar með boltann og Gunnar tók leikhlé. Fáir í höllinni heyrðu í flautunni og brunaði Afturelding upp völlinn og skoraði. Margir héldu að staðan væri þá orðin 33-31 en svo var ekki. Þjálfari Haukar hafði náð að henda inn spjaldinu og leikhléið stóð. „Þetta var án efa besta leikhlé sem ég hef tekið á ferlinum. Það var heldur betur mikilvægt þegar upp var staðið.“vísir/vilhelmStuðningsmenn Hauka í kvöld.vísir/vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira