„Það kom ekki til álita af hálfu Landsbankans að tengja söluverðið við niðurstöður í rekstri félagsins í framtíð, en að mati bankans hefði slíkt fyrirkomulag væntanlega bæði falið í sér kröfu kaupenda um endurgreiðslu á hluta söluverðs ef rekstraráætlanir myndu ekki ganga eftir á sama hátt og að aukagreiðsla myndi koma til ef rekstarniðurstaða yrði umfram áætlanir.“
Landsbankinn taldi töluverða hættu á að rekstrarmarkmið stjórnenda um vöxt myndi ekki nást. Bent var á samdrátt í erlendum tekjum Valitor því til stuðnings. Verðmat Landsbankans byggði engu síður á að byggði á töluverðum vexti Borgunar, í samræmi við áætlanir stjórnenda fyrirtækisins.
Þá hafi bankanum ekki verið kunnugt um annað verðmat áður en fyrirtækið hafi verið selt.

Samkvæmt sviðsmyndum sem Landsbankinn lagði upp með fyrir söluna um framtíðarvöxt Borgunar taldi bankinn hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. Niðurstaðan var að selja hlutinn á 2,2 milljarða króna.
Samkvæmt verðmati sem Morgunblaðið greindi frá í febrúar er hluturinn metinn á um 8 milljarða króna. Þá seldu stjórnendur Borgunar hlut í fyrirtækinu sumarið 2015 miðað við að 30,12 prósent hlutur í Borgun væri 3,4 milljarða króna virði.
Í nóvember á síðasta ári var svo upplýst um að Visa International myndi kaupa Visa Europe og íslensk kortafyrirtæki fengju milljarðagreiðslur fyrir. Bókfærður hagnaður vegna fyrirhugaðra kaupa Visa International á Visa Europe var 5,4 hjá Borgun á síðasta ári. Landsbankinn hefur sagt að hann hafi ekki haft neinar upplýsingar um að Borgun ætti rétt á greiðslum vegna valréttar Visa International.
Þá nam hagnaður af reglulegri starfsemi Borgunar 1,5 milljarði króna. Borgun hefur greitt 3 milljarða í arð síðan Landsbankinn seldi hlut í fyrirtækinu og því hafa 932 milljónir króna fallið í hlut hópsins sem keypti hlut Landsbankans.

Önnur sviðsmyndin byggði á hægara vexti erlendis hjá Borgun, aðeins 3% vöxtur yrði milli ára og krafan á eigin fé væri 15%. Miðað við það væri hlutur Landsbankans í Borgun 1,7 milljarða virði.
Þriðja sviðsmyndin byggði á því að rekstraráætlun stjórnenda Borgunar gengi eftir en ekki væri gert fyrir hækkun eigin fjárhlutfalls líkt og í sviðsmynd eitt og því væri hærri arður greiddur út. Miðað við þær forsendur var hlutur Landsbankans í Borgun metin á 2,4 milljarða króna.
Svar Landsbankans má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan.