Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2016 10:00 Elliðavatn er afskaplega vinsælt veiðivatn enda liggur vatnið í túnjaðri borgarinnar og þarna er oft hægt að veiða ágætlega. Það virðist þó ekki vera eitthvað annað uppá teningnum miðað við vorið 2015 sem þó var mjög kalt vor en þá veiddist nefnilega nokkuð vel í vatninu strax frá opnun. Núna aftur á móti hafa vanir veiðimenn við vatnið farið all oft í það án þess að vera mikið varir. Það er líka tekið eftir því að vök er með minnsta móti miðað við allt sem telst eðlilegt í vatninu. Það getur stafað af því að urriðinn er í nægu æti á botninum og sækir þess vegna lítið í klakið sem er þó aðeins farið af stað. Hvað sem því líður þá er þetta eitt rólegasta vorið í vatninu í lengri tíma og það er nokkuð sérstakt að fara upp að vatni dag eftir dag til að sjá hvernig veiðimönnum gengur og sjá kannski einn til tvo fiska eftir daginn hjá tuttugu veiðimönnum. Aðstæður við vatnið breytast síðan ansi hratt þegar það fer að hlýna og vonandi tekur veiðin þá við sér og Elliðavatn verður eins og veiðimenn eiga að þekkja það. Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði
Elliðavatn er afskaplega vinsælt veiðivatn enda liggur vatnið í túnjaðri borgarinnar og þarna er oft hægt að veiða ágætlega. Það virðist þó ekki vera eitthvað annað uppá teningnum miðað við vorið 2015 sem þó var mjög kalt vor en þá veiddist nefnilega nokkuð vel í vatninu strax frá opnun. Núna aftur á móti hafa vanir veiðimenn við vatnið farið all oft í það án þess að vera mikið varir. Það er líka tekið eftir því að vök er með minnsta móti miðað við allt sem telst eðlilegt í vatninu. Það getur stafað af því að urriðinn er í nægu æti á botninum og sækir þess vegna lítið í klakið sem er þó aðeins farið af stað. Hvað sem því líður þá er þetta eitt rólegasta vorið í vatninu í lengri tíma og það er nokkuð sérstakt að fara upp að vatni dag eftir dag til að sjá hvernig veiðimönnum gengur og sjá kannski einn til tvo fiska eftir daginn hjá tuttugu veiðimönnum. Aðstæður við vatnið breytast síðan ansi hratt þegar það fer að hlýna og vonandi tekur veiðin þá við sér og Elliðavatn verður eins og veiðimenn eiga að þekkja það.
Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði