Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2016 19:15 Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að standa utan við loftlagssáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem þau telja hann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. Þetta átti þátt í því að Bandaríkjaforseta og leiðtogum Norðurlandanna mistókst að gera sérstakan norðurslóðasáttmála í Washington í síðustu viku.Ban Ki-moon í fylgd með þáverandi forsætisráðherrum Grænlands og Danmerkur, Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, fyrir tveimur árum. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden.Þessi afstaða Grænlendinga er afar neyðarleg fyrir ímynd loftlagssáttmálans í ljósi þess að Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór í sögulega heimsókn til Grænlands fyrir tveimur árum um hávetur til að beina sjónum að loftlagsvanda jarðar. Aðalritarinn ferðaðist um á hundasleða og veiddi fisk í gegnum vakir með heimamönnum til að vekja athygli á því hvaða áhrif bráðnun hafíss gæti haft á lífsskilyrði þjóða á norðurslóðum.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna með grænlenskum sleðahundum.SÞ/Mark Garten.Aðalritarinn virðist þarna hafa misreiknað vilja grænlenskra stjórnvalda því þau hafa ákveðið að nýta svæðisbundinn rétt sinn til að standa utan við skuldbindingar sáttmálans. Kjarni málsins er nefnilega sá að þau telja leiðina til efnahagslegs sjálfstæðis ekki felast í því að aka um á hundasleðum og veiða fisk í gegnum vakir heldur fremur með námagreftri úr fjöllum, eins og við bæinn Narssaq, sem talið er geyma úran. Grænland og landgrunn þess eru einnig talin auðug af eðalmálmum og olíu. Í yfirlýsingu Grænlendinga er lýst megnri óánægju með að í lokatexta Parísarsáttmálans hafi ekkert tillit verið tekið til óska frumbyggjaþjóða til efnahagsþróunar. Danska blaðið Politiken fjallar nánar um það sem virðist vera þversögn; að meðan ísinn bráðni þá segi Grænland nei við sáttmálanum. Þar kemur fram að núverandi áætlanir Grænlendinga um námavinnslu, olíuleit og iðnaðaruppbyggingu muni hugsanlega tvöfalda losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Aðild þýði að loftlagssáttmálinn muni refsa fyrirtækjum sem vilji hefja orkufreka námavinnslu eða aðra auðlindanýtingu á Grænlandi.Leiðtogar Norðurlandanna með Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í síðustu viku.Þessi afstaða Grænlendinga hafði meðal annars þau áhrif að áform um að Bandaríkjaforseti og leiðtogar Norðurlandanna gerðu sérstakan norðurslóðasáttmála í síðustu viku urðu að engu. Politiken segir að dönsk stjórnvöld og norsk hafi sagt nei. Tengdar fréttir Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00 Aðalritarinn í ævintýraferð á hundasleða á Grænlandi Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. 28. mars 2014 19:00 Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að standa utan við loftlagssáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem þau telja hann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. Þetta átti þátt í því að Bandaríkjaforseta og leiðtogum Norðurlandanna mistókst að gera sérstakan norðurslóðasáttmála í Washington í síðustu viku.Ban Ki-moon í fylgd með þáverandi forsætisráðherrum Grænlands og Danmerkur, Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, fyrir tveimur árum. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden.Þessi afstaða Grænlendinga er afar neyðarleg fyrir ímynd loftlagssáttmálans í ljósi þess að Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór í sögulega heimsókn til Grænlands fyrir tveimur árum um hávetur til að beina sjónum að loftlagsvanda jarðar. Aðalritarinn ferðaðist um á hundasleða og veiddi fisk í gegnum vakir með heimamönnum til að vekja athygli á því hvaða áhrif bráðnun hafíss gæti haft á lífsskilyrði þjóða á norðurslóðum.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna með grænlenskum sleðahundum.SÞ/Mark Garten.Aðalritarinn virðist þarna hafa misreiknað vilja grænlenskra stjórnvalda því þau hafa ákveðið að nýta svæðisbundinn rétt sinn til að standa utan við skuldbindingar sáttmálans. Kjarni málsins er nefnilega sá að þau telja leiðina til efnahagslegs sjálfstæðis ekki felast í því að aka um á hundasleðum og veiða fisk í gegnum vakir heldur fremur með námagreftri úr fjöllum, eins og við bæinn Narssaq, sem talið er geyma úran. Grænland og landgrunn þess eru einnig talin auðug af eðalmálmum og olíu. Í yfirlýsingu Grænlendinga er lýst megnri óánægju með að í lokatexta Parísarsáttmálans hafi ekkert tillit verið tekið til óska frumbyggjaþjóða til efnahagsþróunar. Danska blaðið Politiken fjallar nánar um það sem virðist vera þversögn; að meðan ísinn bráðni þá segi Grænland nei við sáttmálanum. Þar kemur fram að núverandi áætlanir Grænlendinga um námavinnslu, olíuleit og iðnaðaruppbyggingu muni hugsanlega tvöfalda losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Aðild þýði að loftlagssáttmálinn muni refsa fyrirtækjum sem vilji hefja orkufreka námavinnslu eða aðra auðlindanýtingu á Grænlandi.Leiðtogar Norðurlandanna með Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í síðustu viku.Þessi afstaða Grænlendinga hafði meðal annars þau áhrif að áform um að Bandaríkjaforseti og leiðtogar Norðurlandanna gerðu sérstakan norðurslóðasáttmála í síðustu viku urðu að engu. Politiken segir að dönsk stjórnvöld og norsk hafi sagt nei.
Tengdar fréttir Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00 Aðalritarinn í ævintýraferð á hundasleða á Grænlandi Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. 28. mars 2014 19:00 Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00
Aðalritarinn í ævintýraferð á hundasleða á Grænlandi Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. 28. mars 2014 19:00