Aðdáendum hennar til mikillar ánægju verður nóg um að vera í þáttunum og hægt verður að kynnast Mariuh töluvert betur en hún hefur aldrei hleypt myndavélunum inn í líf sitt á þennan hátt.
Í þáttunum má búast við því að Mariah sýni sína innri dívu-takta en í klippunni hér fyrir neðan má meðal annars sjá hana slökkva á kertum á afmælisköku með kampavíni. Hún útskýrir einnig afhverju hún er alltaf með sólgleraugu inni en það ku vera vegna þess að hún lætur aldrei neinn sjá sig í flúor ljósi.
Meira um þessa spennandi þætti hér fyrir neðan.