Það má spurja sig hvað kemur til að korsilettið sé komið aftur í tísku. Sumir hafa kastað þeirri spurningu fram að það gæti verið vegna mikilla vinsælda "waist-trainers" sem að hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og lætur fólk halda að það muni fá grennra mitti en þó eru margir sem nota það sem stuðning við bakið.
Í gegnum tíðina, eða allt frá 19.öld, hafa korsilettin verið notuð til þess að þrýsta inn mittinu á konum til þess eins að láta þær fá "kvenlegri" lögun. Yfirleitt voru þau hert svo mikið að rifbeinin í konum brotnuðu og líffæri færðust til en í dag er öldin önnur og eru þessar flíkur orðnar töluvert saklausari og eiga alls ekki að meiða þá sem klæðast þeim.




