Leitin að hinum fullkomna nuddstól Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. maí 2016 11:45 Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er aðalsprauta hljómsveitarinnar Milkywhale og er í góðum gír í nýjasta myndbandi sveitarinnar. Vísir/Magnús Leifsson Goodbye átti upphaflega að vera „power“-ballaða, okkur fannst það svo tilvalið þar sem Adele var nýbúin að gefa út hinn dramatíska hittara Hello, að koma með einhvers konar andsvar við því. Svo þróaðist þetta reyndar út í „mellow“-dramatískt stuðlag sem allir ættu að geta dansað við, hvort sem það er úti á dansgólfinu eða í hægindastólnum,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir söngkona Milkywhale um nýjasta lag sveitarinnar. Hún, ásamt Árna Rúnari Hlöðverssyni, skipar Milkywhale. Árni er einnig meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast. „Við vinnum öll lögin okkar heima í stofunni hjá Árna og Lóu, ég hef alltaf sagt að Milkywhale sé kaffivélinni þeirra að þakka.“ „Þegar Magnús Leifsson leikstjóri kom með hugmyndina að myndbandinu þá þurfti ekki langan tíma til að sannfæra okkur. Í stuttu máli fjallar það um mann og leit hans að hinum fullkomna nuddstól. Magga langaði að búa til myndband þar sem hápunkturinn í viðlaginu væri frekar óhefðbundinn hápunktur. Sjón er sögu ríkari í þeim efnum. Hannes Óli Ágústsson leikari fer með aðalhlutverkið, hann er frábær performer og í algjöru uppáhaldi hjá okkur sem leikari. Við vorum líka saman í dansverki fyrir nokkrum árum og ég vissi að hann væri rétti maðurinn í hlutverkið.“ Hannes Óli Ágústsson fer með aðalhlutverkið í myndbandinu sem maður í leit að hinum fullkomna nuddstól.Vísir/Magnús LeifssonMilkywhale hefur verið tilnefnd til Nordic Music Video verðlaunanna fyrir myndbandið Birds of Paradise, sem Magnús Leifsson leikstýrði einnig. Myndbandið fær tilnefningar í þremur flokkum: tónlistarmyndband ársins, besti flutningur listamanns og besta listræna stjórnun. Auk þess fær annað myndband sem Magnús leikstýrði tilnefningu en það er myndbandið við lag Ólafs Arnalds og Alice Sara Ott, Reminiscence, en það fær tilnefningu fyrir bestu frammistöðu leikara. Sjá einnig: Magnús Leifs með fjórar tilnefningar til Nordic Music Video Awards „Milkywhale er náttúrulega alveg óþekkt hljómsveit svo það er ótrúlegt að fá þrjár tilnefningar. Við erum í flokkum með ekki ómerkilegri listamönnum en David Bowie, MØ og Major Lazer. Svo er Maggi Leifs eini leikstjórinn sem hefur verið tilnefndur öll þrjú árin og við tökum þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni núna á laugardaginn þar sem við ætlum að ræða samstarfið.“ Magnús Leifsson hefur áður verið tilnefndur, fyrir myndbandið við Old Skin með Ólafi Arnalds, Brighter Days með FM Belfast og Candlestick með múm. „Í augnablikinu er Árni í fríi í skattaskjóli á Bresku Jómfrúaeyjunum. Svo ætla ég líka í smá frí, öllu heldur snakkpokaferð, til Kanaríeyja. Þegar það er búið byrjar Milkywhale aftur af krafti. Við spilum á Húrra 3. júní og verðum svo á Hróarskeldu í lok júní. Þá erum við á fullu að klára fyrstu plötuna okkar sem kemur út í september og verður fylgt eftir með tónleikaferðalagi. Milkywhale byrjaði upphaflega sem dansverkefni og hlaut Menningarverðlaun DV í flokki danslistar í byrjun árs. Við ætlum að fylgja því eftir og vorum valin til þess að taka þátt á stóru norrænu dansfestivali í Kaupmannahöfn í haust. Svo það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Melkorka um hvað sé á döfinni hjá Milkywhale. Tónlist Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Sjá meira
Goodbye átti upphaflega að vera „power“-ballaða, okkur fannst það svo tilvalið þar sem Adele var nýbúin að gefa út hinn dramatíska hittara Hello, að koma með einhvers konar andsvar við því. Svo þróaðist þetta reyndar út í „mellow“-dramatískt stuðlag sem allir ættu að geta dansað við, hvort sem það er úti á dansgólfinu eða í hægindastólnum,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir söngkona Milkywhale um nýjasta lag sveitarinnar. Hún, ásamt Árna Rúnari Hlöðverssyni, skipar Milkywhale. Árni er einnig meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast. „Við vinnum öll lögin okkar heima í stofunni hjá Árna og Lóu, ég hef alltaf sagt að Milkywhale sé kaffivélinni þeirra að þakka.“ „Þegar Magnús Leifsson leikstjóri kom með hugmyndina að myndbandinu þá þurfti ekki langan tíma til að sannfæra okkur. Í stuttu máli fjallar það um mann og leit hans að hinum fullkomna nuddstól. Magga langaði að búa til myndband þar sem hápunkturinn í viðlaginu væri frekar óhefðbundinn hápunktur. Sjón er sögu ríkari í þeim efnum. Hannes Óli Ágústsson leikari fer með aðalhlutverkið, hann er frábær performer og í algjöru uppáhaldi hjá okkur sem leikari. Við vorum líka saman í dansverki fyrir nokkrum árum og ég vissi að hann væri rétti maðurinn í hlutverkið.“ Hannes Óli Ágústsson fer með aðalhlutverkið í myndbandinu sem maður í leit að hinum fullkomna nuddstól.Vísir/Magnús LeifssonMilkywhale hefur verið tilnefnd til Nordic Music Video verðlaunanna fyrir myndbandið Birds of Paradise, sem Magnús Leifsson leikstýrði einnig. Myndbandið fær tilnefningar í þremur flokkum: tónlistarmyndband ársins, besti flutningur listamanns og besta listræna stjórnun. Auk þess fær annað myndband sem Magnús leikstýrði tilnefningu en það er myndbandið við lag Ólafs Arnalds og Alice Sara Ott, Reminiscence, en það fær tilnefningu fyrir bestu frammistöðu leikara. Sjá einnig: Magnús Leifs með fjórar tilnefningar til Nordic Music Video Awards „Milkywhale er náttúrulega alveg óþekkt hljómsveit svo það er ótrúlegt að fá þrjár tilnefningar. Við erum í flokkum með ekki ómerkilegri listamönnum en David Bowie, MØ og Major Lazer. Svo er Maggi Leifs eini leikstjórinn sem hefur verið tilnefndur öll þrjú árin og við tökum þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni núna á laugardaginn þar sem við ætlum að ræða samstarfið.“ Magnús Leifsson hefur áður verið tilnefndur, fyrir myndbandið við Old Skin með Ólafi Arnalds, Brighter Days með FM Belfast og Candlestick með múm. „Í augnablikinu er Árni í fríi í skattaskjóli á Bresku Jómfrúaeyjunum. Svo ætla ég líka í smá frí, öllu heldur snakkpokaferð, til Kanaríeyja. Þegar það er búið byrjar Milkywhale aftur af krafti. Við spilum á Húrra 3. júní og verðum svo á Hróarskeldu í lok júní. Þá erum við á fullu að klára fyrstu plötuna okkar sem kemur út í september og verður fylgt eftir með tónleikaferðalagi. Milkywhale byrjaði upphaflega sem dansverkefni og hlaut Menningarverðlaun DV í flokki danslistar í byrjun árs. Við ætlum að fylgja því eftir og vorum valin til þess að taka þátt á stóru norrænu dansfestivali í Kaupmannahöfn í haust. Svo það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Melkorka um hvað sé á döfinni hjá Milkywhale.
Tónlist Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Sjá meira