Audi mokar út jeppum og jepplingum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2016 16:00 Önnur kynslóð Audi Q7 jeppans selst eins og heitar lummur. Það gengur vel hjá þýska bílaframleiðandanum Audi um þessar mundir og er það ekki síst að þakka mikilli sölu á vinsælum jeppum og jepplingum fyrirtækisins. Í nýliðnum apríl jók Audi við sölu sína um 7,5% frá síðasta ári en sala jeppa og jepplinga jókst um 17%. Heildarsalan í apríl var 164.350 og þar af voru 52.150 jeppar og jepplingar. Sala nýs Audi Q7 jeppa jókst í apríl um 68% og alls seldust 8.400 slíkir á þessum eina mánuði. Einnig gekk mjög vel að selja nýja kynslóð A4 fólksbílsins og jókst sala hans um 35% og seldust 32.100 slíkir í apríl. Í Evrópu gekk vel hjá Audi í mánuðinum og jókst salan um 9% og heildarsalan 78.250 bílar, eða 48% heimssölunnar. Í heimalandinu Þýskalandi varð 12% söluaukning. Salan í Bandaríkjunum jókst um 6% og salan í Kína jókst um 9% og á þeim mikilvæga markaði seldust 49.576 bílar í apríl. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
Það gengur vel hjá þýska bílaframleiðandanum Audi um þessar mundir og er það ekki síst að þakka mikilli sölu á vinsælum jeppum og jepplingum fyrirtækisins. Í nýliðnum apríl jók Audi við sölu sína um 7,5% frá síðasta ári en sala jeppa og jepplinga jókst um 17%. Heildarsalan í apríl var 164.350 og þar af voru 52.150 jeppar og jepplingar. Sala nýs Audi Q7 jeppa jókst í apríl um 68% og alls seldust 8.400 slíkir á þessum eina mánuði. Einnig gekk mjög vel að selja nýja kynslóð A4 fólksbílsins og jókst sala hans um 35% og seldust 32.100 slíkir í apríl. Í Evrópu gekk vel hjá Audi í mánuðinum og jókst salan um 9% og heildarsalan 78.250 bílar, eða 48% heimssölunnar. Í heimalandinu Þýskalandi varð 12% söluaukning. Salan í Bandaríkjunum jókst um 6% og salan í Kína jókst um 9% og á þeim mikilvæga markaði seldust 49.576 bílar í apríl.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent