Vængstýfður Eldfugl Jónas Sen skrifar 11. maí 2016 11:30 Daníel Bjarnason var stjórnandi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðasta föstudagskvöld. Fréttablaðið/Ernir Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Debussy, Webern og Stravinskí í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og einstakra hljóðfæraleikara hennar. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Norðurljós í Hörpu Ef sýna á myndband á undan tónleikum þar sem áheyrendur eru fræddir um efnisskrána, þá verður að gera það vel. Í um hálftíma fyrir tónleika föstudagskvöldsins var Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur á hvíta tjaldinu. Hann sagði frá tímabilinu í kringum árið 1910, en þá voru verkin samin sem átti að flytja á tónleikunum. Vídeóið var herfilega illa unnið. Í þokkabót var ekkert myndefni til að gera frásögnina lifandi. Fyrirlestur Benedikts var þó fróðlegur í sjálfu sér. Tónleikarnir sjálfir voru hins vegar ekki slæmir. Fyrst gekk Anna Guðný Guðmundsdóttir fram á sviðið og spilaði tvær prelúdíur eftir Debussy. Það var Stúlkan með hörgula hárið og Farandsöngvarar (Minstrels). Leikur Önnu Guðnýjar var mjúkur, hljómfagur og skáldlegur. Hver einasti tónn sagði sögu og var þrunginn merkingu. Ekki síðri var flutningur hennar og Sifjar Tulinius á Fjórum þáttum fyrir fiðlu og píanó eftir Anton Webern. Þarna var tónmálið myrkara, andrúmsloftið var allt að því spúkí. Túlkunin var leitandi, full af ótta, jafnvel skelfingu; akkúrat eins og hún átti að hljóma. Heildarmyndin var afar áhrifarík. Aðalrétturinn á matseðlinum var svo Eldfuglinn, balletttónlist eftir Stravinskí. Það hefði mátt koma fram í máli Benedikts í myndbandinu vonda að Stravinskí var þarna undir gríðarlega sterkum áhrifum af Skrjabín. Svo rammt kvað að því að allur fyrri hluti ballettsins var nánast stæling á þeim síðarnefnda. Að mati undirritaðs rýrir þetta gildi verksins, í rauninni er það fyrst og fremst stílæfing. Stravinskí var ekki búinn að finna sig almennilega á þessum árum. Sinfónían spilaði vel undir öruggri stjórn Daníels Bjarnasonar. Það var markviss stígandi í túlkuninni og tæknilega séð var leikurinn vandaður. En hljómburðurinn í Norðurljósum skemmdi fyrir, hann var þurrari en í Eldborginni. Það kom ekki að sök þegar aðeins um einn eða tvo hljóðfæraleikara var að ræða. En heil hljómsveit þurfti meira, miklu meira! Heildaráferðin var dauð, það var eins og að heyra hljómsveitina spila í stúdíói, sem óneitanlega skemmdi upplifunina. Tónlistin á að vera lifandi, svífandi eins og eldfuglinn sjálfur. Hér lágu allar nóturnar á jörðinni, vænglausar og andvana. Breytti þá engu um hversu ágætlega hljómsveitin lék, vönduð frammistaða dugði einfaldlega ekki til.Niðurstaða: Á undan tónleikunum var sýnt illa unnið myndband, en hljóðfæraleikurinn var ágætur þótt hljómburðurinn setti strik í reikninginn. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Debussy, Webern og Stravinskí í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og einstakra hljóðfæraleikara hennar. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Norðurljós í Hörpu Ef sýna á myndband á undan tónleikum þar sem áheyrendur eru fræddir um efnisskrána, þá verður að gera það vel. Í um hálftíma fyrir tónleika föstudagskvöldsins var Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur á hvíta tjaldinu. Hann sagði frá tímabilinu í kringum árið 1910, en þá voru verkin samin sem átti að flytja á tónleikunum. Vídeóið var herfilega illa unnið. Í þokkabót var ekkert myndefni til að gera frásögnina lifandi. Fyrirlestur Benedikts var þó fróðlegur í sjálfu sér. Tónleikarnir sjálfir voru hins vegar ekki slæmir. Fyrst gekk Anna Guðný Guðmundsdóttir fram á sviðið og spilaði tvær prelúdíur eftir Debussy. Það var Stúlkan með hörgula hárið og Farandsöngvarar (Minstrels). Leikur Önnu Guðnýjar var mjúkur, hljómfagur og skáldlegur. Hver einasti tónn sagði sögu og var þrunginn merkingu. Ekki síðri var flutningur hennar og Sifjar Tulinius á Fjórum þáttum fyrir fiðlu og píanó eftir Anton Webern. Þarna var tónmálið myrkara, andrúmsloftið var allt að því spúkí. Túlkunin var leitandi, full af ótta, jafnvel skelfingu; akkúrat eins og hún átti að hljóma. Heildarmyndin var afar áhrifarík. Aðalrétturinn á matseðlinum var svo Eldfuglinn, balletttónlist eftir Stravinskí. Það hefði mátt koma fram í máli Benedikts í myndbandinu vonda að Stravinskí var þarna undir gríðarlega sterkum áhrifum af Skrjabín. Svo rammt kvað að því að allur fyrri hluti ballettsins var nánast stæling á þeim síðarnefnda. Að mati undirritaðs rýrir þetta gildi verksins, í rauninni er það fyrst og fremst stílæfing. Stravinskí var ekki búinn að finna sig almennilega á þessum árum. Sinfónían spilaði vel undir öruggri stjórn Daníels Bjarnasonar. Það var markviss stígandi í túlkuninni og tæknilega séð var leikurinn vandaður. En hljómburðurinn í Norðurljósum skemmdi fyrir, hann var þurrari en í Eldborginni. Það kom ekki að sök þegar aðeins um einn eða tvo hljóðfæraleikara var að ræða. En heil hljómsveit þurfti meira, miklu meira! Heildaráferðin var dauð, það var eins og að heyra hljómsveitina spila í stúdíói, sem óneitanlega skemmdi upplifunina. Tónlistin á að vera lifandi, svífandi eins og eldfuglinn sjálfur. Hér lágu allar nóturnar á jörðinni, vænglausar og andvana. Breytti þá engu um hversu ágætlega hljómsveitin lék, vönduð frammistaða dugði einfaldlega ekki til.Niðurstaða: Á undan tónleikunum var sýnt illa unnið myndband, en hljóðfæraleikurinn var ágætur þótt hljómburðurinn setti strik í reikninginn.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp