Vængstýfður Eldfugl Jónas Sen skrifar 11. maí 2016 11:30 Daníel Bjarnason var stjórnandi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðasta föstudagskvöld. Fréttablaðið/Ernir Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Debussy, Webern og Stravinskí í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og einstakra hljóðfæraleikara hennar. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Norðurljós í Hörpu Ef sýna á myndband á undan tónleikum þar sem áheyrendur eru fræddir um efnisskrána, þá verður að gera það vel. Í um hálftíma fyrir tónleika föstudagskvöldsins var Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur á hvíta tjaldinu. Hann sagði frá tímabilinu í kringum árið 1910, en þá voru verkin samin sem átti að flytja á tónleikunum. Vídeóið var herfilega illa unnið. Í þokkabót var ekkert myndefni til að gera frásögnina lifandi. Fyrirlestur Benedikts var þó fróðlegur í sjálfu sér. Tónleikarnir sjálfir voru hins vegar ekki slæmir. Fyrst gekk Anna Guðný Guðmundsdóttir fram á sviðið og spilaði tvær prelúdíur eftir Debussy. Það var Stúlkan með hörgula hárið og Farandsöngvarar (Minstrels). Leikur Önnu Guðnýjar var mjúkur, hljómfagur og skáldlegur. Hver einasti tónn sagði sögu og var þrunginn merkingu. Ekki síðri var flutningur hennar og Sifjar Tulinius á Fjórum þáttum fyrir fiðlu og píanó eftir Anton Webern. Þarna var tónmálið myrkara, andrúmsloftið var allt að því spúkí. Túlkunin var leitandi, full af ótta, jafnvel skelfingu; akkúrat eins og hún átti að hljóma. Heildarmyndin var afar áhrifarík. Aðalrétturinn á matseðlinum var svo Eldfuglinn, balletttónlist eftir Stravinskí. Það hefði mátt koma fram í máli Benedikts í myndbandinu vonda að Stravinskí var þarna undir gríðarlega sterkum áhrifum af Skrjabín. Svo rammt kvað að því að allur fyrri hluti ballettsins var nánast stæling á þeim síðarnefnda. Að mati undirritaðs rýrir þetta gildi verksins, í rauninni er það fyrst og fremst stílæfing. Stravinskí var ekki búinn að finna sig almennilega á þessum árum. Sinfónían spilaði vel undir öruggri stjórn Daníels Bjarnasonar. Það var markviss stígandi í túlkuninni og tæknilega séð var leikurinn vandaður. En hljómburðurinn í Norðurljósum skemmdi fyrir, hann var þurrari en í Eldborginni. Það kom ekki að sök þegar aðeins um einn eða tvo hljóðfæraleikara var að ræða. En heil hljómsveit þurfti meira, miklu meira! Heildaráferðin var dauð, það var eins og að heyra hljómsveitina spila í stúdíói, sem óneitanlega skemmdi upplifunina. Tónlistin á að vera lifandi, svífandi eins og eldfuglinn sjálfur. Hér lágu allar nóturnar á jörðinni, vænglausar og andvana. Breytti þá engu um hversu ágætlega hljómsveitin lék, vönduð frammistaða dugði einfaldlega ekki til.Niðurstaða: Á undan tónleikunum var sýnt illa unnið myndband, en hljóðfæraleikurinn var ágætur þótt hljómburðurinn setti strik í reikninginn. Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Debussy, Webern og Stravinskí í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og einstakra hljóðfæraleikara hennar. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Norðurljós í Hörpu Ef sýna á myndband á undan tónleikum þar sem áheyrendur eru fræddir um efnisskrána, þá verður að gera það vel. Í um hálftíma fyrir tónleika föstudagskvöldsins var Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur á hvíta tjaldinu. Hann sagði frá tímabilinu í kringum árið 1910, en þá voru verkin samin sem átti að flytja á tónleikunum. Vídeóið var herfilega illa unnið. Í þokkabót var ekkert myndefni til að gera frásögnina lifandi. Fyrirlestur Benedikts var þó fróðlegur í sjálfu sér. Tónleikarnir sjálfir voru hins vegar ekki slæmir. Fyrst gekk Anna Guðný Guðmundsdóttir fram á sviðið og spilaði tvær prelúdíur eftir Debussy. Það var Stúlkan með hörgula hárið og Farandsöngvarar (Minstrels). Leikur Önnu Guðnýjar var mjúkur, hljómfagur og skáldlegur. Hver einasti tónn sagði sögu og var þrunginn merkingu. Ekki síðri var flutningur hennar og Sifjar Tulinius á Fjórum þáttum fyrir fiðlu og píanó eftir Anton Webern. Þarna var tónmálið myrkara, andrúmsloftið var allt að því spúkí. Túlkunin var leitandi, full af ótta, jafnvel skelfingu; akkúrat eins og hún átti að hljóma. Heildarmyndin var afar áhrifarík. Aðalrétturinn á matseðlinum var svo Eldfuglinn, balletttónlist eftir Stravinskí. Það hefði mátt koma fram í máli Benedikts í myndbandinu vonda að Stravinskí var þarna undir gríðarlega sterkum áhrifum af Skrjabín. Svo rammt kvað að því að allur fyrri hluti ballettsins var nánast stæling á þeim síðarnefnda. Að mati undirritaðs rýrir þetta gildi verksins, í rauninni er það fyrst og fremst stílæfing. Stravinskí var ekki búinn að finna sig almennilega á þessum árum. Sinfónían spilaði vel undir öruggri stjórn Daníels Bjarnasonar. Það var markviss stígandi í túlkuninni og tæknilega séð var leikurinn vandaður. En hljómburðurinn í Norðurljósum skemmdi fyrir, hann var þurrari en í Eldborginni. Það kom ekki að sök þegar aðeins um einn eða tvo hljóðfæraleikara var að ræða. En heil hljómsveit þurfti meira, miklu meira! Heildaráferðin var dauð, það var eins og að heyra hljómsveitina spila í stúdíói, sem óneitanlega skemmdi upplifunina. Tónlistin á að vera lifandi, svífandi eins og eldfuglinn sjálfur. Hér lágu allar nóturnar á jörðinni, vænglausar og andvana. Breytti þá engu um hversu ágætlega hljómsveitin lék, vönduð frammistaða dugði einfaldlega ekki til.Niðurstaða: Á undan tónleikunum var sýnt illa unnið myndband, en hljóðfæraleikurinn var ágætur þótt hljómburðurinn setti strik í reikninginn.
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira