Ný ópera um fótbolta og önnur um Selsham Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2016 09:30 "Það verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaganna í Kópavogi. Vísir/Anton „Óperudagar í Kópavogi er glæný hátíð sem verður haldin fyrstu fimm dagana í júní og þá verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaga. „Reynar þjófstörtuðum við á laugardaginn með frumflutningi Fótboltaóperunnar sem við fengum Helga Rafn Ingólfsson, tónskáld í London, til að skrifa. Það er örstutt verk sem Tryggvi Gunnarsson stjórnar, samið bæði í tilefni af Óperudögunum og EM og í henni taka þátt sex einsöngvarar, auk barnakórs Kársness, sem Þórunn Björnsdóttir þjálfar.“ Guja segir Fótboltaóperuna verða flutta öðru hverju á hátíðinni og hvetur áhugasama til að skella sér í krakkagönguna eða á lokatónleikana í Salnum. Listafólkið sem kemur fram á Óperudögum er ýmist að ljúka námi eða byrjað að starfa við sitt fag, að sögn Guju. Hún nefnir meðal annars Aron Cortes, litla bróður Garðars Thors. Hann verður í nýrri sýningu sem heitir Selshamurinn. Árni Kristjánsson skrifaði handritið sem byggir á samnefndri þjóðsögu og Matthildur Anna Gísladóttir tónlistarstjóri valdi óperutónlist við. Selshamurinn verður fluttur í Leikfélagi Kópavogs, Funalind 2 og líka sýningin Poppea Remixed með óperutónlist úr Krýningu Poppeu eftir Monteverdi í bland við poppmúsík hollenska dúósins Sommerhus. Guja vekur sérstaka athygli á óperugöngum. Þær hefjast utan við garðskálann í Gerðarsafni, liggja um hjarta Kópavogs og kíkt verður á staði þar sem búast má við óvæntum uppákomum. „Ég veit ekki til að boðið hafi verið upp á slíkar göngur hér á landi áður,“ segir hún. „Tugir fólks koma fram á Óperudögum í Kópavogi, lífga upp á bæinn og langflestir viðburðirnir eru ókeypis. Fólk getur fylgst með Kristni Sigmundssyni og nemendum hans í Salnum, tekið þátt í kabarettkvöldi í garðskála Gerðarsafns eða stungið sér inn á stofutónleika í heimahúsum,“ segir Guja og bendir á heimasíðu hátíðarinnar: www.operudagar.is. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016. Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Óperudagar í Kópavogi er glæný hátíð sem verður haldin fyrstu fimm dagana í júní og þá verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaga. „Reynar þjófstörtuðum við á laugardaginn með frumflutningi Fótboltaóperunnar sem við fengum Helga Rafn Ingólfsson, tónskáld í London, til að skrifa. Það er örstutt verk sem Tryggvi Gunnarsson stjórnar, samið bæði í tilefni af Óperudögunum og EM og í henni taka þátt sex einsöngvarar, auk barnakórs Kársness, sem Þórunn Björnsdóttir þjálfar.“ Guja segir Fótboltaóperuna verða flutta öðru hverju á hátíðinni og hvetur áhugasama til að skella sér í krakkagönguna eða á lokatónleikana í Salnum. Listafólkið sem kemur fram á Óperudögum er ýmist að ljúka námi eða byrjað að starfa við sitt fag, að sögn Guju. Hún nefnir meðal annars Aron Cortes, litla bróður Garðars Thors. Hann verður í nýrri sýningu sem heitir Selshamurinn. Árni Kristjánsson skrifaði handritið sem byggir á samnefndri þjóðsögu og Matthildur Anna Gísladóttir tónlistarstjóri valdi óperutónlist við. Selshamurinn verður fluttur í Leikfélagi Kópavogs, Funalind 2 og líka sýningin Poppea Remixed með óperutónlist úr Krýningu Poppeu eftir Monteverdi í bland við poppmúsík hollenska dúósins Sommerhus. Guja vekur sérstaka athygli á óperugöngum. Þær hefjast utan við garðskálann í Gerðarsafni, liggja um hjarta Kópavogs og kíkt verður á staði þar sem búast má við óvæntum uppákomum. „Ég veit ekki til að boðið hafi verið upp á slíkar göngur hér á landi áður,“ segir hún. „Tugir fólks koma fram á Óperudögum í Kópavogi, lífga upp á bæinn og langflestir viðburðirnir eru ókeypis. Fólk getur fylgst með Kristni Sigmundssyni og nemendum hans í Salnum, tekið þátt í kabarettkvöldi í garðskála Gerðarsafns eða stungið sér inn á stofutónleika í heimahúsum,“ segir Guja og bendir á heimasíðu hátíðarinnar: www.operudagar.is. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016.
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira