Fellir Atlético enn einn risann í Meistaradeildinni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2016 09:00 Sergio Ramos jafnar hér á síðustu stund í úrslitaleiknum 2014. Vísir/Getty „Þetta er ekki hefnd, þetta er nýtt tækifæri,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético Madrid, eftir að það lá fyrir að hans menn myndu mæta Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á síðustu þremur árum. Þann 24. maí 2014 var Atlético Madrid aðeins 90 sekúndum frá því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti en skalli Sergio Ramos kramdi hjörtu Atlético-manna. Eftir að hafa gefið allt í leikinn áttu þeir ekki meira eftir í framlengingunni þar sem Real Madrid skoraði þrjú mörk og tryggði sér sinn tíunda Meistaradeildartitil. Þeir kalla hann „La Decima“. Nú tveimur árum og þremur dögum síðar fá strákarnir hans Simeone tækifæri til að leiðrétta það sem fór úrskeiðis á Ljósvangi í Lissabon. Þetta eru reyndar ekki sömu strákar og síðast, nema að litlum hluta. Lið Atlético Madrid hefur tekið miklum breytingum á þessum tveimur árum og líklega verða bara fimm leikmenn sem byrjuðu leikinn 2014 í byrjunarliðinu í kvöld. En þrátt fyrir mannabreytingar eru það sömu þættirnir sem einkenna Atlético-liðið; barátta, dugnaður, ákefð, gott skipulag, beittar skyndisóknir og mikil samstaða. Og þessir þættir munu einkenna liðið svo lengi sem Diego Simeone er við stjórnvölinn hjá því. Argentínumaðurinn er slagæðin í félaginu.Meistaradeildarbikarinn er að sjálfsögðu löngu kominn til Mílanó og hér sjást lögreglumenn bera bikarinn á milli sín í miðbæ Mílanóborgar í vikunni.Vísir/EPAKollegi hans hjá Real Madrid, Zinedine Zidane, á misjafnar minningar frá úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Flestir muna eftir undramarki hans sem tryggði Real Madrid sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleiknum 2002 en áður hafði hann tapað tvisvar í úrslitaleik sem leikmaður Juventus. Zidane tók við Madrídarliðinu af Rafa Benítez í janúar og hefur gert fína hluti á Santíago Bernabeu. Real Madrid er með 80,8% sigurhlutfall í 26 leikjum undir hans stjórn. Aðeins tveir leikir hafa tapast, annar þeirra gegn Atlético Madrid sem hefur aðeins tapað einum af síðustu 10 leikjum gegn nágrönnum sínum. „Atlético eru sérstakir mótherjar. Þeir hafa unnið hin tvö bestu liðin í Evrópu svo þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Zidane í aðdraganda úrslitaleiksins. Frakkinn benti einnig réttilega á að Atlético Madrid væri meira en bara varnarlið. Atlético býr yfir gæðum, ekki jafn miklum og Real Madrid, en nógu miklum til að gera út um jafna leiki gegn sterkum liðum. Stórkostlegt einleiksmark Saúls Niguez í fyrri leiknum gegn Bayern er besta dæmið um það.Cristiano Ronaldo fagnar sigri Real Madrid í Meistaradeildinni 2014.Vísir/GettyAðalhausverkur Zidane verður að finna glufur á varnarleik Atlético sem hefur þegar haldið Barcelona og Bayern í skefjum. Varnarleikur Real Madrid hefur sömuleiðis verið góður í Meistaradeildinni þótt mótherjarnir hafa ekki verið jafn sterkir og þeir sem Atlético hefur þurft að mæta. Zidane hefur tekist að finna jafnvægi í Madrídarliðinu og Luka Modric hefur blómstrað undir hans stjórn. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale hafa sömuleiðis verið iðnir við kolann en sá fyrrnefndi er kominn með 16 mörk í Meistaradeildinni í ár og vantar aðeins eitt mark til að jafna markamet sitt frá því fyrir tveimur árum. Ronaldo vill eflaust bæta fleiri titlum á ferilskrána en þrátt fyrir að hafa skorað 364 mörk í 347 leikjum fyrir Real hefur liðið „aðeins“ unnið spænska titilinn og Meistaradeildina einu sinni með honum. Í Meistaradeildinni er sagan alltaf á bandi Real Madrid en félagið skilgreinir sig að stórum hluta út frá titlunum tíu. En sagan spilar ekki leikina og síðan Simeone tók við Atlético Madrid hefur liðið verið í fullri vinnu við að fella risa. Tveir eru þegar fallnir og það kemur svo í ljós í kvöld hvort sá þriðji fellur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira
„Þetta er ekki hefnd, þetta er nýtt tækifæri,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético Madrid, eftir að það lá fyrir að hans menn myndu mæta Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á síðustu þremur árum. Þann 24. maí 2014 var Atlético Madrid aðeins 90 sekúndum frá því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti en skalli Sergio Ramos kramdi hjörtu Atlético-manna. Eftir að hafa gefið allt í leikinn áttu þeir ekki meira eftir í framlengingunni þar sem Real Madrid skoraði þrjú mörk og tryggði sér sinn tíunda Meistaradeildartitil. Þeir kalla hann „La Decima“. Nú tveimur árum og þremur dögum síðar fá strákarnir hans Simeone tækifæri til að leiðrétta það sem fór úrskeiðis á Ljósvangi í Lissabon. Þetta eru reyndar ekki sömu strákar og síðast, nema að litlum hluta. Lið Atlético Madrid hefur tekið miklum breytingum á þessum tveimur árum og líklega verða bara fimm leikmenn sem byrjuðu leikinn 2014 í byrjunarliðinu í kvöld. En þrátt fyrir mannabreytingar eru það sömu þættirnir sem einkenna Atlético-liðið; barátta, dugnaður, ákefð, gott skipulag, beittar skyndisóknir og mikil samstaða. Og þessir þættir munu einkenna liðið svo lengi sem Diego Simeone er við stjórnvölinn hjá því. Argentínumaðurinn er slagæðin í félaginu.Meistaradeildarbikarinn er að sjálfsögðu löngu kominn til Mílanó og hér sjást lögreglumenn bera bikarinn á milli sín í miðbæ Mílanóborgar í vikunni.Vísir/EPAKollegi hans hjá Real Madrid, Zinedine Zidane, á misjafnar minningar frá úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Flestir muna eftir undramarki hans sem tryggði Real Madrid sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleiknum 2002 en áður hafði hann tapað tvisvar í úrslitaleik sem leikmaður Juventus. Zidane tók við Madrídarliðinu af Rafa Benítez í janúar og hefur gert fína hluti á Santíago Bernabeu. Real Madrid er með 80,8% sigurhlutfall í 26 leikjum undir hans stjórn. Aðeins tveir leikir hafa tapast, annar þeirra gegn Atlético Madrid sem hefur aðeins tapað einum af síðustu 10 leikjum gegn nágrönnum sínum. „Atlético eru sérstakir mótherjar. Þeir hafa unnið hin tvö bestu liðin í Evrópu svo þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Zidane í aðdraganda úrslitaleiksins. Frakkinn benti einnig réttilega á að Atlético Madrid væri meira en bara varnarlið. Atlético býr yfir gæðum, ekki jafn miklum og Real Madrid, en nógu miklum til að gera út um jafna leiki gegn sterkum liðum. Stórkostlegt einleiksmark Saúls Niguez í fyrri leiknum gegn Bayern er besta dæmið um það.Cristiano Ronaldo fagnar sigri Real Madrid í Meistaradeildinni 2014.Vísir/GettyAðalhausverkur Zidane verður að finna glufur á varnarleik Atlético sem hefur þegar haldið Barcelona og Bayern í skefjum. Varnarleikur Real Madrid hefur sömuleiðis verið góður í Meistaradeildinni þótt mótherjarnir hafa ekki verið jafn sterkir og þeir sem Atlético hefur þurft að mæta. Zidane hefur tekist að finna jafnvægi í Madrídarliðinu og Luka Modric hefur blómstrað undir hans stjórn. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale hafa sömuleiðis verið iðnir við kolann en sá fyrrnefndi er kominn með 16 mörk í Meistaradeildinni í ár og vantar aðeins eitt mark til að jafna markamet sitt frá því fyrir tveimur árum. Ronaldo vill eflaust bæta fleiri titlum á ferilskrána en þrátt fyrir að hafa skorað 364 mörk í 347 leikjum fyrir Real hefur liðið „aðeins“ unnið spænska titilinn og Meistaradeildina einu sinni með honum. Í Meistaradeildinni er sagan alltaf á bandi Real Madrid en félagið skilgreinir sig að stórum hluta út frá titlunum tíu. En sagan spilar ekki leikina og síðan Simeone tók við Atlético Madrid hefur liðið verið í fullri vinnu við að fella risa. Tveir eru þegar fallnir og það kemur svo í ljós í kvöld hvort sá þriðji fellur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira