Ronaldo tryggði Real sigur í Meistaradeild Evrópu | Sjáðu mörkin og vítaspyrnukeppnina 28. maí 2016 21:30 Real Madrid er sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ellefta skipti eftir sigur á Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni, en Juanfran reyndist skúrkurinn. Sergio Ramos kom Real yfir í byrjun leiks, en Yannick Carrasco jafnaði í síðari hálfleik. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppni þar sem Juanfran skaut í stöngina. Real byrjaði af miklum krafti og fékk dauðafæri eftir einungis sex mínútur þegar Jan Oblak varði skot Casemiro eftir aukaspyrnu. Fyrsta markið kom svo eftir stundarfjórðung. Sergio Ramos skoraði þá mark eftir að Gareth Bale skallaði aukaspyrnu Luka Modric áfram. Markið hefði þó líklega aldrei átt að standa því Ramos var fyrir innan þegar Bale skallaði boltann áfram, en markið má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. Staðan var 1-1 í hálfleik, en Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gerði eina breytingu í hálfleik. Augusto Fernández fór útaf og Yannick Carrasco kom inná og sú skipting átti heldur betur eftir að skila sér. Þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Atlético menn vítaspyrnu eftir að Pepe braut á Fernando Torres innan teigs. Góður dómari leiksins, Mark Clattenburg, benti umsvifalaust á vítapunktinn. Á punktinn steig Antoine Griezmann, en honum brást bogalistinn; hann þrumaði boltanum í slá. Hægt og rólega byrjuðu þeir rauð-hvítklæddu að þjarma að marki Real og það skilaði árangri ellefu mínútum fyrir leikslok. Gabi lyfti boltanum skemmtilega á Juanfran sem þrumaði boltanum fyrir markið og þar var varamaðurinn Yannick Carrasco mættur. Eina sem hann þurfti að gera var að ýta boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengarinnar. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að kreista fram úrslitin í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni skoruðu allir nema Juanfran, en hann skaut boltanum í stöngina. Cristiano Ronaldo tók svo síðasta vítið, en hann tryggði sigurinn. Real er því meistari í ellefta skiptið, en Zinedine Zidane hefur því bæði unnið þetta sem leikmaður og þjálfari. Þetta er í þriðja skiptið sem Atlético, en þeir hafa aldrei unnið titilinn. Þeir grétu margir, eðlilega, í leikslok.Griezmann klúðrar víti: Carrasco jafnar: Vítaspyrnukeppnin: Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Real Madrid er sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ellefta skipti eftir sigur á Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni, en Juanfran reyndist skúrkurinn. Sergio Ramos kom Real yfir í byrjun leiks, en Yannick Carrasco jafnaði í síðari hálfleik. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppni þar sem Juanfran skaut í stöngina. Real byrjaði af miklum krafti og fékk dauðafæri eftir einungis sex mínútur þegar Jan Oblak varði skot Casemiro eftir aukaspyrnu. Fyrsta markið kom svo eftir stundarfjórðung. Sergio Ramos skoraði þá mark eftir að Gareth Bale skallaði aukaspyrnu Luka Modric áfram. Markið hefði þó líklega aldrei átt að standa því Ramos var fyrir innan þegar Bale skallaði boltann áfram, en markið má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. Staðan var 1-1 í hálfleik, en Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gerði eina breytingu í hálfleik. Augusto Fernández fór útaf og Yannick Carrasco kom inná og sú skipting átti heldur betur eftir að skila sér. Þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Atlético menn vítaspyrnu eftir að Pepe braut á Fernando Torres innan teigs. Góður dómari leiksins, Mark Clattenburg, benti umsvifalaust á vítapunktinn. Á punktinn steig Antoine Griezmann, en honum brást bogalistinn; hann þrumaði boltanum í slá. Hægt og rólega byrjuðu þeir rauð-hvítklæddu að þjarma að marki Real og það skilaði árangri ellefu mínútum fyrir leikslok. Gabi lyfti boltanum skemmtilega á Juanfran sem þrumaði boltanum fyrir markið og þar var varamaðurinn Yannick Carrasco mættur. Eina sem hann þurfti að gera var að ýta boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengarinnar. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að kreista fram úrslitin í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni skoruðu allir nema Juanfran, en hann skaut boltanum í stöngina. Cristiano Ronaldo tók svo síðasta vítið, en hann tryggði sigurinn. Real er því meistari í ellefta skiptið, en Zinedine Zidane hefur því bæði unnið þetta sem leikmaður og þjálfari. Þetta er í þriðja skiptið sem Atlético, en þeir hafa aldrei unnið titilinn. Þeir grétu margir, eðlilega, í leikslok.Griezmann klúðrar víti: Carrasco jafnar: Vítaspyrnukeppnin:
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira