Ronaldo tryggði Real sigur í Meistaradeild Evrópu | Sjáðu mörkin og vítaspyrnukeppnina 28. maí 2016 21:30 Real Madrid er sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ellefta skipti eftir sigur á Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni, en Juanfran reyndist skúrkurinn. Sergio Ramos kom Real yfir í byrjun leiks, en Yannick Carrasco jafnaði í síðari hálfleik. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppni þar sem Juanfran skaut í stöngina. Real byrjaði af miklum krafti og fékk dauðafæri eftir einungis sex mínútur þegar Jan Oblak varði skot Casemiro eftir aukaspyrnu. Fyrsta markið kom svo eftir stundarfjórðung. Sergio Ramos skoraði þá mark eftir að Gareth Bale skallaði aukaspyrnu Luka Modric áfram. Markið hefði þó líklega aldrei átt að standa því Ramos var fyrir innan þegar Bale skallaði boltann áfram, en markið má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. Staðan var 1-1 í hálfleik, en Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gerði eina breytingu í hálfleik. Augusto Fernández fór útaf og Yannick Carrasco kom inná og sú skipting átti heldur betur eftir að skila sér. Þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Atlético menn vítaspyrnu eftir að Pepe braut á Fernando Torres innan teigs. Góður dómari leiksins, Mark Clattenburg, benti umsvifalaust á vítapunktinn. Á punktinn steig Antoine Griezmann, en honum brást bogalistinn; hann þrumaði boltanum í slá. Hægt og rólega byrjuðu þeir rauð-hvítklæddu að þjarma að marki Real og það skilaði árangri ellefu mínútum fyrir leikslok. Gabi lyfti boltanum skemmtilega á Juanfran sem þrumaði boltanum fyrir markið og þar var varamaðurinn Yannick Carrasco mættur. Eina sem hann þurfti að gera var að ýta boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengarinnar. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að kreista fram úrslitin í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni skoruðu allir nema Juanfran, en hann skaut boltanum í stöngina. Cristiano Ronaldo tók svo síðasta vítið, en hann tryggði sigurinn. Real er því meistari í ellefta skiptið, en Zinedine Zidane hefur því bæði unnið þetta sem leikmaður og þjálfari. Þetta er í þriðja skiptið sem Atlético, en þeir hafa aldrei unnið titilinn. Þeir grétu margir, eðlilega, í leikslok.Griezmann klúðrar víti: Carrasco jafnar: Vítaspyrnukeppnin: Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Sjá meira
Real Madrid er sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ellefta skipti eftir sigur á Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni, en Juanfran reyndist skúrkurinn. Sergio Ramos kom Real yfir í byrjun leiks, en Yannick Carrasco jafnaði í síðari hálfleik. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppni þar sem Juanfran skaut í stöngina. Real byrjaði af miklum krafti og fékk dauðafæri eftir einungis sex mínútur þegar Jan Oblak varði skot Casemiro eftir aukaspyrnu. Fyrsta markið kom svo eftir stundarfjórðung. Sergio Ramos skoraði þá mark eftir að Gareth Bale skallaði aukaspyrnu Luka Modric áfram. Markið hefði þó líklega aldrei átt að standa því Ramos var fyrir innan þegar Bale skallaði boltann áfram, en markið má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. Staðan var 1-1 í hálfleik, en Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gerði eina breytingu í hálfleik. Augusto Fernández fór útaf og Yannick Carrasco kom inná og sú skipting átti heldur betur eftir að skila sér. Þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Atlético menn vítaspyrnu eftir að Pepe braut á Fernando Torres innan teigs. Góður dómari leiksins, Mark Clattenburg, benti umsvifalaust á vítapunktinn. Á punktinn steig Antoine Griezmann, en honum brást bogalistinn; hann þrumaði boltanum í slá. Hægt og rólega byrjuðu þeir rauð-hvítklæddu að þjarma að marki Real og það skilaði árangri ellefu mínútum fyrir leikslok. Gabi lyfti boltanum skemmtilega á Juanfran sem þrumaði boltanum fyrir markið og þar var varamaðurinn Yannick Carrasco mættur. Eina sem hann þurfti að gera var að ýta boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengarinnar. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að kreista fram úrslitin í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni skoruðu allir nema Juanfran, en hann skaut boltanum í stöngina. Cristiano Ronaldo tók svo síðasta vítið, en hann tryggði sigurinn. Real er því meistari í ellefta skiptið, en Zinedine Zidane hefur því bæði unnið þetta sem leikmaður og þjálfari. Þetta er í þriðja skiptið sem Atlético, en þeir hafa aldrei unnið titilinn. Þeir grétu margir, eðlilega, í leikslok.Griezmann klúðrar víti: Carrasco jafnar: Vítaspyrnukeppnin:
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Sjá meira