„Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar“ Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. maí 2016 11:15 Sena úr nýjasta myndbandi Retro Stefson þar sem Magnús leikur sér með liti og innrömmun. Vísir/Magnús Leifsson Í dag kemur út nýtt myndband með Retro Stefson við lagið Skin. Myndbandinu er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni en hann hefur verið að leikstýra mörgum af áhugaverðustu tónlistarmyndböndunum sem koma út um þessar mundir hér á landi. Þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir myndbandi fyrir Retro Stefson en hann leikstýrði einnig myndbandinu við lagið Glow sem var valið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2012. Í þessu nýja myndbandi Retro Stefson eru þeir Haraldur Ari og Unnsteinn Manuel, liðsmenn hljómsveitarinnar, í aðalhlutverki og sjást meðal annars slæpast á götum Eyrarbakka. „Strákana langaði til að taka upp myndband um tvo náunga sem stunda frekar frumstæða líkamsrækt í hverfinu sínu. Við fórum að skoða alls konar myndir frá jaðarsenum í smábæjum í Rússlandi og Englandi sem síðan leiddi okkur hingað heim á Eyrarbakka. Með tímanum þróaðist myndbandið síðan í vinalegri átt og varð meira að portretti af vinum að slæpast í smábæ. Það er alltaf gaman að vinna með Retro Stefson. Það er einhver ótrúlega góð orka í kringum bandið og síðan skemmir ekki fyrir að Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar þegar kemur að því að vera sætir og sjarmerandi í myndavél,“ segir Magnús um tilkomu myndbandsins.Magnús Leifsson, leikstjóriMagnús leikstýrði t.d. Brennum allt myndbandinu með Úlfi Úlfi þar sem Arnar Freyr ríður á hrossi um Breiðholtið, Reminiscence með Ólafi Arnalds og Alice Söru Ott þar sem Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður leikur aðalhlutverkið og Strákunum með Emmsjé Gauta – allt myndbönd sem hafa vakið athygli fyrir líflegt og eftirminnilegt myndefni og óhefðbundna nálgun að tónlistarmyndbandaforminu. Í myndböndunum hans Magnúsar má oft finna skemmtilega innrömmuð skot þar sem hann leikur sér með form og liti, í mörgum myndböndunum hans er tónlistarmaðurinn settur í óvenjulegar stöður og leikið er með staðalímyndir sem fylgja sumum tónlistarstefnum – t.d. með því að setja rappara á hestbak. Magnús hefur verið tilnefndur til verðlauna fyrir mörg af myndböndunum sínum og vann meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir myndbandið við lagið Tarantúlur með Úlfi Úlfi árið 2014. „Ég vinn líka við að gera auglýsingar og ég er með nokkrar svoleiðis í bígerð í sumar auk þess sem ég var að klára handrit að stuttmynd sem ég vonast til þess að geta skotið á árinu. Svo geri ég örugglega fleiri tónlistarmyndbönd seinna í sumar,“ segir Magnús spurður að því hvað sé framundan hjá honum. Tónlist Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Í dag kemur út nýtt myndband með Retro Stefson við lagið Skin. Myndbandinu er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni en hann hefur verið að leikstýra mörgum af áhugaverðustu tónlistarmyndböndunum sem koma út um þessar mundir hér á landi. Þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir myndbandi fyrir Retro Stefson en hann leikstýrði einnig myndbandinu við lagið Glow sem var valið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2012. Í þessu nýja myndbandi Retro Stefson eru þeir Haraldur Ari og Unnsteinn Manuel, liðsmenn hljómsveitarinnar, í aðalhlutverki og sjást meðal annars slæpast á götum Eyrarbakka. „Strákana langaði til að taka upp myndband um tvo náunga sem stunda frekar frumstæða líkamsrækt í hverfinu sínu. Við fórum að skoða alls konar myndir frá jaðarsenum í smábæjum í Rússlandi og Englandi sem síðan leiddi okkur hingað heim á Eyrarbakka. Með tímanum þróaðist myndbandið síðan í vinalegri átt og varð meira að portretti af vinum að slæpast í smábæ. Það er alltaf gaman að vinna með Retro Stefson. Það er einhver ótrúlega góð orka í kringum bandið og síðan skemmir ekki fyrir að Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar þegar kemur að því að vera sætir og sjarmerandi í myndavél,“ segir Magnús um tilkomu myndbandsins.Magnús Leifsson, leikstjóriMagnús leikstýrði t.d. Brennum allt myndbandinu með Úlfi Úlfi þar sem Arnar Freyr ríður á hrossi um Breiðholtið, Reminiscence með Ólafi Arnalds og Alice Söru Ott þar sem Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður leikur aðalhlutverkið og Strákunum með Emmsjé Gauta – allt myndbönd sem hafa vakið athygli fyrir líflegt og eftirminnilegt myndefni og óhefðbundna nálgun að tónlistarmyndbandaforminu. Í myndböndunum hans Magnúsar má oft finna skemmtilega innrömmuð skot þar sem hann leikur sér með form og liti, í mörgum myndböndunum hans er tónlistarmaðurinn settur í óvenjulegar stöður og leikið er með staðalímyndir sem fylgja sumum tónlistarstefnum – t.d. með því að setja rappara á hestbak. Magnús hefur verið tilnefndur til verðlauna fyrir mörg af myndböndunum sínum og vann meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir myndbandið við lagið Tarantúlur með Úlfi Úlfi árið 2014. „Ég vinn líka við að gera auglýsingar og ég er með nokkrar svoleiðis í bígerð í sumar auk þess sem ég var að klára handrit að stuttmynd sem ég vonast til þess að geta skotið á árinu. Svo geri ég örugglega fleiri tónlistarmyndbönd seinna í sumar,“ segir Magnús spurður að því hvað sé framundan hjá honum.
Tónlist Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira