Hetja Selfyssinga: „Tilfinningin gæti varla verið betri“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 22:31 Fyrstudeildarlið Selfoss gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti stórliði KR, 2-1, í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. KR er sigursælasta lið í sögu bikarkeppninnar og hafði fyrir leikinn í kvöld ekki tapað fyrir liði úr B-deild í 24 ár. Þá er þetta í fyrsta sinn sem KR fellur úr leik í 32 liða úrslitum. Sigurmark Selfoss skoraði Arnar Logi Sveinsson, 19 ára gamall strákur, undir lok framlengingarinnar og var hann eðlilega í skýjunum þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Tilfinningin gæti varla verið betri. Þetta er bara frábært. Það er ekkert annað hægt að segja,“ sagði Arnar Logi. „Við komum í leikinn til að njóta upplifuninnar. Við erum að spila á stærsta velli landsins á móti einu besta liði landsins. Við héldum skipulagi og boltinn var að rúlla vel. Við fáum mark á okkur sem var frekar leiðinlegt en síðan komu við sterkir til baka og hlaupum meira en þeir.“ Arnar Logi var viðurkennir að það var stress í Selfyssingum í framlengingunni enda að spila við eitt besta lið landsins. Á endanum vildu gestirnir þetta bara meira og æfingar vetrarins skiluðu sér. „Við héldum áfram og börðumst eins og ljón. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur. Við erum búnir að vera á endalausum þrekæfingum í vetur hjá Gunna [Gunnars Borgþórssonar, þjálfara Selfoss] og það er að skila sér núna,“ sagði han. „Það var alltaf smá stress og menn voru varkárir. Síðan ákváðum við bara að klára þetta í framlengingunni og gerðum það,“ sagði Arnar Logi Sveinsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45 KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18 Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Fyrstudeildarlið Selfoss gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti stórliði KR, 2-1, í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. KR er sigursælasta lið í sögu bikarkeppninnar og hafði fyrir leikinn í kvöld ekki tapað fyrir liði úr B-deild í 24 ár. Þá er þetta í fyrsta sinn sem KR fellur úr leik í 32 liða úrslitum. Sigurmark Selfoss skoraði Arnar Logi Sveinsson, 19 ára gamall strákur, undir lok framlengingarinnar og var hann eðlilega í skýjunum þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Tilfinningin gæti varla verið betri. Þetta er bara frábært. Það er ekkert annað hægt að segja,“ sagði Arnar Logi. „Við komum í leikinn til að njóta upplifuninnar. Við erum að spila á stærsta velli landsins á móti einu besta liði landsins. Við héldum skipulagi og boltinn var að rúlla vel. Við fáum mark á okkur sem var frekar leiðinlegt en síðan komu við sterkir til baka og hlaupum meira en þeir.“ Arnar Logi var viðurkennir að það var stress í Selfyssingum í framlengingunni enda að spila við eitt besta lið landsins. Á endanum vildu gestirnir þetta bara meira og æfingar vetrarins skiluðu sér. „Við héldum áfram og börðumst eins og ljón. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur. Við erum búnir að vera á endalausum þrekæfingum í vetur hjá Gunna [Gunnars Borgþórssonar, þjálfara Selfoss] og það er að skila sér núna,“ sagði han. „Það var alltaf smá stress og menn voru varkárir. Síðan ákváðum við bara að klára þetta í framlengingunni og gerðum það,“ sagði Arnar Logi Sveinsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45 KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18 Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45
KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18
Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24