Hetja Selfyssinga: „Tilfinningin gæti varla verið betri“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 22:31 Fyrstudeildarlið Selfoss gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti stórliði KR, 2-1, í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. KR er sigursælasta lið í sögu bikarkeppninnar og hafði fyrir leikinn í kvöld ekki tapað fyrir liði úr B-deild í 24 ár. Þá er þetta í fyrsta sinn sem KR fellur úr leik í 32 liða úrslitum. Sigurmark Selfoss skoraði Arnar Logi Sveinsson, 19 ára gamall strákur, undir lok framlengingarinnar og var hann eðlilega í skýjunum þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Tilfinningin gæti varla verið betri. Þetta er bara frábært. Það er ekkert annað hægt að segja,“ sagði Arnar Logi. „Við komum í leikinn til að njóta upplifuninnar. Við erum að spila á stærsta velli landsins á móti einu besta liði landsins. Við héldum skipulagi og boltinn var að rúlla vel. Við fáum mark á okkur sem var frekar leiðinlegt en síðan komu við sterkir til baka og hlaupum meira en þeir.“ Arnar Logi var viðurkennir að það var stress í Selfyssingum í framlengingunni enda að spila við eitt besta lið landsins. Á endanum vildu gestirnir þetta bara meira og æfingar vetrarins skiluðu sér. „Við héldum áfram og börðumst eins og ljón. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur. Við erum búnir að vera á endalausum þrekæfingum í vetur hjá Gunna [Gunnars Borgþórssonar, þjálfara Selfoss] og það er að skila sér núna,“ sagði han. „Það var alltaf smá stress og menn voru varkárir. Síðan ákváðum við bara að klára þetta í framlengingunni og gerðum það,“ sagði Arnar Logi Sveinsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45 KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18 Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Fyrstudeildarlið Selfoss gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti stórliði KR, 2-1, í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. KR er sigursælasta lið í sögu bikarkeppninnar og hafði fyrir leikinn í kvöld ekki tapað fyrir liði úr B-deild í 24 ár. Þá er þetta í fyrsta sinn sem KR fellur úr leik í 32 liða úrslitum. Sigurmark Selfoss skoraði Arnar Logi Sveinsson, 19 ára gamall strákur, undir lok framlengingarinnar og var hann eðlilega í skýjunum þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Tilfinningin gæti varla verið betri. Þetta er bara frábært. Það er ekkert annað hægt að segja,“ sagði Arnar Logi. „Við komum í leikinn til að njóta upplifuninnar. Við erum að spila á stærsta velli landsins á móti einu besta liði landsins. Við héldum skipulagi og boltinn var að rúlla vel. Við fáum mark á okkur sem var frekar leiðinlegt en síðan komu við sterkir til baka og hlaupum meira en þeir.“ Arnar Logi var viðurkennir að það var stress í Selfyssingum í framlengingunni enda að spila við eitt besta lið landsins. Á endanum vildu gestirnir þetta bara meira og æfingar vetrarins skiluðu sér. „Við héldum áfram og börðumst eins og ljón. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur. Við erum búnir að vera á endalausum þrekæfingum í vetur hjá Gunna [Gunnars Borgþórssonar, þjálfara Selfoss] og það er að skila sér núna,“ sagði han. „Það var alltaf smá stress og menn voru varkárir. Síðan ákváðum við bara að klára þetta í framlengingunni og gerðum það,“ sagði Arnar Logi Sveinsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45 KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18 Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45
KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18
Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn