Fótbolti

McIlroy heimsótti Norður-írska landsliðið | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McIlroy með sigurlaunin á Opna írska meistaramótinu í golfi.
McIlroy með sigurlaunin á Opna írska meistaramótinu í golfi. vísir/getty
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy heimsótti fótboltalandslið Norður-Írlands í æfingabúðum þess í Dublin á dögunum.

McIlroy, sem er í 3. sæti heimslistans í golfi, heiðraði Norður-írsku landsliðsmennina með nærveru sinni en þeir eru á leið á sitt fyrsta stórmót í 30 ár.

Ilroy, sem var nýbúinn að vinna Opna írska meistaramótið, stillti sér upp á myndum með landsliðsmönnunum sem eru í erfiðum riðli á EM í Frakklandi; með heimsmeisturum Þýskalands, Úkraínu og Póllandi.

Undirbúningurinn fyrir EM er nú í fullum gangi hjá landsliðsþjálfaranum Michael O'Neill og lærisveinum hans en þeir mæta Hvíta-Rússlandi og Slóvakíu í vináttulandsleikjum fyrir EM.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá heimsókn McIlroy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×