Nýjar upplýsingar um kaup á Búnaðarbankanum: „Kjarninn í samsærinu um einkavæðingu bankanna“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2016 14:18 Þau Vigdís Hauksdóttir og Helgi Hjörvar hafa bæði tjáð sig um framkomnar upplýsingar og næstu skref. Vísir Helgi Hjörvar, þingamaður Samfylkingarinnar, var afdráttarlaus á þingi í dag en hann vill að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til þess að skoða aðkomu þýska bankans Hauck & Afhauser Privat-bankiers KGaA að kaupum á eignarhluta íslenska ríkisins í Búnaðarbanka Íslands á árinu 2003. Nýjar upplýsingar komu í ljós á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Umboðsmanns Alþingis í morgun. Samkvæmt bréfi Umboðsmanns til nefndarinnar sem stílað er á nefndina og sent 19. maí síðastliðinn er greint frá því að nýjar upplýsingar hafi borist embættinu sem gætu varpað frekara ljósi á aðkomu hins þýska banka.Grundvallaratriði að upplýsa um málið Helgi telur þessar upplýsingar hafa verið þær sem „helst skorti til þess að afhjúpa það svindl og svínarí sem þarna var á ferðinni,“ eins og hann sagði á Alþingi í dag. „Við höfum mörg haldið því fram að ástæða sé til að ætla að þessi þýski einkabanki hafi ekki verið raunverulegur kaupandi að hlut að bankanum heldur leppur. Þarna hafi ekkert verið um erlenda fjárfestingu að ræða heldur íslenskir peningar sem jafnvel voru bara fengnir að láni úr sömu ríkisbönkum og verið var að afhenda þessum aðilum.“ Helgi segir það grundvallaratriði fyrir þingið og almenning í landinu að upplýsa hvernig þessum málum var háttað. Umboðsmaður telur skilyrði til þess að hann komi ábendingu um þetta á framfæri við þar til bær yfirvöld ekki uppfyllt þar sem svo langt er liðið frá því að kaupin áttu sér stað og að því komi þau ekki til með að leiða til rannsóknar á meintri refsiverðri háttsemi. Hins vegar telur hann að umræðan í samfélaginu og óskir um að málið verði útskýrt gefi tilefni til frekari rannsóknar á málinu. „Með vísan til þess sem að framan er rakið taldi ég ástæðu til að kanna þessar upplýsingar nánar með tilliti til fyrri vitneskju minnar um þessi mál og rannsókn þeirra og þess hvort á grundvelli þeirra væru líkur á að leiða mætti fram nýjar staðreyndir um hver hafi í raun verið þátttaka hins þýska banka. Niðurstaða mín er sú að frekari úrvinnsla þessara upplýsinga og tilteknar athuganir og gagnaöflun sé líkleg til þess,“ segir í bréfi Umboðsmanns. Hann telur eðlilegast að Alþingi vinni að því að upplýsa um hvernig var staðið að kaupunum á grundvelli laga um rannsóknarnefndir nr. 68/2011 vilji Alþingi upplýsa um málið.Valgerður Sverrisdóttir segir það ekki óeðlilegt að athuga aðkomu þýska bankans.VísirFramsóknarkonur tjá sig um málið Helgi Hjörvar telur það mikilvægt atriði. „Þarna er kjarninn í samsærinu um einkavæðingu bankanna að finna.“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og varamaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir sérstakt að þeir aðilar sem biðji nú um að rannsóknarnefnd verði skipuð vegna þess máls vilji þagga niður meinta spillingu í bankakerfinu eftir hrun. Hún segir þetta fólk ekki verða að ósk sinni. Þetta kemur fram á Facebook síðu hennar.„Íslensk umræða er svo dásamlega fyrirsjáanleg. Allir eru fastir í skotgröfunum. Allir sem hafa hlegið að ásökunum mínum um seinni einkavæðingu bankanna og viljað ekkert gera með ásakanir Víglundar Þorsteinssonar um spillinguna í bankakerfinu eftir hrun, hafa sagt það tilgangslaust að elta ólar við það sem liðið er.“ Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum viðskiptaráðherra og þingmaður Framsóknar, telur samkvæmt frétt Eyjunnar ekki óeðlilegt að Alþingi athugi aðkomu þýska bankans. Uppfært 14.47: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Vigdís Hauksdóttir væri andsnúin rannsókn á málinu. Það hefur hér með verið leiðrétt. Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingamaður Samfylkingarinnar, var afdráttarlaus á þingi í dag en hann vill að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til þess að skoða aðkomu þýska bankans Hauck & Afhauser Privat-bankiers KGaA að kaupum á eignarhluta íslenska ríkisins í Búnaðarbanka Íslands á árinu 2003. Nýjar upplýsingar komu í ljós á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Umboðsmanns Alþingis í morgun. Samkvæmt bréfi Umboðsmanns til nefndarinnar sem stílað er á nefndina og sent 19. maí síðastliðinn er greint frá því að nýjar upplýsingar hafi borist embættinu sem gætu varpað frekara ljósi á aðkomu hins þýska banka.Grundvallaratriði að upplýsa um málið Helgi telur þessar upplýsingar hafa verið þær sem „helst skorti til þess að afhjúpa það svindl og svínarí sem þarna var á ferðinni,“ eins og hann sagði á Alþingi í dag. „Við höfum mörg haldið því fram að ástæða sé til að ætla að þessi þýski einkabanki hafi ekki verið raunverulegur kaupandi að hlut að bankanum heldur leppur. Þarna hafi ekkert verið um erlenda fjárfestingu að ræða heldur íslenskir peningar sem jafnvel voru bara fengnir að láni úr sömu ríkisbönkum og verið var að afhenda þessum aðilum.“ Helgi segir það grundvallaratriði fyrir þingið og almenning í landinu að upplýsa hvernig þessum málum var háttað. Umboðsmaður telur skilyrði til þess að hann komi ábendingu um þetta á framfæri við þar til bær yfirvöld ekki uppfyllt þar sem svo langt er liðið frá því að kaupin áttu sér stað og að því komi þau ekki til með að leiða til rannsóknar á meintri refsiverðri háttsemi. Hins vegar telur hann að umræðan í samfélaginu og óskir um að málið verði útskýrt gefi tilefni til frekari rannsóknar á málinu. „Með vísan til þess sem að framan er rakið taldi ég ástæðu til að kanna þessar upplýsingar nánar með tilliti til fyrri vitneskju minnar um þessi mál og rannsókn þeirra og þess hvort á grundvelli þeirra væru líkur á að leiða mætti fram nýjar staðreyndir um hver hafi í raun verið þátttaka hins þýska banka. Niðurstaða mín er sú að frekari úrvinnsla þessara upplýsinga og tilteknar athuganir og gagnaöflun sé líkleg til þess,“ segir í bréfi Umboðsmanns. Hann telur eðlilegast að Alþingi vinni að því að upplýsa um hvernig var staðið að kaupunum á grundvelli laga um rannsóknarnefndir nr. 68/2011 vilji Alþingi upplýsa um málið.Valgerður Sverrisdóttir segir það ekki óeðlilegt að athuga aðkomu þýska bankans.VísirFramsóknarkonur tjá sig um málið Helgi Hjörvar telur það mikilvægt atriði. „Þarna er kjarninn í samsærinu um einkavæðingu bankanna að finna.“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og varamaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir sérstakt að þeir aðilar sem biðji nú um að rannsóknarnefnd verði skipuð vegna þess máls vilji þagga niður meinta spillingu í bankakerfinu eftir hrun. Hún segir þetta fólk ekki verða að ósk sinni. Þetta kemur fram á Facebook síðu hennar.„Íslensk umræða er svo dásamlega fyrirsjáanleg. Allir eru fastir í skotgröfunum. Allir sem hafa hlegið að ásökunum mínum um seinni einkavæðingu bankanna og viljað ekkert gera með ásakanir Víglundar Þorsteinssonar um spillinguna í bankakerfinu eftir hrun, hafa sagt það tilgangslaust að elta ólar við það sem liðið er.“ Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum viðskiptaráðherra og þingmaður Framsóknar, telur samkvæmt frétt Eyjunnar ekki óeðlilegt að Alþingi athugi aðkomu þýska bankans. Uppfært 14.47: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Vigdís Hauksdóttir væri andsnúin rannsókn á málinu. Það hefur hér með verið leiðrétt.
Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira