Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson léku allan leikinn í 1-1 jafntefli Rosenborg gegn Haugesund á útivelli í dag en Rosenborg heldur fimm stiga forskoti á toppi norsku deildarinnar þrátt fyrir þaðG.
Shuaibu Ibrahim kom Haugesund yfir á 16. mínútu en korteri síðar jafnaði Anders Konradsen metin fyrir Rosenborg.
Leikmönnum Rosenborg tókst ekki að bæta við marki og þurftu því að sætta sig við eitt stig en Guðmundur Þórarinsson sat á bekknum allan tímann í dag.
Guðmundur Kristjánsson og Elías Már Ómarsson voru báðir í byrjunarliðum sinna liða í dag en voru teknir af velli í seinni hálfleik.
Lokaleikur dagsins hefst klukkan 18.00 þegar lærisveinar Rúnars Kristinssonar í Lilleström taka á móti Birni Daníeli Sverrissyni og félögum í Viking.
Úrslit dagsins:
Haugesund 1-1 Rosenborg
Sogndal 2-2 Start
Stromsgodset 3-2 Valerenga
Norsku meistararnir þurftu að sætta sig við stig gegn Haugesund
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa
Íslenski boltinn






Kári Kristján semur við Þór Akureyri
Handbolti

Bonmatí vann þriðja árið í röð
Fótbolti

